Sögulegar sættir í stóra límmiðamálinu: Þórunn Antonía og Hildur Lilliendahl sungu I Got You Babe Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. maí 2017 15:41 Þórunn Antonía stjórnar reglulegum karaókí-kvöldum á Sæta svíninu í miðbæ Reykjavíkur. Í gær bar til tíðinda á einu slíku. Vísir Svo virðist sem ágreiningur Þórunnar Antoníu Magnúsdóttur, tónlistarkonu og kynningarfulltrúa tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice, og Hildar Lilliendahl, starfsmanns Reykjavíkurborgar og femínista, nái ekki lengra en sem nemur kommentakerfum á netinu. Þær tóku sáttadúettinn I Got You Babe með Sonny og Cher á karaókí-kvöldi í miðbæ Reykjavíkur í gær, við mikinn fögnuð viðstaddra.Sjá einnig: Eru saman í liði gegn nauðgunum Fyrir rúmri viku lét Þórunn Antonía útbúa límmiða, sem gerðir voru til að líma ofan á glös og koma þannig í veg fyrir byrlanir á svokölluðum nauðgunarlyfjum. Límmiðarnir vöktu hörð viðbrögð, sérstaklega í umræðum á samfélagsmiðlum, en í samtali við Vísi sagðist Þórunn raunar aldrei hafa hugsað límmiðana sem lausn, þeim hafi aðeins verið ætlað að varpa ljósi á ákveðið samfélagsmein. Hildur var á meðal þeirra sem ekki voru sammála þessari nálgun Þórunnar Antoníu og áttu þær í nokkru orðaskaki sín á milli um málið.Hér má sjá Hildi og Þórunni syngja sáttadúettinn af mikilli innlifun.Skjáskot„Manni líður aldrei vel þegar fólk er svona upp á móti manni, maður vill tækla málin á málefnalegan og rólegan hátt,“ sagði Þórunn þegar Vísir náði tali af henni í dag. Það má segja að Þórunn hafi fengið ósk sína uppfyllta gærkvöldi en þá voru málin tækluð, þó að hægt sé að deila um hvort það hafi verið gert á rólegan hátt. Þórunn Antonía stendur að vikulegum karaókí-kvöldum á Sæta svíninu, matsölustað og bar í miðbænum, og í gær fékk hún fregnir af því að Hildur Lilliendahl, sem hefur verið tíður gestur á þessum kvöldum, væri á staðnum. Þórunn segir Hildi hafa komið upp að sér og faðmað sig og þær stöllur hafi í kjölfarið ákveðið að taka hinn ódauðlega ástardúett I Got You Babe með Sonny og Cher. „Það má vera sammála um að vera ósammála en bera samt virðingu fyrir hvor annarri. Það er margt hægt að leysa með samsöng,“ sagði Þórunn kát í bragði. „Þetta er nefnilega málið, ástin sigrar allt."Hér má hlusta á I Got You Babe í flutningi Sonny og Cher: Tengdar fréttir Þórunn Antonía: Hugsum í lausnum ekki nöldri Þórunn Antonía á erfitt með að skilja gagnrýnina á herferð sína gegn nauðgurum og kallar eftir betri hugmyndum. 15. maí 2017 14:08 Eru saman í liði gegn nauðgunum Þórunn Antonía Magnúsdóttir vill koma í veg fyrir að fólki séu byrluð nauðgunarlyf. Hún lét gera límmiða sem settur er ofan á glös. Guðni Th. er verndari verkefnisins. Dillon, B5 og Prikið taka þátt. 15. maí 2017 07:00 Varstu ekki örugglega með límmiða yfir glasinu þínu? Nöfnurnar Hildur Sverrisdóttir þingmaður og Hildur Lilliendahl eru meðal þeirra sem eru efins um að límmiðar til að setja á glös á skemmtistöðum bæjarins til að sporna við nauðgunarlyfum sé skref í rétta átt. 15. maí 2017 11:15 Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Fleiri fréttir „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Sjá meira
Svo virðist sem ágreiningur Þórunnar Antoníu Magnúsdóttur, tónlistarkonu og kynningarfulltrúa tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice, og Hildar Lilliendahl, starfsmanns Reykjavíkurborgar og femínista, nái ekki lengra en sem nemur kommentakerfum á netinu. Þær tóku sáttadúettinn I Got You Babe með Sonny og Cher á karaókí-kvöldi í miðbæ Reykjavíkur í gær, við mikinn fögnuð viðstaddra.Sjá einnig: Eru saman í liði gegn nauðgunum Fyrir rúmri viku lét Þórunn Antonía útbúa límmiða, sem gerðir voru til að líma ofan á glös og koma þannig í veg fyrir byrlanir á svokölluðum nauðgunarlyfjum. Límmiðarnir vöktu hörð viðbrögð, sérstaklega í umræðum á samfélagsmiðlum, en í samtali við Vísi sagðist Þórunn raunar aldrei hafa hugsað límmiðana sem lausn, þeim hafi aðeins verið ætlað að varpa ljósi á ákveðið samfélagsmein. Hildur var á meðal þeirra sem ekki voru sammála þessari nálgun Þórunnar Antoníu og áttu þær í nokkru orðaskaki sín á milli um málið.Hér má sjá Hildi og Þórunni syngja sáttadúettinn af mikilli innlifun.Skjáskot„Manni líður aldrei vel þegar fólk er svona upp á móti manni, maður vill tækla málin á málefnalegan og rólegan hátt,“ sagði Þórunn þegar Vísir náði tali af henni í dag. Það má segja að Þórunn hafi fengið ósk sína uppfyllta gærkvöldi en þá voru málin tækluð, þó að hægt sé að deila um hvort það hafi verið gert á rólegan hátt. Þórunn Antonía stendur að vikulegum karaókí-kvöldum á Sæta svíninu, matsölustað og bar í miðbænum, og í gær fékk hún fregnir af því að Hildur Lilliendahl, sem hefur verið tíður gestur á þessum kvöldum, væri á staðnum. Þórunn segir Hildi hafa komið upp að sér og faðmað sig og þær stöllur hafi í kjölfarið ákveðið að taka hinn ódauðlega ástardúett I Got You Babe með Sonny og Cher. „Það má vera sammála um að vera ósammála en bera samt virðingu fyrir hvor annarri. Það er margt hægt að leysa með samsöng,“ sagði Þórunn kát í bragði. „Þetta er nefnilega málið, ástin sigrar allt."Hér má hlusta á I Got You Babe í flutningi Sonny og Cher:
Tengdar fréttir Þórunn Antonía: Hugsum í lausnum ekki nöldri Þórunn Antonía á erfitt með að skilja gagnrýnina á herferð sína gegn nauðgurum og kallar eftir betri hugmyndum. 15. maí 2017 14:08 Eru saman í liði gegn nauðgunum Þórunn Antonía Magnúsdóttir vill koma í veg fyrir að fólki séu byrluð nauðgunarlyf. Hún lét gera límmiða sem settur er ofan á glös. Guðni Th. er verndari verkefnisins. Dillon, B5 og Prikið taka þátt. 15. maí 2017 07:00 Varstu ekki örugglega með límmiða yfir glasinu þínu? Nöfnurnar Hildur Sverrisdóttir þingmaður og Hildur Lilliendahl eru meðal þeirra sem eru efins um að límmiðar til að setja á glös á skemmtistöðum bæjarins til að sporna við nauðgunarlyfum sé skref í rétta átt. 15. maí 2017 11:15 Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Fleiri fréttir „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Sjá meira
Þórunn Antonía: Hugsum í lausnum ekki nöldri Þórunn Antonía á erfitt með að skilja gagnrýnina á herferð sína gegn nauðgurum og kallar eftir betri hugmyndum. 15. maí 2017 14:08
Eru saman í liði gegn nauðgunum Þórunn Antonía Magnúsdóttir vill koma í veg fyrir að fólki séu byrluð nauðgunarlyf. Hún lét gera límmiða sem settur er ofan á glös. Guðni Th. er verndari verkefnisins. Dillon, B5 og Prikið taka þátt. 15. maí 2017 07:00
Varstu ekki örugglega með límmiða yfir glasinu þínu? Nöfnurnar Hildur Sverrisdóttir þingmaður og Hildur Lilliendahl eru meðal þeirra sem eru efins um að límmiðar til að setja á glös á skemmtistöðum bæjarins til að sporna við nauðgunarlyfum sé skref í rétta átt. 15. maí 2017 11:15