Eygló: „Það er enginn einn sem getur verið stærri en flokkurinn“ Anton Egilsson skrifar 27. maí 2017 16:05 Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir það einfaldlega verða að koma í ljós hver sé raunverulegur tilgangur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar með stofnun Framfarafélagsins sem sett var formlega á laggirnar í dag. Þá er að hennar mati ljóst að enginn einn einstaklingur geti verið stærri en flokkurinn. Eygló var gestur Heimis Más Péturssonar í þættinum Víglínunni á Stöð 2 í dag og þar ræddi hún meðal annars stofnun Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar á Framfarafélaginu. Sjá: Húsfyllir á stofnfundi Framfarafélagsins Sigmundur tilkynnti um stofnun félagsins í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni á miðvikudag og ýjaði að því að hann hefði ekki haft vettvang í Framsóknarflokknum. Eygló tekur hins vegar fyrir að slíkt sé við lýði í flokknum. „Það er engum bannað að tala innan Framsóknarflokksins. Hins vegar skiptir það máli að menn leggi sig fram og vinni vel og mæti og taki þátt í þeirri lýðræðislegu umræðu sem er á Alþingi. Það krefst líka ákveðinnar lipurðar í mannlegum samskiptum.” Aðspurð um hvort að hún ætti þá við að Sigmundur mæti ekkert sérstaklega vel og sé ekkert sérstaklega lipur í samræðum við annað fólk sagði Eygló: „Það einkennir lýðræðisfélag eins og Framsóknarflokkinn að það er einfaldlega þannig að það er aldrei neinn einn sem ræður, það er aldrei neinn einn sem er aðal og það getur verið kannski að einhverjir líti á það sem ákveðinn galla.” Innt eftir svörum um hvort að hún telji þetta útspil Sigmundar benda til þess að hann vilji vera stærri en flokkurinn segir hún að enginn einstaklingur geti verið stærri en flokkurinn. Það sé sterkt í framsóknarsálinni að það sé enginn einn sem sé stærri og meiri en flokkurinn og það sé ástæðan fyrir því að Framsóknarflokkurinn sé orðinn 100 ára gamall. „Framsóknarflokkurinn gengur út á samvinnu og það að virða lýðræðislega niðurstöðu og það er einfaldlega þannig að það er enginn einn sem getur verið stærri en flokkurinn. Við höfum bara séð það að þegar það gerist innan flokka eða innan hópa að þegar menn ætla sér að ná einhverju fram að þá hefur það bara oft endað mjög illa.“ Víglínuna má sjá í heild sinni í myndspilaranum hér að ofan. Víglínan Tengdar fréttir Húsfyllir hjá Framfarafélaginu Framfarafélagið er stofnað í kjölfar nýliðins miðstjórnarfundar Framsóknarflokksins en þar virðist lengi hafa ríkt nokkur ólga um framtíð Sigmundar innan flokksins. 27. maí 2017 11:52 Sigmundur Davíð stofnar nýtt félag Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur tilkynnt um stofnun nýs félags, Framfarafélagsins, sem á að skapa öflugan vettvang fyrir frjálsa umræðu, fræðslu og framsetningu hugmynda og lausna. 24. maí 2017 18:30 Eyþór Arnalds verður gestafyrirlesari hjá Sigmundi Davíð Eyþór Arnalds, sem nýverið eignaðist rúmlega fjórðungs hlut í útgáfufélagi Morgunblaðsins, verður gestafyrirlesari á fyrsta fundi Framfarafélagsins á morgun. 26. maí 2017 18:51 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Fleiri fréttir Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Sjá meira
Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir það einfaldlega verða að koma í ljós hver sé raunverulegur tilgangur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar með stofnun Framfarafélagsins sem sett var formlega á laggirnar í dag. Þá er að hennar mati ljóst að enginn einn einstaklingur geti verið stærri en flokkurinn. Eygló var gestur Heimis Más Péturssonar í þættinum Víglínunni á Stöð 2 í dag og þar ræddi hún meðal annars stofnun Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar á Framfarafélaginu. Sjá: Húsfyllir á stofnfundi Framfarafélagsins Sigmundur tilkynnti um stofnun félagsins í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni á miðvikudag og ýjaði að því að hann hefði ekki haft vettvang í Framsóknarflokknum. Eygló tekur hins vegar fyrir að slíkt sé við lýði í flokknum. „Það er engum bannað að tala innan Framsóknarflokksins. Hins vegar skiptir það máli að menn leggi sig fram og vinni vel og mæti og taki þátt í þeirri lýðræðislegu umræðu sem er á Alþingi. Það krefst líka ákveðinnar lipurðar í mannlegum samskiptum.” Aðspurð um hvort að hún ætti þá við að Sigmundur mæti ekkert sérstaklega vel og sé ekkert sérstaklega lipur í samræðum við annað fólk sagði Eygló: „Það einkennir lýðræðisfélag eins og Framsóknarflokkinn að það er einfaldlega þannig að það er aldrei neinn einn sem ræður, það er aldrei neinn einn sem er aðal og það getur verið kannski að einhverjir líti á það sem ákveðinn galla.” Innt eftir svörum um hvort að hún telji þetta útspil Sigmundar benda til þess að hann vilji vera stærri en flokkurinn segir hún að enginn einstaklingur geti verið stærri en flokkurinn. Það sé sterkt í framsóknarsálinni að það sé enginn einn sem sé stærri og meiri en flokkurinn og það sé ástæðan fyrir því að Framsóknarflokkurinn sé orðinn 100 ára gamall. „Framsóknarflokkurinn gengur út á samvinnu og það að virða lýðræðislega niðurstöðu og það er einfaldlega þannig að það er enginn einn sem getur verið stærri en flokkurinn. Við höfum bara séð það að þegar það gerist innan flokka eða innan hópa að þegar menn ætla sér að ná einhverju fram að þá hefur það bara oft endað mjög illa.“ Víglínuna má sjá í heild sinni í myndspilaranum hér að ofan.
Víglínan Tengdar fréttir Húsfyllir hjá Framfarafélaginu Framfarafélagið er stofnað í kjölfar nýliðins miðstjórnarfundar Framsóknarflokksins en þar virðist lengi hafa ríkt nokkur ólga um framtíð Sigmundar innan flokksins. 27. maí 2017 11:52 Sigmundur Davíð stofnar nýtt félag Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur tilkynnt um stofnun nýs félags, Framfarafélagsins, sem á að skapa öflugan vettvang fyrir frjálsa umræðu, fræðslu og framsetningu hugmynda og lausna. 24. maí 2017 18:30 Eyþór Arnalds verður gestafyrirlesari hjá Sigmundi Davíð Eyþór Arnalds, sem nýverið eignaðist rúmlega fjórðungs hlut í útgáfufélagi Morgunblaðsins, verður gestafyrirlesari á fyrsta fundi Framfarafélagsins á morgun. 26. maí 2017 18:51 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Fleiri fréttir Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Sjá meira
Húsfyllir hjá Framfarafélaginu Framfarafélagið er stofnað í kjölfar nýliðins miðstjórnarfundar Framsóknarflokksins en þar virðist lengi hafa ríkt nokkur ólga um framtíð Sigmundar innan flokksins. 27. maí 2017 11:52
Sigmundur Davíð stofnar nýtt félag Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur tilkynnt um stofnun nýs félags, Framfarafélagsins, sem á að skapa öflugan vettvang fyrir frjálsa umræðu, fræðslu og framsetningu hugmynda og lausna. 24. maí 2017 18:30
Eyþór Arnalds verður gestafyrirlesari hjá Sigmundi Davíð Eyþór Arnalds, sem nýverið eignaðist rúmlega fjórðungs hlut í útgáfufélagi Morgunblaðsins, verður gestafyrirlesari á fyrsta fundi Framfarafélagsins á morgun. 26. maí 2017 18:51
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“