„Þetta er ekki fíkniefnaskuld, það er alveg hundrað prósent“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. júní 2017 16:02 Arnar Jónsson Aspar heitinn og Heiðdís Helga Aðalsteinsdóttir. Matarboð var á Æsustöðum í Mosfellsdal í gærkvöldi þegar gesti bar að garði. Um var að ræða sexmenningana sem nú eru í haldi lögreglu vegna manndrápsins í Mosfellsdal. Hinn látni, Arnar Jónsson Aspar, og Heiðdís Helga Aðalsteinsdóttir, unnusta hans, höfðu boðið afa Heiðdísar í mat. Hann missti eiginkonu sína fyrr á árinu og hefur verið hjartveikur. Afinn varð vitni að árásinni og fékk vægt hjartaáfall. Hann er nú undir eftirliti á sjúkrahúsi. Klara Ólöf Sigurðardóttir, móðursystir Heiðdísar Helgu, segir fjölskylduna í áfalli. Frá vettvangi í gærkvöldi.Vísir/Eyþór Tíu daga stelpan svaf „Þetta er bara helvítis hrottaskapur og viðbjóður,“ segir Klara Ólöf í samtali við Vísi. „Þeir börðu hann og keyrðu svo yfir lappirnar á honum.“ Auk þeirra Arnars, Heiðdísar og afa hennar var tíu daga gömul stúlka þeirra á heimilinu þegar árásarmennina bar að garði. Stúlkan svaf á meðan á árásinni stóð. Klara Ólöf segir Heiðdísi hafa farið til dyra og spurt hafi verið eftir Arnari. Í hópi gestanna var æskuvinur Arnar. Arnar fór til dyra þar sem ráðist var á hann. „Hann hleypur þarna út úr húsinu til að reyna að verja fjölskyldu sína,“ segir Klara Ólöf sem er mikið niðri fyrir vegna málsins. Eins og fjölskyldunni allri. Afinn hafi horft á atburðarásina og orðið vitni að öllu saman. Jón Trausti var handtekinn fyrir að ráðast á lögreglumenn í Leifsstöð árið 2003.Vísir/HARI Nýbúinn að missa eiginkonu sína „Áttræður maðurinn horfir á þetta allt saman,“ segir Klara. Allt frá því árásin átti sér stað og þar til lögreglumenn reyndu að hnoða lífi í Arnar. En það var um seinan. „Pabbi minn er nýbúinn að missa móður okkar. Þetta er alltof mikið áfall fyrir áttræðan mann,“ segir Klara. Þau systkinin standi nú vaktina ýmist hjá Heiðdísi og litlu stelpunni eða hjá föður sínum á spítalanum. „Maður er bara svo reiður. Þau eru nýbúinn að eignast litla yndislega stúlku og hann hverfur úr lífi hennar. Hann dáðist svo að barninu sínu. Þetta er hrikalegt áfall.“ Fjölskyldan skilji ekki hvers vegna ráðist hafi verið á Arnar. „Þetta er ekki fíkniefnaskuld. Það er alveg hundrað prósent,“ segir Klara. Orðrómur hefur verið hávær um að málið tengdist fíkniefnaheiminum. „Það er búið að blása það svolítið upp en þetta er ekki þannig. Rétt skal vera rétt.“ Bræðurnir á leið fyrir dóm í byrjun árs.VÍSIR/ANTON BRINK Náinn vinur einn hinna grunuðu Þá hafi fjölskyldunni ekki síst brugðið þar sem einn árásarmannanna hafi verið náinn vinur Arnars. „Þess vegna botna ég ekkert í þessu. Hann hefur oft komið á heimili þeirra.“ Klara segir prest væntanlegan að Æsustöðum en Heiðdís sé eðlilega í miklu áfalli með nýfædda dóttur sína. „Hún situr með tíu daga gamla dóttur sína og grætur.“ Þá þurfi faðir hennar einnig nauðsynlega á áfallahjálp að halda í framhaldinu. „Þeir voru bestu vinir, þeir Arnar heitinn. Hann reyndist honum ofboðslega vel.“ Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Matarboð var á Æsustöðum í Mosfellsdal í gærkvöldi þegar gesti bar að garði. Um var að ræða sexmenningana sem nú eru í haldi lögreglu vegna manndrápsins í Mosfellsdal. Hinn látni, Arnar Jónsson Aspar, og Heiðdís Helga Aðalsteinsdóttir, unnusta hans, höfðu boðið afa Heiðdísar í mat. Hann missti eiginkonu sína fyrr á árinu og hefur verið hjartveikur. Afinn varð vitni að árásinni og fékk vægt hjartaáfall. Hann er nú undir eftirliti á sjúkrahúsi. Klara Ólöf Sigurðardóttir, móðursystir Heiðdísar Helgu, segir fjölskylduna í áfalli. Frá vettvangi í gærkvöldi.Vísir/Eyþór Tíu daga stelpan svaf „Þetta er bara helvítis hrottaskapur og viðbjóður,“ segir Klara Ólöf í samtali við Vísi. „Þeir börðu hann og keyrðu svo yfir lappirnar á honum.“ Auk þeirra Arnars, Heiðdísar og afa hennar var tíu daga gömul stúlka þeirra á heimilinu þegar árásarmennina bar að garði. Stúlkan svaf á meðan á árásinni stóð. Klara Ólöf segir Heiðdísi hafa farið til dyra og spurt hafi verið eftir Arnari. Í hópi gestanna var æskuvinur Arnar. Arnar fór til dyra þar sem ráðist var á hann. „Hann hleypur þarna út úr húsinu til að reyna að verja fjölskyldu sína,“ segir Klara Ólöf sem er mikið niðri fyrir vegna málsins. Eins og fjölskyldunni allri. Afinn hafi horft á atburðarásina og orðið vitni að öllu saman. Jón Trausti var handtekinn fyrir að ráðast á lögreglumenn í Leifsstöð árið 2003.Vísir/HARI Nýbúinn að missa eiginkonu sína „Áttræður maðurinn horfir á þetta allt saman,“ segir Klara. Allt frá því árásin átti sér stað og þar til lögreglumenn reyndu að hnoða lífi í Arnar. En það var um seinan. „Pabbi minn er nýbúinn að missa móður okkar. Þetta er alltof mikið áfall fyrir áttræðan mann,“ segir Klara. Þau systkinin standi nú vaktina ýmist hjá Heiðdísi og litlu stelpunni eða hjá föður sínum á spítalanum. „Maður er bara svo reiður. Þau eru nýbúinn að eignast litla yndislega stúlku og hann hverfur úr lífi hennar. Hann dáðist svo að barninu sínu. Þetta er hrikalegt áfall.“ Fjölskyldan skilji ekki hvers vegna ráðist hafi verið á Arnar. „Þetta er ekki fíkniefnaskuld. Það er alveg hundrað prósent,“ segir Klara. Orðrómur hefur verið hávær um að málið tengdist fíkniefnaheiminum. „Það er búið að blása það svolítið upp en þetta er ekki þannig. Rétt skal vera rétt.“ Bræðurnir á leið fyrir dóm í byrjun árs.VÍSIR/ANTON BRINK Náinn vinur einn hinna grunuðu Þá hafi fjölskyldunni ekki síst brugðið þar sem einn árásarmannanna hafi verið náinn vinur Arnars. „Þess vegna botna ég ekkert í þessu. Hann hefur oft komið á heimili þeirra.“ Klara segir prest væntanlegan að Æsustöðum en Heiðdís sé eðlilega í miklu áfalli með nýfædda dóttur sína. „Hún situr með tíu daga gamla dóttur sína og grætur.“ Þá þurfi faðir hennar einnig nauðsynlega á áfallahjálp að halda í framhaldinu. „Þeir voru bestu vinir, þeir Arnar heitinn. Hann reyndist honum ofboðslega vel.“
Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira