Píratar segja dómaramálinu langt í frá lokið Heimir Már Pétursson skrifar 8. júní 2017 20:00 Fulltrúi Pírata í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd segir að nefndin muni rannsaka aðferðir og aðkomu dómsmálaráðherra við val á dómurum í Landsrétt Fulltrúi Pírata í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd segir að nefndin muni rannsaka aðferðir og aðkomu dómsmálaráðherra við val á dómurum í Landsrétt. Forseti Íslands hefur staðfest skipun dómaranna fimmtán og telur að Alþingi hafi staðið rétt að málum við afgreiðslu málsins. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands tók sér tvo sólarhringa frá því hann fékk skipunarbréf dómaranna í hendur til að íhuga hvort hann staðfesti skipan dómsmálaráðherra og Alþingis á fimmtán dómurum við nýjan Landsrétt. En honum höfðu borist áskoranir, meðal annars frá Jóni Þór Ólafssyni þingmanni Pírata, um að gera það ekki. Forsetinn aflaði sér upplýsinga um afgreiðslu Alþingis á málinu og telur að þar hafi verið farið að lögum og þingsköpum. Í yfirlýsingu frá forsetanum í dag segir meðal annars: „Mér þótti sjálfsagt að kynna mér nánar þessi sjónarmið enda engin brýn stjórnskipuleg nauðsyn til þess að undirrita skipunarbréf dómaraefnanna um leið og mér bærust þau. Jafnframt er þess að geta að þótt atbeini forseta sé formlegur í stjórnskipulegu tilliti má aldrei líta svo á að sá atbeini sé þess vegna sjálfvirkur.“ Og síðar segir forsetinn: „Enginn ágreiningur er um þá þingvenju, sem styðst við ýmis ákvæði þingskapa, að teknir séu saman töluliðir eða greinar þingskjala þegar fyrir liggi að þingmenn muni greiða eins atkvæði um þá alla eða þær allar. Fyrir liggur að enginn hreyfði andmælum við því á þingfundi eða við undirbúning atkvæðagreiðslunnar að greidd yrðu atkvæði í einu lagi um alla 15 töluliði þingskjalsins.“ Og að lokum segir forseti Íslands: „Með hliðsjón af öllum þeim málavöxtum sem hér hafa verið raktir komst ég að þeirri niðurstöðu að mistök hefðu ekki átt sér stað við undirbúning og tilhögun atkvæðagreiðslunnar 1. júní og hún hefði verið í samræmi við lög, þingvenju og þingsköp.“ Jón Þór Ólafsson og Birgitta Jónsdóttir fulltrúar Pírata í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vilja að nefndin rannsaki þátt Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í málinu, en nefndin fundaði um málið í morgun. „Niðurstaðan var sú að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur þessa ábyrgð að rannsaka verklag ráðherra í málinu. Nú er forsetinn búinn að taka sína ákvörðun í málinu um að Alþingi hafi farið að sínum verklagsreglum. Nú þarf stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að rannsaka hvort að ráðherra hafi farið á svig við lög sem margt bendir til,“ segir Jón Þór. Tillaga hans og Birgittu Jónsdóttur um að nefndin rannsaki þátt dómsmálaráðherra í málinu verði áfram til umfjöllunar. Hins vegar væru uppi efasemdir um að nefndin rannsakaði málið á sama tíma og Ástráður Haraldsson einn umsækjenda væri í málarekstri við dómsmálaráðherra, enda gæti það spillt fyrir dómsmálinu. „Við höfum kallað til aðallögfræðing Alþingis, umboðsmann Alþingis, í næstu viku til að fara yfir stöðuna hvað það varðar. En rannsóknin mun fara fram.“ Þannig að í ykkar huga er þessu máli langt í frá lokið? „Langt í frá lokið já,“ segir Jón Þór. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Jón Þór fyrir vonbrigðum með forsetann Rannsókn mun fara fram á hugsanlegu ólögmæti skipunar dómara við Landsrétt. 8. júní 2017 12:23 Guðni skrifar undir skipunarbréf dómara við Landsrétt Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna undirskriftar hans á skipunarbréfi 15 dómara við Landsrétt. 8. júní 2017 10:26 Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Erlent Fleiri fréttir Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Sjá meira
Fulltrúi Pírata í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd segir að nefndin muni rannsaka aðferðir og aðkomu dómsmálaráðherra við val á dómurum í Landsrétt. Forseti Íslands hefur staðfest skipun dómaranna fimmtán og telur að Alþingi hafi staðið rétt að málum við afgreiðslu málsins. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands tók sér tvo sólarhringa frá því hann fékk skipunarbréf dómaranna í hendur til að íhuga hvort hann staðfesti skipan dómsmálaráðherra og Alþingis á fimmtán dómurum við nýjan Landsrétt. En honum höfðu borist áskoranir, meðal annars frá Jóni Þór Ólafssyni þingmanni Pírata, um að gera það ekki. Forsetinn aflaði sér upplýsinga um afgreiðslu Alþingis á málinu og telur að þar hafi verið farið að lögum og þingsköpum. Í yfirlýsingu frá forsetanum í dag segir meðal annars: „Mér þótti sjálfsagt að kynna mér nánar þessi sjónarmið enda engin brýn stjórnskipuleg nauðsyn til þess að undirrita skipunarbréf dómaraefnanna um leið og mér bærust þau. Jafnframt er þess að geta að þótt atbeini forseta sé formlegur í stjórnskipulegu tilliti má aldrei líta svo á að sá atbeini sé þess vegna sjálfvirkur.“ Og síðar segir forsetinn: „Enginn ágreiningur er um þá þingvenju, sem styðst við ýmis ákvæði þingskapa, að teknir séu saman töluliðir eða greinar þingskjala þegar fyrir liggi að þingmenn muni greiða eins atkvæði um þá alla eða þær allar. Fyrir liggur að enginn hreyfði andmælum við því á þingfundi eða við undirbúning atkvæðagreiðslunnar að greidd yrðu atkvæði í einu lagi um alla 15 töluliði þingskjalsins.“ Og að lokum segir forseti Íslands: „Með hliðsjón af öllum þeim málavöxtum sem hér hafa verið raktir komst ég að þeirri niðurstöðu að mistök hefðu ekki átt sér stað við undirbúning og tilhögun atkvæðagreiðslunnar 1. júní og hún hefði verið í samræmi við lög, þingvenju og þingsköp.“ Jón Þór Ólafsson og Birgitta Jónsdóttir fulltrúar Pírata í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vilja að nefndin rannsaki þátt Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í málinu, en nefndin fundaði um málið í morgun. „Niðurstaðan var sú að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur þessa ábyrgð að rannsaka verklag ráðherra í málinu. Nú er forsetinn búinn að taka sína ákvörðun í málinu um að Alþingi hafi farið að sínum verklagsreglum. Nú þarf stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að rannsaka hvort að ráðherra hafi farið á svig við lög sem margt bendir til,“ segir Jón Þór. Tillaga hans og Birgittu Jónsdóttur um að nefndin rannsaki þátt dómsmálaráðherra í málinu verði áfram til umfjöllunar. Hins vegar væru uppi efasemdir um að nefndin rannsakaði málið á sama tíma og Ástráður Haraldsson einn umsækjenda væri í málarekstri við dómsmálaráðherra, enda gæti það spillt fyrir dómsmálinu. „Við höfum kallað til aðallögfræðing Alþingis, umboðsmann Alþingis, í næstu viku til að fara yfir stöðuna hvað það varðar. En rannsóknin mun fara fram.“ Þannig að í ykkar huga er þessu máli langt í frá lokið? „Langt í frá lokið já,“ segir Jón Þór.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Jón Þór fyrir vonbrigðum með forsetann Rannsókn mun fara fram á hugsanlegu ólögmæti skipunar dómara við Landsrétt. 8. júní 2017 12:23 Guðni skrifar undir skipunarbréf dómara við Landsrétt Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna undirskriftar hans á skipunarbréfi 15 dómara við Landsrétt. 8. júní 2017 10:26 Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Erlent Fleiri fréttir Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Sjá meira
Jón Þór fyrir vonbrigðum með forsetann Rannsókn mun fara fram á hugsanlegu ólögmæti skipunar dómara við Landsrétt. 8. júní 2017 12:23
Guðni skrifar undir skipunarbréf dómara við Landsrétt Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna undirskriftar hans á skipunarbréfi 15 dómara við Landsrétt. 8. júní 2017 10:26