Hlíðarvatn er að komast í gang Karl Lúðvíksson skrifar 10. maí 2017 12:00 Það veiðast stundum stórar bleikjur í Hlíðarvatni Mynd: www.leyfi.is Hlíðarvatn hefur lengi verið eitt af eftirlætis veiðivötnum silungsveiðimanna enda er hægt að gera feykna góða veiði í vatninu og bleikjan úr því oft væn. Það er stutt síðan vatnið opnaði og veðurfar kannski ekki búið að vera uppá sitt besta á þeim tíma en engu að síður hafa unnendur vatnsins tekið góða daga þegar það hefur viðrað til að kasta flugu. Þeir sem hafa stoppað í til dæmis hálfan dag hafa verið að fá þetta 5-10 bleikjur og yfirleitt er þetta mjög vænn og fallegur fiskur alveg upp í 4-5 pund. Veiðin virðist dreifast vel um vatnið og það er ekki að heyra frá þeim sem hafa verið að veiða síðustu daga að eitt svæði sé að gefa mikið meira en önnur en ástundun er að vísu líka nokkuð misjöfn á veiðistöðunum og það er ekkert launungarmál að þegar Hlíðarvatn fer almennilega af stað er klárlega meiri bleikju að finna á sumum stöðum en öðrum. Það eru nokkur félög sem selja í vatnið og við stutta eftirgrennslan mátti finna daga hjá þeim flestum. Besti tíminn var alltaf talin vera maí og aðeins fram í júní en það eru líka nokkrir veiðimenn sem hafa veitt vatnið í áratugi sem segja að síðsumarið sé í raun líka frábær tími. Það er hægt að gera góða veiði í vatninu allt tímabilið en yfir björtustu og heitustu dagana er þó erfitt að fá hana til að taka ef það er of bjart en þá er veiðin líka best seint á kvöldin og eldsnemma á morgnana. Mest lesið Breyting á veiðisvæði Sandár Veiði Ný glær flotlína frá Airflo Veiði Laxinn mættur í Langá Veiði Ofurdýravinur smyglar sér inn í hóp skotveiðimanna á Facebook Veiði Brot á lögum um veiðar á villtum dýrum Veiði 99,4 sm lax úr Sandá í Þjórsárdal í gær Veiði Rangárnar standa upp úr í sumar Veiði Laxagöngur víða nokkuð góðar Veiði Kvennahollin áttu vikuna í Langá Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði
Hlíðarvatn hefur lengi verið eitt af eftirlætis veiðivötnum silungsveiðimanna enda er hægt að gera feykna góða veiði í vatninu og bleikjan úr því oft væn. Það er stutt síðan vatnið opnaði og veðurfar kannski ekki búið að vera uppá sitt besta á þeim tíma en engu að síður hafa unnendur vatnsins tekið góða daga þegar það hefur viðrað til að kasta flugu. Þeir sem hafa stoppað í til dæmis hálfan dag hafa verið að fá þetta 5-10 bleikjur og yfirleitt er þetta mjög vænn og fallegur fiskur alveg upp í 4-5 pund. Veiðin virðist dreifast vel um vatnið og það er ekki að heyra frá þeim sem hafa verið að veiða síðustu daga að eitt svæði sé að gefa mikið meira en önnur en ástundun er að vísu líka nokkuð misjöfn á veiðistöðunum og það er ekkert launungarmál að þegar Hlíðarvatn fer almennilega af stað er klárlega meiri bleikju að finna á sumum stöðum en öðrum. Það eru nokkur félög sem selja í vatnið og við stutta eftirgrennslan mátti finna daga hjá þeim flestum. Besti tíminn var alltaf talin vera maí og aðeins fram í júní en það eru líka nokkrir veiðimenn sem hafa veitt vatnið í áratugi sem segja að síðsumarið sé í raun líka frábær tími. Það er hægt að gera góða veiði í vatninu allt tímabilið en yfir björtustu og heitustu dagana er þó erfitt að fá hana til að taka ef það er of bjart en þá er veiðin líka best seint á kvöldin og eldsnemma á morgnana.
Mest lesið Breyting á veiðisvæði Sandár Veiði Ný glær flotlína frá Airflo Veiði Laxinn mættur í Langá Veiði Ofurdýravinur smyglar sér inn í hóp skotveiðimanna á Facebook Veiði Brot á lögum um veiðar á villtum dýrum Veiði 99,4 sm lax úr Sandá í Þjórsárdal í gær Veiði Rangárnar standa upp úr í sumar Veiði Laxagöngur víða nokkuð góðar Veiði Kvennahollin áttu vikuna í Langá Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði