Segir stjórnvöld beita Dyflinnarreglugerð blygðunarlaust á börn á flótta Heimir Már Pétursson skrifar 31. maí 2017 20:00 Rósa Björk Brynjólfsdóttir. vísir/stefán Dómsmálaráðherra segir það áskorun fyrir Íslendinga að taka á móti fylgdarlausum börnum á flótta en verið sé að móta reglugerð þar að lútandi. Sextán ára samkynhneigðum dreng á flótta hefur verið gert að yfirgefa landið á grundvelli Dyflinar reglugerðarinnar sem þingmaður Vinstri grænna segir stjórnvöld ekki bundin af að framfylgja. Rósa Björk Brynjólfsdóttir ynnti dómsmálaráðherra eftir stefnu stjórnvalda í málefnum fylgdarlausra barna sem koma til Íslands sem flóttamenn á Alþingi í dag. Minntist hún á mál sextán ára samkynhneigðs drengs frá Marokkó sem flúði til Íslands í desember og óskar hælis hér á landi en hefur verið hafnað og gert að yfirgefa landið. Mál hans er nú í kæruferli. „Drengurinn er fylgdarlaust barn samkvæmt skilgreiningu en er hér ásamt eldri bróður sínum sem vill koma honum í öruggt skjól. Yngri drengurinn er í tvöfalt veikri stöðu sem fylgdarlaust barn annars vegar og vegna kynhneigðar sinnar hins vegar. Hér sem endranær vísa íslensk stjórnvöld blygðunarlaust í Dyflinnarreglugerðina sem grundvöll þess að senda bræðurna frá Íslandi í stað þess að afgreiða mál þeirra hér,“ sagði Rósa Björk. Ítrekað hafi hins vegar komið fram að ekkert í reglugerðinni hvetji stjórnvöld til að senda flóttafólk héðan, hvað þá fylgdarlaus börn. Þetta snerist því meira um stefnu ríkisstjórnarinnar. „Hver er raunveruleg afstaða dómsmálaráðherra í málefnum fylgdarlausra barna? Ætlar hún að styðja við fögur fyrirheit ríkisstjórnarinnar sem fram koma í stjórnarsáttamála hennar um að hafa mannúðarsjónarmið að leiðarljósi við afgreiðslu umsókna barna og fjölskyldna,“ sagði Rósa Björk. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra sagði farið eftir lögum og alþjóðasamningum í þessum málum. „Það liggur alveg fyrir að það er ákveðin áskorun fyrir okkur að taka á móti þessum börnum. Það stendur yfir vinna núna í dómsmálaráðuneytinu við gerð reglugerðar þar sem sérstaklega er tekið á þessum málum. Fylgdarlaus börn eru verkefni ekki bara dómsmálaráðuneytisins, heldur félagsmálaráðuneytisins, barnastofu og lögregluyfirvalda,“ sagði dómsmálaráðherra. Eitt meginmarkmið og skylda stjórnvalda væri að leita uppruna barna á flótta og leita leiða til að sameina þau fjölskyldum sínum. „Börn eru ekki send héðan af landi nema það sé tryggð nægjanleg vernd í því landi sem þau eru send til eins og sú vernd sem þau njóta hér. Þannig að það liggur alveg fyrir að fylgdarlaus börn eins og önnur börn eru skilgreind hér, bæði samkvæmt lögum og reglum og í verklagi sem viðkvæmur hópur,“ sagði Sigríður Á. Andersen. Tengdar fréttir Sextán ára fylgdarlausum dreng vísað úr landi Sextán ára marokkóskum dreng sem kom án forráðamanns hingað til lands í desember hefur verið synjað um hæli og verður vísað úr landi. Málið hefur verið kært til Kærunefndar útlendingamála. 17. maí 2017 19:20 Ákvarðanir um að vísa börnum úr landi ekki nægilega vandaðar Ákvarðanir um að vísa börnum í hælisleit úr landi eru ekki nægilega vandaðar að sögn talsmanns hælisleitenda hjá Rauða kross Íslands. Það þarf að hraða málsmeðferð í málum þar sem börn eru fljót að skjóta rótum og aðlagast nýju samfélagi. 8. maí 2017 20:00 Fylgdarlaus börn seld mansali 3. maí 2017 09:00 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir það áskorun fyrir Íslendinga að taka á móti fylgdarlausum börnum á flótta en verið sé að móta reglugerð þar að lútandi. Sextán ára samkynhneigðum dreng á flótta hefur verið gert að yfirgefa landið á grundvelli Dyflinar reglugerðarinnar sem þingmaður Vinstri grænna segir stjórnvöld ekki bundin af að framfylgja. Rósa Björk Brynjólfsdóttir ynnti dómsmálaráðherra eftir stefnu stjórnvalda í málefnum fylgdarlausra barna sem koma til Íslands sem flóttamenn á Alþingi í dag. Minntist hún á mál sextán ára samkynhneigðs drengs frá Marokkó sem flúði til Íslands í desember og óskar hælis hér á landi en hefur verið hafnað og gert að yfirgefa landið. Mál hans er nú í kæruferli. „Drengurinn er fylgdarlaust barn samkvæmt skilgreiningu en er hér ásamt eldri bróður sínum sem vill koma honum í öruggt skjól. Yngri drengurinn er í tvöfalt veikri stöðu sem fylgdarlaust barn annars vegar og vegna kynhneigðar sinnar hins vegar. Hér sem endranær vísa íslensk stjórnvöld blygðunarlaust í Dyflinnarreglugerðina sem grundvöll þess að senda bræðurna frá Íslandi í stað þess að afgreiða mál þeirra hér,“ sagði Rósa Björk. Ítrekað hafi hins vegar komið fram að ekkert í reglugerðinni hvetji stjórnvöld til að senda flóttafólk héðan, hvað þá fylgdarlaus börn. Þetta snerist því meira um stefnu ríkisstjórnarinnar. „Hver er raunveruleg afstaða dómsmálaráðherra í málefnum fylgdarlausra barna? Ætlar hún að styðja við fögur fyrirheit ríkisstjórnarinnar sem fram koma í stjórnarsáttamála hennar um að hafa mannúðarsjónarmið að leiðarljósi við afgreiðslu umsókna barna og fjölskyldna,“ sagði Rósa Björk. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra sagði farið eftir lögum og alþjóðasamningum í þessum málum. „Það liggur alveg fyrir að það er ákveðin áskorun fyrir okkur að taka á móti þessum börnum. Það stendur yfir vinna núna í dómsmálaráðuneytinu við gerð reglugerðar þar sem sérstaklega er tekið á þessum málum. Fylgdarlaus börn eru verkefni ekki bara dómsmálaráðuneytisins, heldur félagsmálaráðuneytisins, barnastofu og lögregluyfirvalda,“ sagði dómsmálaráðherra. Eitt meginmarkmið og skylda stjórnvalda væri að leita uppruna barna á flótta og leita leiða til að sameina þau fjölskyldum sínum. „Börn eru ekki send héðan af landi nema það sé tryggð nægjanleg vernd í því landi sem þau eru send til eins og sú vernd sem þau njóta hér. Þannig að það liggur alveg fyrir að fylgdarlaus börn eins og önnur börn eru skilgreind hér, bæði samkvæmt lögum og reglum og í verklagi sem viðkvæmur hópur,“ sagði Sigríður Á. Andersen.
Tengdar fréttir Sextán ára fylgdarlausum dreng vísað úr landi Sextán ára marokkóskum dreng sem kom án forráðamanns hingað til lands í desember hefur verið synjað um hæli og verður vísað úr landi. Málið hefur verið kært til Kærunefndar útlendingamála. 17. maí 2017 19:20 Ákvarðanir um að vísa börnum úr landi ekki nægilega vandaðar Ákvarðanir um að vísa börnum í hælisleit úr landi eru ekki nægilega vandaðar að sögn talsmanns hælisleitenda hjá Rauða kross Íslands. Það þarf að hraða málsmeðferð í málum þar sem börn eru fljót að skjóta rótum og aðlagast nýju samfélagi. 8. maí 2017 20:00 Fylgdarlaus börn seld mansali 3. maí 2017 09:00 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Sextán ára fylgdarlausum dreng vísað úr landi Sextán ára marokkóskum dreng sem kom án forráðamanns hingað til lands í desember hefur verið synjað um hæli og verður vísað úr landi. Málið hefur verið kært til Kærunefndar útlendingamála. 17. maí 2017 19:20
Ákvarðanir um að vísa börnum úr landi ekki nægilega vandaðar Ákvarðanir um að vísa börnum í hælisleit úr landi eru ekki nægilega vandaðar að sögn talsmanns hælisleitenda hjá Rauða kross Íslands. Það þarf að hraða málsmeðferð í málum þar sem börn eru fljót að skjóta rótum og aðlagast nýju samfélagi. 8. maí 2017 20:00