Fín veiði við Ölfusárósa Karl Lúðvíksson skrifar 20. maí 2017 11:00 Það er alltaf nokkuð af veiðimönnum sem fara í Ölfusárósinn á þessum árstíma enda má gera þar fína veiði þegar sjóbirtingurinn kemur inn á flóðinu. Það er best að koma á fjörunni og vera duglegur að kasta í aðfallinu alveg fram að því að flóði er náð. Þarna kemur sjóbirtingur inn og gengur mjög nálægt landi svo það þarf lítið að vaða út í og eiginlega er það bara varasamt því sandurinn getur verið gljúpur og straumurinn nokkuð þungur á sumum stöðum. Það er hægt að veiða bæði austur og vesturbakkann og það virðist vera munur milli ára hvorum megin hann kemur frekar upp með og það sem ræður því er hreyfingin á sandinum fyrir ofan brú og þetta vorið, eins og í fyrra, gengur fiskurinn mun meira upp með landinu austan megin. Það líður líka að því að fyrstu laxarnir fari að ganga upp í árnar og laxinn sem gengur í árnar sem renna svo saman í Ölfusánna er í sama göngumynstri og sjóbirtingurinn. Þannig að núna er tíminn þar sem bæði er hægt að ná í sjóbirting og lax við ósinn. Það hefur verið fín veiði þarna síðustu daga og margir veiðimenn gert ágæta veiði. Mest veiðist á spún en eins getur maðkur gefið ágætlega og flugan er alltaf að koma sterkari inn en hún er því miður ekki nógu mikið reynd. Best er að nota sökkenda og straumflugur eins og þyngda Black Ghost og Nobblera. Það er þó rétt að láta veiðimenn líka vita af því að þarna má oft sjá sel og eru þeir furðu spakir og glaðir í leik en að sama skapi leiðinlegt að sjá þá því fiskurinn hverfur um leið og selurinn mætir á svæðið. Mest lesið Laxá í Ásum fór á 28 milljónir Veiði Hraunsfjörður fer að vakna Veiði Nýtt Sportveiðiblað komið út Veiði Edda Dungal sæmd Gullmerki SVFR Veiði Um mun á Selá og Hofsá Veiði Veiðikort í verðlaun fyrir skemmtilegar veiðifréttir Veiði SVFR leitar að mönnum til nefndarstarfa Veiði Allt er þegar þrennt er Veiði 57 laxar gengnir í gegnum teljarann í Elliðaánum Veiði Nýr 10 ára samningur um Breiðdalsá Veiði
Það er alltaf nokkuð af veiðimönnum sem fara í Ölfusárósinn á þessum árstíma enda má gera þar fína veiði þegar sjóbirtingurinn kemur inn á flóðinu. Það er best að koma á fjörunni og vera duglegur að kasta í aðfallinu alveg fram að því að flóði er náð. Þarna kemur sjóbirtingur inn og gengur mjög nálægt landi svo það þarf lítið að vaða út í og eiginlega er það bara varasamt því sandurinn getur verið gljúpur og straumurinn nokkuð þungur á sumum stöðum. Það er hægt að veiða bæði austur og vesturbakkann og það virðist vera munur milli ára hvorum megin hann kemur frekar upp með og það sem ræður því er hreyfingin á sandinum fyrir ofan brú og þetta vorið, eins og í fyrra, gengur fiskurinn mun meira upp með landinu austan megin. Það líður líka að því að fyrstu laxarnir fari að ganga upp í árnar og laxinn sem gengur í árnar sem renna svo saman í Ölfusánna er í sama göngumynstri og sjóbirtingurinn. Þannig að núna er tíminn þar sem bæði er hægt að ná í sjóbirting og lax við ósinn. Það hefur verið fín veiði þarna síðustu daga og margir veiðimenn gert ágæta veiði. Mest veiðist á spún en eins getur maðkur gefið ágætlega og flugan er alltaf að koma sterkari inn en hún er því miður ekki nógu mikið reynd. Best er að nota sökkenda og straumflugur eins og þyngda Black Ghost og Nobblera. Það er þó rétt að láta veiðimenn líka vita af því að þarna má oft sjá sel og eru þeir furðu spakir og glaðir í leik en að sama skapi leiðinlegt að sjá þá því fiskurinn hverfur um leið og selurinn mætir á svæðið.
Mest lesið Laxá í Ásum fór á 28 milljónir Veiði Hraunsfjörður fer að vakna Veiði Nýtt Sportveiðiblað komið út Veiði Edda Dungal sæmd Gullmerki SVFR Veiði Um mun á Selá og Hofsá Veiði Veiðikort í verðlaun fyrir skemmtilegar veiðifréttir Veiði SVFR leitar að mönnum til nefndarstarfa Veiði Allt er þegar þrennt er Veiði 57 laxar gengnir í gegnum teljarann í Elliðaánum Veiði Nýr 10 ára samningur um Breiðdalsá Veiði