Vill fresta skipan dómara við Landsrétt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. maí 2017 19:19 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, vill fresta því að skipa dómara við Landsrétt. Hún situr í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd í stað Svandísar Svavarsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, þar sem fyrrverandi eiginmaður Svandísar, Ástráður Haraldsson, er einn þeirra umsækjanda sem hæfnisnefnd mat hæfasta en hlutu ekki náð fyrir augum Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra. Stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd fjallar nú um tillögu dómsmálaráðherra um skipan dómara við Landsrétt en fjórir af þeim sem ráðherra vill skipa í réttinn voru ekki metnir á meðal þeirra fimmtán hæfustu af hæfnisnefndinni. Rætt var við þau Katrínu og Birgi Ármannsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þar kom fram að minnihlutinn í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd þingsins telji mikinn vafa leika á því að tillaga Sigríðar standist lög. Katrín sagði að ráðherrann þyrfti að uppfylla ákveðna rannsóknarskyldu til að sýna fram á að þeir sem hún vilji skipa, þvert á mat hæfnisnefndar, séu hæfastir. Þessi sjálfstæða rannsókn hefði ekki farið fram og sagði Katrín að þá þyrfti að fá nýtt mat frá dómnefndinni eða að skipa nýja dómnefnd. Þá væri eðlilegra ef vafi léki á því að málatilbúnaður nú héldi að fresta málinu svo hægt væri að vanda betur til verka. Birgir sagði að sér litist illa á að fresta málinu og sagði þingið hafa þá skyldu að klára málið fyrir þinglok sem áætluð eru á morgun. Þá benti hann á að breyta þyrfti lögum ef það ætti að fresta málinu en samkvæmt dómstólalögum á ekki að skipa dómara við Landsrétt síðar en þann 1. júní, það er á fimmtudaginn. Búist er við því að stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd fundi um málið fram á kvöld og jafnvel á morgun en ljóst er að ágreiningur er í nefndinni milli meirihlutans og minnihlutans um hvernig afgreiða skuli tillögu dómsmálaráðherra. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Ráðherra sniðgekk fjórar tillögur hæfnisnefndar við skipan dómara Arnfríður Einarsdóttir, héraðsdómari og eiginkona Brynjars Níelssonar, var ekki metin á meðal fimmtán hæfustu. Sigríður Á. Andersen skipaði hana þó dómara. 29. maí 2017 12:09 Sakar ráðherra um tilraun til ólögmætrar embættisfærslu í opnu bréfi til forseta Alþingis Ástráður Haraldsson, hæstaréttarlögmaður og einn þeirra fimmtán umsækjenda sem hæfnisnefnd mat hæfasta til að taka sæti dómara við Landsrétt, segir Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, gera tilraun til að afla sér heimildar Alþingis fyrir ólögmætri embættisfærslu með tillögu um skipan dómara við Landsrétt. 29. maí 2017 22:53 Hafnar ásökunum um ólögmætar embættisfærslur Sigríður Á. Andersen hafnar því að hún leiti heimilda Alþingis til að framkvæmda ólögmæta embættisfærslu vegna skipana við Landsrétt. 30. maí 2017 12:30 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Fleiri fréttir Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, vill fresta því að skipa dómara við Landsrétt. Hún situr í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd í stað Svandísar Svavarsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, þar sem fyrrverandi eiginmaður Svandísar, Ástráður Haraldsson, er einn þeirra umsækjanda sem hæfnisnefnd mat hæfasta en hlutu ekki náð fyrir augum Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra. Stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd fjallar nú um tillögu dómsmálaráðherra um skipan dómara við Landsrétt en fjórir af þeim sem ráðherra vill skipa í réttinn voru ekki metnir á meðal þeirra fimmtán hæfustu af hæfnisnefndinni. Rætt var við þau Katrínu og Birgi Ármannsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þar kom fram að minnihlutinn í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd þingsins telji mikinn vafa leika á því að tillaga Sigríðar standist lög. Katrín sagði að ráðherrann þyrfti að uppfylla ákveðna rannsóknarskyldu til að sýna fram á að þeir sem hún vilji skipa, þvert á mat hæfnisnefndar, séu hæfastir. Þessi sjálfstæða rannsókn hefði ekki farið fram og sagði Katrín að þá þyrfti að fá nýtt mat frá dómnefndinni eða að skipa nýja dómnefnd. Þá væri eðlilegra ef vafi léki á því að málatilbúnaður nú héldi að fresta málinu svo hægt væri að vanda betur til verka. Birgir sagði að sér litist illa á að fresta málinu og sagði þingið hafa þá skyldu að klára málið fyrir þinglok sem áætluð eru á morgun. Þá benti hann á að breyta þyrfti lögum ef það ætti að fresta málinu en samkvæmt dómstólalögum á ekki að skipa dómara við Landsrétt síðar en þann 1. júní, það er á fimmtudaginn. Búist er við því að stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd fundi um málið fram á kvöld og jafnvel á morgun en ljóst er að ágreiningur er í nefndinni milli meirihlutans og minnihlutans um hvernig afgreiða skuli tillögu dómsmálaráðherra.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Ráðherra sniðgekk fjórar tillögur hæfnisnefndar við skipan dómara Arnfríður Einarsdóttir, héraðsdómari og eiginkona Brynjars Níelssonar, var ekki metin á meðal fimmtán hæfustu. Sigríður Á. Andersen skipaði hana þó dómara. 29. maí 2017 12:09 Sakar ráðherra um tilraun til ólögmætrar embættisfærslu í opnu bréfi til forseta Alþingis Ástráður Haraldsson, hæstaréttarlögmaður og einn þeirra fimmtán umsækjenda sem hæfnisnefnd mat hæfasta til að taka sæti dómara við Landsrétt, segir Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, gera tilraun til að afla sér heimildar Alþingis fyrir ólögmætri embættisfærslu með tillögu um skipan dómara við Landsrétt. 29. maí 2017 22:53 Hafnar ásökunum um ólögmætar embættisfærslur Sigríður Á. Andersen hafnar því að hún leiti heimilda Alþingis til að framkvæmda ólögmæta embættisfærslu vegna skipana við Landsrétt. 30. maí 2017 12:30 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Fleiri fréttir Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Sjá meira
Ráðherra sniðgekk fjórar tillögur hæfnisnefndar við skipan dómara Arnfríður Einarsdóttir, héraðsdómari og eiginkona Brynjars Níelssonar, var ekki metin á meðal fimmtán hæfustu. Sigríður Á. Andersen skipaði hana þó dómara. 29. maí 2017 12:09
Sakar ráðherra um tilraun til ólögmætrar embættisfærslu í opnu bréfi til forseta Alþingis Ástráður Haraldsson, hæstaréttarlögmaður og einn þeirra fimmtán umsækjenda sem hæfnisnefnd mat hæfasta til að taka sæti dómara við Landsrétt, segir Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, gera tilraun til að afla sér heimildar Alþingis fyrir ólögmætri embættisfærslu með tillögu um skipan dómara við Landsrétt. 29. maí 2017 22:53
Hafnar ásökunum um ólögmætar embættisfærslur Sigríður Á. Andersen hafnar því að hún leiti heimilda Alþingis til að framkvæmda ólögmæta embættisfærslu vegna skipana við Landsrétt. 30. maí 2017 12:30
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent