Mæting er aðalatriðið Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 30. maí 2017 09:45 Það er bjart yfir stúdínunni þrátt fyrir hæsina. Vísir/Anton Brink Þegar hringt er í Ragnheiði Silju Kristjánsdóttur, nýbakaðan dúx Menntaskólans í Hamrahlíð, svarar alveg ótrúlega hás rödd. „Það kom trúbador í veisluna mína, við sungum dálítið mikið saman,“ segir hún til skýringar. „Ég söng líka á Vorvítamíntónleikum Hamrahlíðarkóranna á fimmtudaginn og það er búið að vera ansi mikið álag. Svo sleppti ég mér algerlega á útskriftardaginn, var samt ekki að drekka áfengi þótt því trúi enginn!“ Ragnheiður Silja varð stúdent af opinni braut í MH með áherslu á stærðfræði og þýsku. Meðaleinkunn hennar var 9,64. Hún þakkar skipulagi og góðu skammtímaminni árangurinn. „Þó held ég að mæting í tíma sé aðalatriðið, mæting kemur inn í allar einkunnir og þegar kemur að upprifjun fyrir próf þá er maður búinn að heyra allt áður. Svo er metnaður fyrir því að gera það sem maður á að gera mikilvægur og að skila öllu á réttum tíma.“ Fyrstu tvö árin í skólanum lærði Ragnheiður Silja á fiðlu og síðustu þrjú árin hefur hún sungið í kórnum. Svo spilar hún handbolta með meistaraflokki kvenna í Víkingi og er þar í markinu. En skyldi hún vera farin að skipuleggja framtíðina? „Ég er að fara í inntökupróf í sjúkraþjálfun og ætla ekki að plana neitt annað fyrr en ég sé hvernig það fer. En ég verð á Íslandi næsta árið til að spila handbolta og hvort ég fer í háskólanám kemur í ljós í júlí.“ Dúxar Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Tíska og hönnun Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Fleiri fréttir Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sjá meira
Þegar hringt er í Ragnheiði Silju Kristjánsdóttur, nýbakaðan dúx Menntaskólans í Hamrahlíð, svarar alveg ótrúlega hás rödd. „Það kom trúbador í veisluna mína, við sungum dálítið mikið saman,“ segir hún til skýringar. „Ég söng líka á Vorvítamíntónleikum Hamrahlíðarkóranna á fimmtudaginn og það er búið að vera ansi mikið álag. Svo sleppti ég mér algerlega á útskriftardaginn, var samt ekki að drekka áfengi þótt því trúi enginn!“ Ragnheiður Silja varð stúdent af opinni braut í MH með áherslu á stærðfræði og þýsku. Meðaleinkunn hennar var 9,64. Hún þakkar skipulagi og góðu skammtímaminni árangurinn. „Þó held ég að mæting í tíma sé aðalatriðið, mæting kemur inn í allar einkunnir og þegar kemur að upprifjun fyrir próf þá er maður búinn að heyra allt áður. Svo er metnaður fyrir því að gera það sem maður á að gera mikilvægur og að skila öllu á réttum tíma.“ Fyrstu tvö árin í skólanum lærði Ragnheiður Silja á fiðlu og síðustu þrjú árin hefur hún sungið í kórnum. Svo spilar hún handbolta með meistaraflokki kvenna í Víkingi og er þar í markinu. En skyldi hún vera farin að skipuleggja framtíðina? „Ég er að fara í inntökupróf í sjúkraþjálfun og ætla ekki að plana neitt annað fyrr en ég sé hvernig það fer. En ég verð á Íslandi næsta árið til að spila handbolta og hvort ég fer í háskólanám kemur í ljós í júlí.“
Dúxar Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Tíska og hönnun Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Fleiri fréttir Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sjá meira