Alþingi hafi lokaorðið varðandi breytt rekstrarform framhaldsskóla Heimir Már Pétursson skrifar 10. maí 2017 13:10 Rekstrarfélag Tækniskólans er í eigu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtaka iðnaðarins, Samorku og Iðnaðarmannafélags Reykjavíkur. Vísir/Eyþór Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna hafa lagt fram frumvarp sem gerir ráð fyrir að ekki sé hægt að breyta rekstrarformi framhaldsskóla án þess að Alþingi samþykki rökstudda þingsályktun um það. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir breytingar sem þessar ekki mega ráðast af tilfinningum ráðherra hverju sinni. Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarps um breytingar á lögum um framhaldsskóla ásamt öðrum þingmönnum flokksins og þingmönnum úr hinum stjórnarandstöðuflokkunum. Frumvarpið er einfalt og bætir tveimur nýjum málsgreinum við gildandi lög um framhaldsskóla. Þar segir að ef færa eigi opinberan framhaldsskóla í annar rekstrarform þurfi að leggja fram þingsályktunartillögu um það á Alþingi. Þá verði framhaldsskólar ekki reknir með fjárhagslegan ágóða að markmiði og óheimilt að greiða arð af rekstri þeirra. Þannig er það reyndar í rekstri Tækniskólans í dag sem er í eigu nokkurra samtaka í atvinnulífinu.Oddný G. Harðardóttir.vísir/AntonOddný segir engu að síður mikilvægt að skýra lagaumhverfið hvað þessi mál varðar. „Og það kemur svo skýrt í ljós í þessari hugmynd menntamálaráðherrans um að renna Fjölbrautaskólanum við Ármúla undir Tækniskólann sem er einkarekinn skóli, og taka þarna tvo stönduga, sjálfbæra skóla og renna þeim saman án allrar faglegra og rekstrarlega rökskýringa,“ segir Oddný. Á opnum fundi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis í gær þar sem Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra sat fyrir svörum nefndarfólks vegna mögulegrar sameiningar Tækniskólans og Fjölbrautaskólans við Ármúla, ítrekaði ráðherrann að ákvörðunarvaldið í þessum efnum væri hjá ráðherra. „Lagaumhverfið er þannig að þetta getur ráðherra ákveðið sjálfur. En með frumvarpinu leggjum við til að það þurfi að ræða það á Alþingi, það þurfi ályktun Alþingis, ef fara á þessa leið og ráðherra þurfi að rökstyðja breytinguna mjög vel,“ segir Oddný. Ein af rökum menntamálaráðherra fyrir sameiningu skólanna er að þeir leggi báðir mikla áherslu á verknám og því gæti orðið hagræði af sameiningu þeirra. Oddný segir engin rök hafa verið færð fram fyrir þessu. Tækniskólinn leggi áherslu á iðn- og tæknigreinar en Ármúli á heilbrigðisgreinar og erfitt að sjá að Tækniskólinn geti gert það betur. Ástæða sé til að óttast fordæmisgildi ákvörðunar ráðherrans þar sem framhaldsskólarnir séu samfélagslega mikilvægir og hornsteinar byggða. Þess vegna verði Alþingi að koma að málum. „Og ráðherrann að koma með stefnu,áætlanir. Bæði faglegar og rekstrarlegar. Það má ekki byggja á einhverri tilfinningu ráðherrans um að hugsanlega muni það ganga betur að sameina skóla eða einkavæða skóla. Það þurfi að vera fyrir því góð rök,“ segir Oddný G. Harðardóttir. Tengdar fréttir Unnið að sameiningu Tækniskólans og Fjölbrautarskólans við Ármúla Unnið er að sameiningu Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans. Stefnt er að því að skólarnir verði sameinaðir á næstunni, 4. maí 2017 10:23 Menntamálaráðherra segir eðlilegt að skoða sameiningu framhaldsskóla Samkvæmt heimildum fréttastofunnar hafa viðræður staðið yfir frá því í febrúar milli menntamálaráðuneytisins, Tækniskóla Íslands og Fjölbrautaskólans við Ármúla um sameiningu skólanna strax næsta haust. 4. maí 2017 19:45 Áformin feli ekki í sér einkavæðingu Ármúlaskóla Samtöl um sameiningu Tækniskólans og FÁ hófust seint í febrúar. Skólameistari Tækniskólans segir töluverða samlegð nást með sameiningu. Enginn kennari myndi missa vinnuna ef af sameiningu yrði. 6. maí 2017 07:00 Kennarar FÁ slegnir: „Fyrst og fremst ósátt við alla þessa óvissu og þessa leyndarhyggju“ Viðræður milli menntamálaráðuneytisins, Tækniskóla Íslands og Fjölbrautaskólans við Ármúla um sameiningu skólanna hafa staðið yfir frá því í febrúar. 5. maí 2017 21:00 Menntamálaráðherra gerir ráð fyrir að kjör kennara FÁ haldist óbreytt Segir ekki verið að einkavæða Fjölbrautaskólann við Ármúla verði hann sameinaður rekstri Tækniskólans. 9. maí 2017 19:00 Mest lesið „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Fleiri fréttir Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna hafa lagt fram frumvarp sem gerir ráð fyrir að ekki sé hægt að breyta rekstrarformi framhaldsskóla án þess að Alþingi samþykki rökstudda þingsályktun um það. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir breytingar sem þessar ekki mega ráðast af tilfinningum ráðherra hverju sinni. Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarps um breytingar á lögum um framhaldsskóla ásamt öðrum þingmönnum flokksins og þingmönnum úr hinum stjórnarandstöðuflokkunum. Frumvarpið er einfalt og bætir tveimur nýjum málsgreinum við gildandi lög um framhaldsskóla. Þar segir að ef færa eigi opinberan framhaldsskóla í annar rekstrarform þurfi að leggja fram þingsályktunartillögu um það á Alþingi. Þá verði framhaldsskólar ekki reknir með fjárhagslegan ágóða að markmiði og óheimilt að greiða arð af rekstri þeirra. Þannig er það reyndar í rekstri Tækniskólans í dag sem er í eigu nokkurra samtaka í atvinnulífinu.Oddný G. Harðardóttir.vísir/AntonOddný segir engu að síður mikilvægt að skýra lagaumhverfið hvað þessi mál varðar. „Og það kemur svo skýrt í ljós í þessari hugmynd menntamálaráðherrans um að renna Fjölbrautaskólanum við Ármúla undir Tækniskólann sem er einkarekinn skóli, og taka þarna tvo stönduga, sjálfbæra skóla og renna þeim saman án allrar faglegra og rekstrarlega rökskýringa,“ segir Oddný. Á opnum fundi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis í gær þar sem Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra sat fyrir svörum nefndarfólks vegna mögulegrar sameiningar Tækniskólans og Fjölbrautaskólans við Ármúla, ítrekaði ráðherrann að ákvörðunarvaldið í þessum efnum væri hjá ráðherra. „Lagaumhverfið er þannig að þetta getur ráðherra ákveðið sjálfur. En með frumvarpinu leggjum við til að það þurfi að ræða það á Alþingi, það þurfi ályktun Alþingis, ef fara á þessa leið og ráðherra þurfi að rökstyðja breytinguna mjög vel,“ segir Oddný. Ein af rökum menntamálaráðherra fyrir sameiningu skólanna er að þeir leggi báðir mikla áherslu á verknám og því gæti orðið hagræði af sameiningu þeirra. Oddný segir engin rök hafa verið færð fram fyrir þessu. Tækniskólinn leggi áherslu á iðn- og tæknigreinar en Ármúli á heilbrigðisgreinar og erfitt að sjá að Tækniskólinn geti gert það betur. Ástæða sé til að óttast fordæmisgildi ákvörðunar ráðherrans þar sem framhaldsskólarnir séu samfélagslega mikilvægir og hornsteinar byggða. Þess vegna verði Alþingi að koma að málum. „Og ráðherrann að koma með stefnu,áætlanir. Bæði faglegar og rekstrarlegar. Það má ekki byggja á einhverri tilfinningu ráðherrans um að hugsanlega muni það ganga betur að sameina skóla eða einkavæða skóla. Það þurfi að vera fyrir því góð rök,“ segir Oddný G. Harðardóttir.
Tengdar fréttir Unnið að sameiningu Tækniskólans og Fjölbrautarskólans við Ármúla Unnið er að sameiningu Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans. Stefnt er að því að skólarnir verði sameinaðir á næstunni, 4. maí 2017 10:23 Menntamálaráðherra segir eðlilegt að skoða sameiningu framhaldsskóla Samkvæmt heimildum fréttastofunnar hafa viðræður staðið yfir frá því í febrúar milli menntamálaráðuneytisins, Tækniskóla Íslands og Fjölbrautaskólans við Ármúla um sameiningu skólanna strax næsta haust. 4. maí 2017 19:45 Áformin feli ekki í sér einkavæðingu Ármúlaskóla Samtöl um sameiningu Tækniskólans og FÁ hófust seint í febrúar. Skólameistari Tækniskólans segir töluverða samlegð nást með sameiningu. Enginn kennari myndi missa vinnuna ef af sameiningu yrði. 6. maí 2017 07:00 Kennarar FÁ slegnir: „Fyrst og fremst ósátt við alla þessa óvissu og þessa leyndarhyggju“ Viðræður milli menntamálaráðuneytisins, Tækniskóla Íslands og Fjölbrautaskólans við Ármúla um sameiningu skólanna hafa staðið yfir frá því í febrúar. 5. maí 2017 21:00 Menntamálaráðherra gerir ráð fyrir að kjör kennara FÁ haldist óbreytt Segir ekki verið að einkavæða Fjölbrautaskólann við Ármúla verði hann sameinaður rekstri Tækniskólans. 9. maí 2017 19:00 Mest lesið „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Fleiri fréttir Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Sjá meira
Unnið að sameiningu Tækniskólans og Fjölbrautarskólans við Ármúla Unnið er að sameiningu Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans. Stefnt er að því að skólarnir verði sameinaðir á næstunni, 4. maí 2017 10:23
Menntamálaráðherra segir eðlilegt að skoða sameiningu framhaldsskóla Samkvæmt heimildum fréttastofunnar hafa viðræður staðið yfir frá því í febrúar milli menntamálaráðuneytisins, Tækniskóla Íslands og Fjölbrautaskólans við Ármúla um sameiningu skólanna strax næsta haust. 4. maí 2017 19:45
Áformin feli ekki í sér einkavæðingu Ármúlaskóla Samtöl um sameiningu Tækniskólans og FÁ hófust seint í febrúar. Skólameistari Tækniskólans segir töluverða samlegð nást með sameiningu. Enginn kennari myndi missa vinnuna ef af sameiningu yrði. 6. maí 2017 07:00
Kennarar FÁ slegnir: „Fyrst og fremst ósátt við alla þessa óvissu og þessa leyndarhyggju“ Viðræður milli menntamálaráðuneytisins, Tækniskóla Íslands og Fjölbrautaskólans við Ármúla um sameiningu skólanna hafa staðið yfir frá því í febrúar. 5. maí 2017 21:00
Menntamálaráðherra gerir ráð fyrir að kjör kennara FÁ haldist óbreytt Segir ekki verið að einkavæða Fjölbrautaskólann við Ármúla verði hann sameinaður rekstri Tækniskólans. 9. maí 2017 19:00