Skattstjórinn er enn í grunnskóla Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. maí 2017 20:00 Krakkar í sjötta og sjöunda bekk Salaskóla hafa stofnað bæjarfélag þar sem allir þurfa að fá sér vinnu, greiða skatta, kjósa og sinna daglegum störfum. Kaldur raunveruleikinn blasir snemma við krökkum í Salaskóla sem hafa komist að því að mishá laun fást fyrir misjöfn störf. Af laununum þarf að greiða skatta og hnippir lögreglan í óhlýðna. Í Bænum svokallaða hefur hver og einn sínu hlutverki að gegna. Bæjarstjórinn tekur á móti athugasemdum og passar að allir séu sáttir. Aron Jakobsson, bæjarstjóri, segir sitt hlutverk vera að sjá um bæinn, athuga hvort allt sé snyrtilegt og fínt, búa til hverfi og skoða pappíra. Hann segist vel geta hugsað sér að verða bæjarstjóri í framtíðinni. Þetta er í fyrsta skipti sem verkefnið er sett upp á Íslandi en hugmyndin kom upp eftir skólaheimsókn í Finnlandi. Undirbúningur hefur staðið yfir í fjórar vikur. „Þau eru búin að fara í gegnum hálfgert þema; námsefni núna í fjórar vikur sem undirbúning fyrir daginn. Fara yfir fjármálafræðslu, læra um mismunandi störf, reikna út hvað þau kosta, hvað séu skattar, hvað séu bankar, læra um mismunandi menntun fyrir mismunandi störf. Síðan sækja þau um starf og eru síðan mætt til að eyða deginum hér," segir Hrafnhildur Georgsdóttir, kennari sem meðal annars skipulagði daginn. Sum störf voru vinsælli en önnur og réðist áhuginn að miklu leyti eftir aldri. Peningarnir og góð laun virtust þó ekki heilla mest heldur hafði skemmtanagildið meiri áhrif. Höfðu krakkarnir í sjötta bekk mestan áhuga á þjónustustörfum líkt og vinnu í bakaríi eða Nettó þar sem auðvelt aðgengi er að namminu. Flestir í bænum virðast löghlýðnir borgarar en starfsmaður Ríkisskattstjóra segir þó einhverja mega standa sig betur. Aðspurð hvað verði um þá sem ekki greiði skatta segir Linda Björk skattstjóri að lögreglan muni eiga við þá orð. Krakkar Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Sjá meira
Krakkar í sjötta og sjöunda bekk Salaskóla hafa stofnað bæjarfélag þar sem allir þurfa að fá sér vinnu, greiða skatta, kjósa og sinna daglegum störfum. Kaldur raunveruleikinn blasir snemma við krökkum í Salaskóla sem hafa komist að því að mishá laun fást fyrir misjöfn störf. Af laununum þarf að greiða skatta og hnippir lögreglan í óhlýðna. Í Bænum svokallaða hefur hver og einn sínu hlutverki að gegna. Bæjarstjórinn tekur á móti athugasemdum og passar að allir séu sáttir. Aron Jakobsson, bæjarstjóri, segir sitt hlutverk vera að sjá um bæinn, athuga hvort allt sé snyrtilegt og fínt, búa til hverfi og skoða pappíra. Hann segist vel geta hugsað sér að verða bæjarstjóri í framtíðinni. Þetta er í fyrsta skipti sem verkefnið er sett upp á Íslandi en hugmyndin kom upp eftir skólaheimsókn í Finnlandi. Undirbúningur hefur staðið yfir í fjórar vikur. „Þau eru búin að fara í gegnum hálfgert þema; námsefni núna í fjórar vikur sem undirbúning fyrir daginn. Fara yfir fjármálafræðslu, læra um mismunandi störf, reikna út hvað þau kosta, hvað séu skattar, hvað séu bankar, læra um mismunandi menntun fyrir mismunandi störf. Síðan sækja þau um starf og eru síðan mætt til að eyða deginum hér," segir Hrafnhildur Georgsdóttir, kennari sem meðal annars skipulagði daginn. Sum störf voru vinsælli en önnur og réðist áhuginn að miklu leyti eftir aldri. Peningarnir og góð laun virtust þó ekki heilla mest heldur hafði skemmtanagildið meiri áhrif. Höfðu krakkarnir í sjötta bekk mestan áhuga á þjónustustörfum líkt og vinnu í bakaríi eða Nettó þar sem auðvelt aðgengi er að namminu. Flestir í bænum virðast löghlýðnir borgarar en starfsmaður Ríkisskattstjóra segir þó einhverja mega standa sig betur. Aðspurð hvað verði um þá sem ekki greiði skatta segir Linda Björk skattstjóri að lögreglan muni eiga við þá orð.
Krakkar Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Sjá meira