Fékk tvo rígvæna urriða á sama klukkutímanum í Laxárdalnum Karl Lúðvíksson skrifar 10. júní 2017 11:00 Steven Cohen með annan af stóru urriðunum sem hann fékk í gær. Mynd: Bjarni Höskuldsson Þeir sem hafa veitt í Laxárdalnum vita sem er að stóri urriðinn þar er sýnd veiði en ekki gefinn og það eru til veiðimenn sem hafa veitt þarna í nokkur ár án þess að fá einn slíkan til að taka. Veiðigyðjan er ekkert að skipta jafnt er líklega það sem einhver hugsar þegar fréttir af tveimur rígvænum urriðum hjá sama veiðimanninn á sama klukkutímanum berast til eyrna. Bjarni Höskuldsson staðarhaldari við dalinn sagði Veiðivísi frá þessum magnaða degi í gær: " Þessi veiðimaður kemur frá Bandaríkjunum og byrjaði hér seinni partinn í dag. Hann spurði mikið og tjáði ég honum að hér væru eingöngu urriðar. Við vorum búnir að sjá aðeins uppítökur á tveim stöðum í dag en norðanátt sem blés upp seinni partinn kom í veg fyrir það að við gætum reynt við þá með þurrflugunni. Var því settur undir þurrfluguna "dropper" og farið að leita. Eftir skamma stund tekur hjá Steven Cohen og þegar fiskurinn hafði í þrígang rennt sér lang niður á undirlínu var hann sannfærður um að ég hefði logið að honum varðandi laxinn, því þessi fiskur hagaði sér ekki að hans mati eins og urriði. Eftir sennilega hátt í 20 mín náðist hann í háfinn og reyndist 72 cm og 3,6 kíló. Alsæll byrjaði Steven aftur veiði og liðu um 15 mínútur þar til næsti tók. Sá reyndist örlítið minni eða 69 cm og 3,2 kíló. Steven datt reyndar í ána stuttu síðar og taldi það merki um að nú væri þetta orðið gott og tími til að fara í hús og halda upp á þetta með vískíglasi". Mest lesið Sporðaköst fengu grænt ljós frá Eric Clapton: „I love it“ Veiði Laxveiðin líklega undir meðallagi í sumar Veiði Er sumarflugan 2014 fundin? Veiði Þrjár nauðsynlegar laxaflugur í boxið Veiði Veiðiferð til Belize í vinning Veiði Varar jarðeigendur við yfirgangi Þingvallaþjóðgarðs Veiði Hreindýraveiðar hófust í dag Veiði Kort af friðlandi rjúpna á Reykjanesi Veiði Að prófa eitthvað nýtt í litlu vatni Veiði 105 sm lax úr Víðidalsá Veiði
Þeir sem hafa veitt í Laxárdalnum vita sem er að stóri urriðinn þar er sýnd veiði en ekki gefinn og það eru til veiðimenn sem hafa veitt þarna í nokkur ár án þess að fá einn slíkan til að taka. Veiðigyðjan er ekkert að skipta jafnt er líklega það sem einhver hugsar þegar fréttir af tveimur rígvænum urriðum hjá sama veiðimanninn á sama klukkutímanum berast til eyrna. Bjarni Höskuldsson staðarhaldari við dalinn sagði Veiðivísi frá þessum magnaða degi í gær: " Þessi veiðimaður kemur frá Bandaríkjunum og byrjaði hér seinni partinn í dag. Hann spurði mikið og tjáði ég honum að hér væru eingöngu urriðar. Við vorum búnir að sjá aðeins uppítökur á tveim stöðum í dag en norðanátt sem blés upp seinni partinn kom í veg fyrir það að við gætum reynt við þá með þurrflugunni. Var því settur undir þurrfluguna "dropper" og farið að leita. Eftir skamma stund tekur hjá Steven Cohen og þegar fiskurinn hafði í þrígang rennt sér lang niður á undirlínu var hann sannfærður um að ég hefði logið að honum varðandi laxinn, því þessi fiskur hagaði sér ekki að hans mati eins og urriði. Eftir sennilega hátt í 20 mín náðist hann í háfinn og reyndist 72 cm og 3,6 kíló. Alsæll byrjaði Steven aftur veiði og liðu um 15 mínútur þar til næsti tók. Sá reyndist örlítið minni eða 69 cm og 3,2 kíló. Steven datt reyndar í ána stuttu síðar og taldi það merki um að nú væri þetta orðið gott og tími til að fara í hús og halda upp á þetta með vískíglasi".
Mest lesið Sporðaköst fengu grænt ljós frá Eric Clapton: „I love it“ Veiði Laxveiðin líklega undir meðallagi í sumar Veiði Er sumarflugan 2014 fundin? Veiði Þrjár nauðsynlegar laxaflugur í boxið Veiði Veiðiferð til Belize í vinning Veiði Varar jarðeigendur við yfirgangi Þingvallaþjóðgarðs Veiði Hreindýraveiðar hófust í dag Veiði Kort af friðlandi rjúpna á Reykjanesi Veiði Að prófa eitthvað nýtt í litlu vatni Veiði 105 sm lax úr Víðidalsá Veiði