Fólki enn boðið að kaupa rafbók til að taka smálán Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 24. maí 2017 20:00 Undanfarna daga hefur fréttastofa fjallað um sms-skilaboð sem smálánafyrirtæki senda neytendum þar sem þeim býðst að taka smálán. Póst- og fjarskiptastofnun skoðar nú hvort samskiptin brjóti lög um óumbeðin fjarskipti. Í skilaboðum sem fréttastofa hefur undir höndum, er neytanda boðið að kaupa rafbók og taka lán með sms-i, en skilaboðin eru nokkurra mánaða gömul. Við nánari skoðun bjóða að minnsta kosti tvö smálánafyrirtæki, Hraðpeningar og Múla, enn upp á smálán þar sem rafbókakaup eru skilyrði. Á heimasíðu þeirra stendur: Með því að skrá þig í bók og lán býðst þér að kaupa rafbækur úr stóru rafbókarsafni okkar en það veitir þér jafnframt rétt á því að sækja um lán á góðum kjörum. Ef keypt er ein bók fær maður tíu þúsund króna lán. Tvær bækur fyrir tuttugu þúsund króna lán og svo framvegis. Rafbókasmálán eru ekki ný af nálinni. Smálánafyrirtæki tóku það upp fyrir tveimur árum að selja rafbækur eftir að lánakostnaður þeirra var dæmdur of hár - en á síðasta ári tók Neytendastofa ákvörðun um að slíkt væri ólögleg þar sem þau þóttu greinilegur staðgengill lánakostnaðar - enda um nánast sömu upphæð að ræða. „Þetta er sambærilegur kostnaður, og áfrýjunarnefnd vakti athygli á að þeir byrjuðu ekki að selja bækurnar fyrr en flýtikostnaður, sem sagt lántökukostnaður, var felldur niður - því lítur Neytendastofa svo á að kaupverð rafbókanna sé kostnaður við lántökuna," segir Matthildur Sveinsdóttir, lögfræðingur hjá Neytendastofu. Þrátt fyrir þessa ákvörðun eru rafbókasmálán enn auglýst og þess má geta að rafbækurnar sem auglýstar eru til sölu - er hægt að nálgast ókeypis á netinu. Neytendastofa skoðar nú málið. „Það er mjög algengt að Neytendastofa þurfi að fylgja eftir úrskurðum áfrýjunarnefndar. Óska eftir upplýsingum frá aðilum hvort farið hafi verið eftir ákvæðinu. Nú munum við óska eftir upplýsingum um það hvort farið hafi verið eftir ákvæðinu og með hvaða hætti," segir Matthildur. Tengdar fréttir Senda sms og bjóða 20.000 króna lán Til skoðunar er hvort fyrirtækið brjóti bæði fjarskiptalög og lög um neytendalán. Formaður Neytendasamtakanna segir markaðssetninguna algjörlega siðlausa og fordæmir vinnubrögðin. 19. maí 2017 20:00 Hefur borist kvartanir vegna sms-sendinga smálánafyrirtækja Óumbeðin fjarskipti í markaðsstarfsemi eru ólögleg og hvetur Póst- og fjarskiptastofnun fólk til að tilkynna um slíkt. 22. maí 2017 21:15 Mest lesið „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Innlent Tóku skref í rétta átt um helgina Innlent Fleiri fréttir „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Sjá meira
Undanfarna daga hefur fréttastofa fjallað um sms-skilaboð sem smálánafyrirtæki senda neytendum þar sem þeim býðst að taka smálán. Póst- og fjarskiptastofnun skoðar nú hvort samskiptin brjóti lög um óumbeðin fjarskipti. Í skilaboðum sem fréttastofa hefur undir höndum, er neytanda boðið að kaupa rafbók og taka lán með sms-i, en skilaboðin eru nokkurra mánaða gömul. Við nánari skoðun bjóða að minnsta kosti tvö smálánafyrirtæki, Hraðpeningar og Múla, enn upp á smálán þar sem rafbókakaup eru skilyrði. Á heimasíðu þeirra stendur: Með því að skrá þig í bók og lán býðst þér að kaupa rafbækur úr stóru rafbókarsafni okkar en það veitir þér jafnframt rétt á því að sækja um lán á góðum kjörum. Ef keypt er ein bók fær maður tíu þúsund króna lán. Tvær bækur fyrir tuttugu þúsund króna lán og svo framvegis. Rafbókasmálán eru ekki ný af nálinni. Smálánafyrirtæki tóku það upp fyrir tveimur árum að selja rafbækur eftir að lánakostnaður þeirra var dæmdur of hár - en á síðasta ári tók Neytendastofa ákvörðun um að slíkt væri ólögleg þar sem þau þóttu greinilegur staðgengill lánakostnaðar - enda um nánast sömu upphæð að ræða. „Þetta er sambærilegur kostnaður, og áfrýjunarnefnd vakti athygli á að þeir byrjuðu ekki að selja bækurnar fyrr en flýtikostnaður, sem sagt lántökukostnaður, var felldur niður - því lítur Neytendastofa svo á að kaupverð rafbókanna sé kostnaður við lántökuna," segir Matthildur Sveinsdóttir, lögfræðingur hjá Neytendastofu. Þrátt fyrir þessa ákvörðun eru rafbókasmálán enn auglýst og þess má geta að rafbækurnar sem auglýstar eru til sölu - er hægt að nálgast ókeypis á netinu. Neytendastofa skoðar nú málið. „Það er mjög algengt að Neytendastofa þurfi að fylgja eftir úrskurðum áfrýjunarnefndar. Óska eftir upplýsingum frá aðilum hvort farið hafi verið eftir ákvæðinu. Nú munum við óska eftir upplýsingum um það hvort farið hafi verið eftir ákvæðinu og með hvaða hætti," segir Matthildur.
Tengdar fréttir Senda sms og bjóða 20.000 króna lán Til skoðunar er hvort fyrirtækið brjóti bæði fjarskiptalög og lög um neytendalán. Formaður Neytendasamtakanna segir markaðssetninguna algjörlega siðlausa og fordæmir vinnubrögðin. 19. maí 2017 20:00 Hefur borist kvartanir vegna sms-sendinga smálánafyrirtækja Óumbeðin fjarskipti í markaðsstarfsemi eru ólögleg og hvetur Póst- og fjarskiptastofnun fólk til að tilkynna um slíkt. 22. maí 2017 21:15 Mest lesið „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Innlent Tóku skref í rétta átt um helgina Innlent Fleiri fréttir „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Sjá meira
Senda sms og bjóða 20.000 króna lán Til skoðunar er hvort fyrirtækið brjóti bæði fjarskiptalög og lög um neytendalán. Formaður Neytendasamtakanna segir markaðssetninguna algjörlega siðlausa og fordæmir vinnubrögðin. 19. maí 2017 20:00
Hefur borist kvartanir vegna sms-sendinga smálánafyrirtækja Óumbeðin fjarskipti í markaðsstarfsemi eru ólögleg og hvetur Póst- og fjarskiptastofnun fólk til að tilkynna um slíkt. 22. maí 2017 21:15