Svekktir með Sigríði og segja tillöguna minnka traust á nýjum dómstól Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. maí 2017 14:51 Reimar Pétursson er formaður Lögmannafélagsins sem fer hörðum orðum í áliti sínu um tillögu dómsmálaráðherra. Stjórn Lögmannafélagsins segir það vonbrigði að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra, sem var starfandi lögmaður, geri jafn lítið úr lögmannsreynslu samanborið við reynslu af dómsstörfum og raun beri vitni. Þetta kemur fram í afstöðu Lögmannafélagsins til rökstuðnings ráðherra vegna tillagna um skipan dómara við Landsrétt. Telur stjórnin embættisfærsluna síst til þess fallna að skapa nýjum dómstól það traust og veganesti sem nauðsynlegt sé í lýðræðisþjóðfélagi. Ingimar Ingason, framvkæmdastjóri Lögmannafélagsins, skrifar undir afstöðu félagsins fyrir hönd stjórnar.Lögmannafélagið Fundir á fundi ofan Tillaga ráðherra um fimmán dómara við nýtt millidómsstig, Landsrétt, er nú til umfjöllunar hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. Umdeild er ákvörðun ráðherra að nýta sér lagaheimild og hrófla við tillögum sérstakrar nefndar sem mat hæfni umsækjenda og gaf þeim einkunn. Lagði nefndin til að þeir fimmtán sem skoruðu hæst yrðu tilnefndir til starfans. Ráðherra fór að tillögum nefndarinnar í ellefu tilfellum en skipti út fjórum af þeim sem dómnefnd mat hæfasta. Nefndin fundaði með ráðherra, formann Lögmannafélagsins, sérfræðingum í stjórnsýslurétti og fleirum í gær. Er enn fundað í dag, síðasta dag þingsins, en stefnt hafði verið að því að greidd yrðu atkvæði um málið í dag. Sjá einnig: Vantraust á ráðherra í burðarliðnum Lögmannafélagið vísar í minnisblað ráðherra sem gerði „reynslu af dómarastörfum“ hærra undir höfði en dómnefndin gerði. Var vægi þess þáttar því aukið frá því sem var í heildarmati dómnefndar, án frekari útskýringa. Ráðherra virðist því ekki gera athugasemdir við niðurstöður dómnefndar að öðru leyti. Ekki hægt að útskýra Eftir breytingar ráðherra á listanum standa sumir dómarar, sem voru samkvæmt dómnefndinni hæfari en aðrir dómarar, öðrum dómurum að baki. Hvernig ráðherra komst að þessari niðurstöðu er óútskýrt, væntanlega af því það er ekki hægt að útskýra, segir Lögmannafélagið. „Enn síður, hvernig framangreind „breyta“ verður þess valdandi að umsækjandi, sem var í 30. sæti samkvæmt mati dómnefndar, standi skyndilega umsækjanda í 7. sæti framar, svo dæmi sé tekið.“ Vísar Lögmannafélagið þar í þá staðreynd að Jón Finnbjörnsson héraðsdómari, sem var í 30. sæti á lista dómnefndar, er tilnefndur af ráðherra til embættisins. Aftur á móti hefur Eiríkur Jónsson, prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands sem var í 7. sæti dómnefndar, fallið af listanum. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Vill fresta skipan dómara við Landsrétt Stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd mun funda fram á kvöld. 30. maí 2017 19:19 Davíð Þór, Sigurður Tómas og Ragnheiður hæfust að mati nefndarinnar Þau Davíð Þór Björgvinsson, Sigurður Tómasson og Ragnheiður Harðardóttir voru metin hæfust í embætti dómara við Landsrétt af sérstakri hæfnisnefnd. 30. maí 2017 23:59 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Fleiri fréttir Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Sjá meira
Stjórn Lögmannafélagsins segir það vonbrigði að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra, sem var starfandi lögmaður, geri jafn lítið úr lögmannsreynslu samanborið við reynslu af dómsstörfum og raun beri vitni. Þetta kemur fram í afstöðu Lögmannafélagsins til rökstuðnings ráðherra vegna tillagna um skipan dómara við Landsrétt. Telur stjórnin embættisfærsluna síst til þess fallna að skapa nýjum dómstól það traust og veganesti sem nauðsynlegt sé í lýðræðisþjóðfélagi. Ingimar Ingason, framvkæmdastjóri Lögmannafélagsins, skrifar undir afstöðu félagsins fyrir hönd stjórnar.Lögmannafélagið Fundir á fundi ofan Tillaga ráðherra um fimmán dómara við nýtt millidómsstig, Landsrétt, er nú til umfjöllunar hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. Umdeild er ákvörðun ráðherra að nýta sér lagaheimild og hrófla við tillögum sérstakrar nefndar sem mat hæfni umsækjenda og gaf þeim einkunn. Lagði nefndin til að þeir fimmtán sem skoruðu hæst yrðu tilnefndir til starfans. Ráðherra fór að tillögum nefndarinnar í ellefu tilfellum en skipti út fjórum af þeim sem dómnefnd mat hæfasta. Nefndin fundaði með ráðherra, formann Lögmannafélagsins, sérfræðingum í stjórnsýslurétti og fleirum í gær. Er enn fundað í dag, síðasta dag þingsins, en stefnt hafði verið að því að greidd yrðu atkvæði um málið í dag. Sjá einnig: Vantraust á ráðherra í burðarliðnum Lögmannafélagið vísar í minnisblað ráðherra sem gerði „reynslu af dómarastörfum“ hærra undir höfði en dómnefndin gerði. Var vægi þess þáttar því aukið frá því sem var í heildarmati dómnefndar, án frekari útskýringa. Ráðherra virðist því ekki gera athugasemdir við niðurstöður dómnefndar að öðru leyti. Ekki hægt að útskýra Eftir breytingar ráðherra á listanum standa sumir dómarar, sem voru samkvæmt dómnefndinni hæfari en aðrir dómarar, öðrum dómurum að baki. Hvernig ráðherra komst að þessari niðurstöðu er óútskýrt, væntanlega af því það er ekki hægt að útskýra, segir Lögmannafélagið. „Enn síður, hvernig framangreind „breyta“ verður þess valdandi að umsækjandi, sem var í 30. sæti samkvæmt mati dómnefndar, standi skyndilega umsækjanda í 7. sæti framar, svo dæmi sé tekið.“ Vísar Lögmannafélagið þar í þá staðreynd að Jón Finnbjörnsson héraðsdómari, sem var í 30. sæti á lista dómnefndar, er tilnefndur af ráðherra til embættisins. Aftur á móti hefur Eiríkur Jónsson, prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands sem var í 7. sæti dómnefndar, fallið af listanum.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Vill fresta skipan dómara við Landsrétt Stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd mun funda fram á kvöld. 30. maí 2017 19:19 Davíð Þór, Sigurður Tómas og Ragnheiður hæfust að mati nefndarinnar Þau Davíð Þór Björgvinsson, Sigurður Tómasson og Ragnheiður Harðardóttir voru metin hæfust í embætti dómara við Landsrétt af sérstakri hæfnisnefnd. 30. maí 2017 23:59 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Fleiri fréttir Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Sjá meira
Vill fresta skipan dómara við Landsrétt Stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd mun funda fram á kvöld. 30. maí 2017 19:19
Davíð Þór, Sigurður Tómas og Ragnheiður hæfust að mati nefndarinnar Þau Davíð Þór Björgvinsson, Sigurður Tómasson og Ragnheiður Harðardóttir voru metin hæfust í embætti dómara við Landsrétt af sérstakri hæfnisnefnd. 30. maí 2017 23:59