Í eldhúsi Evu: Sashimi-salat með ponzu-sósu Eva Laufey skrifar 21. maí 2017 09:00 Sashimi-salat, einföld uppskrift að sumarlegu sushi sem er tilvalið sem forréttur eða léttur aðalréttur. Í þáttunum Í eldhúsi Evu, sem sýndir eru á Stöð 2 á fimmtudögum, töfra ég fram ýmsar kræsingar. Hér má finna uppskrift að sashimi-salati. Sashimi-salat með ponzu-sósu Ákaflega einföld uppskrift að sumarlegu sushi sem er tilvalið sem forréttur eða léttur aðalréttur.300 g lax, beinhreinsaður og skorinn í þunnar sneiðar1 lárpera, vel þroskuð1 mangó, vel þroskaðBlandað salat1 dl límónusafi3/4 dl sojasósa1/2 rautt chili1 1/2 msk. kóríander1/4 tsk. rifið engifer1 msk. vorlaukur, smátt skorinnSesamfræ, ristuð Best er að byrja á ponzu-sósunni en það er japönsk sósa sem gerð er úr sojasósu og límónusafa. Blandið öllum hráefnum saman í matvinnsluvél eða hrærið saman í skál, þannig verður sósan örlítið grófari en báðar aðferðirnar eru jafn góðar. Geymið í kæli á meðan þið setjið laxinn á disk. Skerið laxinn, mangó og lárperu afar þunnt og raðið á stórt fat eða litla diska. Setjið sósuna í skál sem er fyrir miðju á fatinu og raðið meðlætinu í kringum skálina. Ristið sesamfræ á pönnu og dreifið yfir. Í lokin er bæði gott og fallegt að skera niður ferskt kóríander sem þið setjið yfir réttinn. Eva Laufey Sushi Uppskriftir Mest lesið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Stórt hlutverk og gefandi að vera stjúpforeldri þótt réttindin séu engin Áskorun Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Lífið Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið
Í þáttunum Í eldhúsi Evu, sem sýndir eru á Stöð 2 á fimmtudögum, töfra ég fram ýmsar kræsingar. Hér má finna uppskrift að sashimi-salati. Sashimi-salat með ponzu-sósu Ákaflega einföld uppskrift að sumarlegu sushi sem er tilvalið sem forréttur eða léttur aðalréttur.300 g lax, beinhreinsaður og skorinn í þunnar sneiðar1 lárpera, vel þroskuð1 mangó, vel þroskaðBlandað salat1 dl límónusafi3/4 dl sojasósa1/2 rautt chili1 1/2 msk. kóríander1/4 tsk. rifið engifer1 msk. vorlaukur, smátt skorinnSesamfræ, ristuð Best er að byrja á ponzu-sósunni en það er japönsk sósa sem gerð er úr sojasósu og límónusafa. Blandið öllum hráefnum saman í matvinnsluvél eða hrærið saman í skál, þannig verður sósan örlítið grófari en báðar aðferðirnar eru jafn góðar. Geymið í kæli á meðan þið setjið laxinn á disk. Skerið laxinn, mangó og lárperu afar þunnt og raðið á stórt fat eða litla diska. Setjið sósuna í skál sem er fyrir miðju á fatinu og raðið meðlætinu í kringum skálina. Ristið sesamfræ á pönnu og dreifið yfir. Í lokin er bæði gott og fallegt að skera niður ferskt kóríander sem þið setjið yfir réttinn.
Eva Laufey Sushi Uppskriftir Mest lesið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Stórt hlutverk og gefandi að vera stjúpforeldri þótt réttindin séu engin Áskorun Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Lífið Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið