Gat ekki verið lengi á toppi veraldar vegna vinda Jóhann K. Jóhannsson og Samúel Karl Ólason skrifa 21. maí 2017 11:45 Göngugarpurinn Vilborg Arna Gissurardóttir tókst að láta langþráðan draum sinn rætast í nótt þegar hún komst á topp Everest, hæsta fjalls heims. Það gerði hún klukkan 3:15 í nótt að íslenskum tíma og er hún sjöundi Íslendingurinn til að ná þessum áfanga og fyrst kvenna. Hún gat þó hins vegar ekki verið lengi á toppi veraldar vegna vinda og mikillar umferðar. Tómasz Þór Veruson, kærasti Vilborgar, ræddi við hana þegar hún komst á toppinn í nótt. Ekkert símasamband er á fjallinu, en hann hefur talað við hana í gegnum talstöðvar. Rætt var við hann í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. „Hljóðið í henni var mjög gott. Það var gífurlega mikil gleði í gangi og hún var mjög ánægð að hafa loksins náð þessu. Þetta er búið að vera gífurlega langt ferðalag og er búið að taka þó nokkur ár. Þetta er búið að vera draumur hennar í mjög langan tíma, sem að loksins náðist í nótt,“ segir Tomasz. Hann segir Vilborgu og sjerpann Tenji hafa verið um tíu til fimmtán mínútur á toppi Everest. Miklir vindar sem og umferð settu strik í reikninginn. „Annars var mikil umferð á fjallinu. Maður verður að gefa öðrum séns líka að smella selfie.“ Tómasz, sem segist lítið sem ekkret hafa sofið undanfarið, segir fjölskyldu Vilborgar vera í skýjunum með að hún hafi náð þessum árangri. Þá segir hann að það hafi verið erfitt að vera ekki með henni í þessu. „Maður er samt einhvern veginn inn í þessu allan tíman með henni og þetta er búið að ganga vel. Betur en maður hefði búist við.“Reyndi fyrst 2014Vilborg Arna reyndi fyrst við Everest vorið 2014. Hún var í grunnbúðunum þegar snjóflóð féll og sextán létust. Vorið 2015 fór hún aftur en þegar hún var rétt komin í grunnbúðirnar varð gríðarmikill jarðskjálfti. Þrjátíu manns í grunnbúðunum lét lífið og þúsundir á landsvísu.Hún var í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku þar sem hún sagði Everest vera ástríðu sína og hún hefði hugsað um þetta fjall í fimmtán ár.Everest er 8.848 metra hátt. Vilborg Arna Tengdar fréttir Vilborg Arna hætti við vegna veðurs Mun bíða áfram í Camp 4 og bíða færis. 20. maí 2017 07:58 Vilborg bíður í grunnbúðum: „Fannst ég þurfa að fara til baka“ Vilborg Arna bíður í grunnbúðum Everest eftir að veður leyfi ferð hennar upp á topp. Hún segir biðina það erfiðasta við ferlið og að margir gefist upp á henni. Þetta er í þriðja skipti sem Vilborg reynir við toppinn en síðustu tvö skipti urðu náttúruhamfarir sem kostuðu fjölda manns lífið. 14. maí 2017 21:00 Vilborg Arna komst á topp Everest í nótt: "Það er tryllt að vera hérna“ Vilborg Arna Gissurardóttir komst á topp hæsta fjalls í heimi klukkan 3:15 í nótt að íslenskum tíma. 21. maí 2017 07:03 Aldrei hafa fleiri reynt við Everest-tind Alls hafa 371 fengið leyfi til að klífa tindinn í ár og er ljóst að biðraðir gætu myndast vegna margmennsins. 6. maí 2017 14:45 Fegurð á fegurð ofan hjá Vilborgu Örnu í Nepal Vilborg Arna Gissurardóttir, pólfari og heimsmethafi, er mætt til Nepal og hefur sett 4. maí 2017 22:52 Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Fleiri fréttir Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Sjá meira
Göngugarpurinn Vilborg Arna Gissurardóttir tókst að láta langþráðan draum sinn rætast í nótt þegar hún komst á topp Everest, hæsta fjalls heims. Það gerði hún klukkan 3:15 í nótt að íslenskum tíma og er hún sjöundi Íslendingurinn til að ná þessum áfanga og fyrst kvenna. Hún gat þó hins vegar ekki verið lengi á toppi veraldar vegna vinda og mikillar umferðar. Tómasz Þór Veruson, kærasti Vilborgar, ræddi við hana þegar hún komst á toppinn í nótt. Ekkert símasamband er á fjallinu, en hann hefur talað við hana í gegnum talstöðvar. Rætt var við hann í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. „Hljóðið í henni var mjög gott. Það var gífurlega mikil gleði í gangi og hún var mjög ánægð að hafa loksins náð þessu. Þetta er búið að vera gífurlega langt ferðalag og er búið að taka þó nokkur ár. Þetta er búið að vera draumur hennar í mjög langan tíma, sem að loksins náðist í nótt,“ segir Tomasz. Hann segir Vilborgu og sjerpann Tenji hafa verið um tíu til fimmtán mínútur á toppi Everest. Miklir vindar sem og umferð settu strik í reikninginn. „Annars var mikil umferð á fjallinu. Maður verður að gefa öðrum séns líka að smella selfie.“ Tómasz, sem segist lítið sem ekkret hafa sofið undanfarið, segir fjölskyldu Vilborgar vera í skýjunum með að hún hafi náð þessum árangri. Þá segir hann að það hafi verið erfitt að vera ekki með henni í þessu. „Maður er samt einhvern veginn inn í þessu allan tíman með henni og þetta er búið að ganga vel. Betur en maður hefði búist við.“Reyndi fyrst 2014Vilborg Arna reyndi fyrst við Everest vorið 2014. Hún var í grunnbúðunum þegar snjóflóð féll og sextán létust. Vorið 2015 fór hún aftur en þegar hún var rétt komin í grunnbúðirnar varð gríðarmikill jarðskjálfti. Þrjátíu manns í grunnbúðunum lét lífið og þúsundir á landsvísu.Hún var í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku þar sem hún sagði Everest vera ástríðu sína og hún hefði hugsað um þetta fjall í fimmtán ár.Everest er 8.848 metra hátt.
Vilborg Arna Tengdar fréttir Vilborg Arna hætti við vegna veðurs Mun bíða áfram í Camp 4 og bíða færis. 20. maí 2017 07:58 Vilborg bíður í grunnbúðum: „Fannst ég þurfa að fara til baka“ Vilborg Arna bíður í grunnbúðum Everest eftir að veður leyfi ferð hennar upp á topp. Hún segir biðina það erfiðasta við ferlið og að margir gefist upp á henni. Þetta er í þriðja skipti sem Vilborg reynir við toppinn en síðustu tvö skipti urðu náttúruhamfarir sem kostuðu fjölda manns lífið. 14. maí 2017 21:00 Vilborg Arna komst á topp Everest í nótt: "Það er tryllt að vera hérna“ Vilborg Arna Gissurardóttir komst á topp hæsta fjalls í heimi klukkan 3:15 í nótt að íslenskum tíma. 21. maí 2017 07:03 Aldrei hafa fleiri reynt við Everest-tind Alls hafa 371 fengið leyfi til að klífa tindinn í ár og er ljóst að biðraðir gætu myndast vegna margmennsins. 6. maí 2017 14:45 Fegurð á fegurð ofan hjá Vilborgu Örnu í Nepal Vilborg Arna Gissurardóttir, pólfari og heimsmethafi, er mætt til Nepal og hefur sett 4. maí 2017 22:52 Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Fleiri fréttir Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Sjá meira
Vilborg bíður í grunnbúðum: „Fannst ég þurfa að fara til baka“ Vilborg Arna bíður í grunnbúðum Everest eftir að veður leyfi ferð hennar upp á topp. Hún segir biðina það erfiðasta við ferlið og að margir gefist upp á henni. Þetta er í þriðja skipti sem Vilborg reynir við toppinn en síðustu tvö skipti urðu náttúruhamfarir sem kostuðu fjölda manns lífið. 14. maí 2017 21:00
Vilborg Arna komst á topp Everest í nótt: "Það er tryllt að vera hérna“ Vilborg Arna Gissurardóttir komst á topp hæsta fjalls í heimi klukkan 3:15 í nótt að íslenskum tíma. 21. maí 2017 07:03
Aldrei hafa fleiri reynt við Everest-tind Alls hafa 371 fengið leyfi til að klífa tindinn í ár og er ljóst að biðraðir gætu myndast vegna margmennsins. 6. maí 2017 14:45
Fegurð á fegurð ofan hjá Vilborgu Örnu í Nepal Vilborg Arna Gissurardóttir, pólfari og heimsmethafi, er mætt til Nepal og hefur sett 4. maí 2017 22:52
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent