Einn hinna handteknu ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. júní 2017 13:45 Frá vettvangi í Mosfellsdal á miðvikudagskvöld. vísir/eyþór Sveinn Gestur Tryggvason, einn hinna sex sem grunaðir eru um aðild að manndrápi í Mosfellsdal á miðvikudagskvöld, sætir ákæru vegna stórfellds fíkniefnabrots á árinu 2014. Ákæran var gefin út í október í fyrra en aðalmeðferð málsins mun fara fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í nóvember næstkomandi. Ákæran er ítarleg og í mörgum hlutum en alls voru níu manns ákærðir fyrir meðal annars stórfelld fíkniefnalagabrot og/eða brot á tolla-og lyfjalögum. Sveinn Gestur er ákærður í 3. og 4. hluta ákærunnar. Annars vegar sætir hann ákæru fyrir að hafa tekið við tæplega hálfu kílói af kókaíni á hóteli við Þórsgötu í miðbæ Reykjavíkur í nóvember 2014. Annar maður var einnig ákærður fyrir aðild að þessu broti, það er fyrir að hafa skipulagt og fjármagnað innflutninginn, en hann er látinn. Hins vegar er Sveinn Gestur ákærður fyrir fíkniefnalagabrot fyrir að hafa haft í fórum sínum 0,05 grömm af ecstacy og 0,06 grömm af kókaíni sem lögregla fann við húsleit á heimili hans daginn eftir að hann var handtekinn á hótelinu í miðbænum. Árið 2012 var Sveinn dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi til þriggja ára fyrir tvær líkamsárásir sem hann framdi árið 2013. Sveinn Gestur var náinn vinur Arnars Jónssonar Aspar sem lést á miðvikudagskvöld eftir að hafa orðið fyrir hrottalegri árás af hendi Sveins og fimm annarra við heimili sitt að Æsustöðum í Mosfellsdal.Frá því var greint í Fréttablaðinu í dag að Sveinn hafi hringt á Neyðarlínuna, kynnt sig með nafni og tilkynnt að senda þyrfti sjúkrabíl að Æsustöðum. Í símtalinu heyrist þegar Sveinn leggur símann frá sér og öskrar ókvæðisorð að Arnari um fíkniefnaskuld sem lá þá meðvitundarlaus á jörðinni. Sveinn Gestur var í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald til 23. júní. Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Kaldrifjuð líkamsárás endaði í morði Fjölskylda unnustu Arnars Jónssonar Aspar, sem var myrtur við heimili sitt á miðvikudag, gagnrýnir að hún hafi enga áfallahjálp fengið. Unnustan og aðrir fjölskyldumeðlimir urðu vitni að hrottafenginni árás sex manns sem leiddi til dauða Arnars. 8. júní 2017 23:45 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Áfram hagkvæmara að kaupa fasteign en hlutabréf Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Sjá meira
Sveinn Gestur Tryggvason, einn hinna sex sem grunaðir eru um aðild að manndrápi í Mosfellsdal á miðvikudagskvöld, sætir ákæru vegna stórfellds fíkniefnabrots á árinu 2014. Ákæran var gefin út í október í fyrra en aðalmeðferð málsins mun fara fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í nóvember næstkomandi. Ákæran er ítarleg og í mörgum hlutum en alls voru níu manns ákærðir fyrir meðal annars stórfelld fíkniefnalagabrot og/eða brot á tolla-og lyfjalögum. Sveinn Gestur er ákærður í 3. og 4. hluta ákærunnar. Annars vegar sætir hann ákæru fyrir að hafa tekið við tæplega hálfu kílói af kókaíni á hóteli við Þórsgötu í miðbæ Reykjavíkur í nóvember 2014. Annar maður var einnig ákærður fyrir aðild að þessu broti, það er fyrir að hafa skipulagt og fjármagnað innflutninginn, en hann er látinn. Hins vegar er Sveinn Gestur ákærður fyrir fíkniefnalagabrot fyrir að hafa haft í fórum sínum 0,05 grömm af ecstacy og 0,06 grömm af kókaíni sem lögregla fann við húsleit á heimili hans daginn eftir að hann var handtekinn á hótelinu í miðbænum. Árið 2012 var Sveinn dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi til þriggja ára fyrir tvær líkamsárásir sem hann framdi árið 2013. Sveinn Gestur var náinn vinur Arnars Jónssonar Aspar sem lést á miðvikudagskvöld eftir að hafa orðið fyrir hrottalegri árás af hendi Sveins og fimm annarra við heimili sitt að Æsustöðum í Mosfellsdal.Frá því var greint í Fréttablaðinu í dag að Sveinn hafi hringt á Neyðarlínuna, kynnt sig með nafni og tilkynnt að senda þyrfti sjúkrabíl að Æsustöðum. Í símtalinu heyrist þegar Sveinn leggur símann frá sér og öskrar ókvæðisorð að Arnari um fíkniefnaskuld sem lá þá meðvitundarlaus á jörðinni. Sveinn Gestur var í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald til 23. júní.
Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Kaldrifjuð líkamsárás endaði í morði Fjölskylda unnustu Arnars Jónssonar Aspar, sem var myrtur við heimili sitt á miðvikudag, gagnrýnir að hún hafi enga áfallahjálp fengið. Unnustan og aðrir fjölskyldumeðlimir urðu vitni að hrottafenginni árás sex manns sem leiddi til dauða Arnars. 8. júní 2017 23:45 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Áfram hagkvæmara að kaupa fasteign en hlutabréf Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Sjá meira
Kaldrifjuð líkamsárás endaði í morði Fjölskylda unnustu Arnars Jónssonar Aspar, sem var myrtur við heimili sitt á miðvikudag, gagnrýnir að hún hafi enga áfallahjálp fengið. Unnustan og aðrir fjölskyldumeðlimir urðu vitni að hrottafenginni árás sex manns sem leiddi til dauða Arnars. 8. júní 2017 23:45