Fín byrjun á fyrsta degi í Hítarvatni Karl Lúðvíksson skrifar 27. maí 2017 14:00 Tekist á við fisk í Hítarvatni Mynd: www.veidikortid.is Hítarvatn er geysilega skemmtilegt veiðivatn enda umhverfið fagurt og við réttar aðstæður getur veiðin verið ekkert minna en frábær. Veiðin hefst í vatninu síðustu helgi í maí á hverju ári svo fyrsti dagurinn sem veiða má í vatninu er í dag. Það var svo sem ekki reiknað með fjölmenni en veiðifélagar sem Veiðivísir hefur heyrt í í dag sögðust ekki hafa hitt neinn þegar þeir mættu eldsnemma í morgun. Veður er eins og það verður best á kosið en það varla hreyfir vind inní dalnum. Það er skýjað og dropaði aðeins úr lofti þannig að það er varla hægt að biðja um betra veður. Það sem þó óumflýjanlega fylgir þessum skilyrðum er mikil fluga og það þarf að minna veiðimenn sem ætla að kíkja í Hítarvarn að hafa með sér flugnanet. Hvað veiðina varðar hefur morguninn gengið vel og á rétt fjórum tímum hafa þrír veiðimenn fengið hátt í 30 fiska, mest urriða en nokkrar bleikjur líka. Mest af fiskinum er um 1-2 pund en tveir stórir urriðar fengust fljótlega í morgun og voru þeir báðir um 55 sm langir og sleppt að viðureign lokinni. Öll veiðin er á litlar þyngdar púpur og hafa Watson Fancy, Killer, Alma Rún og Peaocock gefið mest. Mest lesið Fluga dagsins: Skæð laxafluga Veiði 30 laxa opnun Þverár og Kjarrár í gær Veiði Rjúpnahelgi framundan Veiði Nóg af laxi en aðstæður krefjandi Veiði Er sumarflugan 2014 fundin? Veiði 48 laxa holl í Kjarrá Veiði Upptaka af erindi um lax og virkjanir Veiði Nokkrir risar úr Affallinu Veiði Lygilegur veiðidagur feðga í Hofsá Veiði Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Veiði
Hítarvatn er geysilega skemmtilegt veiðivatn enda umhverfið fagurt og við réttar aðstæður getur veiðin verið ekkert minna en frábær. Veiðin hefst í vatninu síðustu helgi í maí á hverju ári svo fyrsti dagurinn sem veiða má í vatninu er í dag. Það var svo sem ekki reiknað með fjölmenni en veiðifélagar sem Veiðivísir hefur heyrt í í dag sögðust ekki hafa hitt neinn þegar þeir mættu eldsnemma í morgun. Veður er eins og það verður best á kosið en það varla hreyfir vind inní dalnum. Það er skýjað og dropaði aðeins úr lofti þannig að það er varla hægt að biðja um betra veður. Það sem þó óumflýjanlega fylgir þessum skilyrðum er mikil fluga og það þarf að minna veiðimenn sem ætla að kíkja í Hítarvarn að hafa með sér flugnanet. Hvað veiðina varðar hefur morguninn gengið vel og á rétt fjórum tímum hafa þrír veiðimenn fengið hátt í 30 fiska, mest urriða en nokkrar bleikjur líka. Mest af fiskinum er um 1-2 pund en tveir stórir urriðar fengust fljótlega í morgun og voru þeir báðir um 55 sm langir og sleppt að viðureign lokinni. Öll veiðin er á litlar þyngdar púpur og hafa Watson Fancy, Killer, Alma Rún og Peaocock gefið mest.
Mest lesið Fluga dagsins: Skæð laxafluga Veiði 30 laxa opnun Þverár og Kjarrár í gær Veiði Rjúpnahelgi framundan Veiði Nóg af laxi en aðstæður krefjandi Veiði Er sumarflugan 2014 fundin? Veiði 48 laxa holl í Kjarrá Veiði Upptaka af erindi um lax og virkjanir Veiði Nokkrir risar úr Affallinu Veiði Lygilegur veiðidagur feðga í Hofsá Veiði Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Veiði