Innlent

Væta næstu daga

Birgir Olgeirsson skrifar
Áframhaldandi austlæg átt næstu daga og rigning eða súld með köflum í flestum landshlutum.
Áframhaldandi austlæg átt næstu daga og rigning eða súld með köflum í flestum landshlutum. Vísir/Eyþór
Allhvöss austanátt sunnan- og vestantil og fremur vætusamt, en hægari og lengst af þurrt og bjart fyrir norðan. Hiti breytist lítið. Áframhaldandi austlæg átt næstu daga og rigning eða súld með köflum í flestum landshlutum.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á morgun:

Austan 8-13 á morgun, en heldur hvassari á Vestfjörðum annan kvöld. Víða rigning með köflum, en lægir smám saman á S- og V-landi. Hiti 8 til 13 stig.

Á miðvikudag:

Austan 5-10 m/s, en 10-15 úti við N- og S-ströndina. Skýjað að mestu og sums staðar dálítil væta. Hiti 6 til 14 stig, mildast V-lands.

Á fimmtudag:

Gengur í austanhvassviðri, jafn vel storm syðst. Talsverð rigning á S-verðu landinu, þurrt fyrir norðan fram á kvöld. Hiti 5 til 13 stig, hlýjast SV-lands.

Á föstudag og laugardag:

Útlit fyrir áframhaldandi austanáttir með vætu, einkum SA-til og heldur kólnandi veður.

Á sunnudag (hvítasunnudagur):

Útlit fyrir norðaustlæga átt, yfirleitt þurrt en svalt veður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×