Manndráp í Mosfellsdal: Jón Trausti og nýdæmdir bræður á meðal handteknu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. júní 2017 09:54 Jón Trausti var handtekinn fyrir að ráðast á lögreglumenn í Leifsstöð árið 2003. Vísir/Hari Yfirheyrslur yfir sexmenningum sem handtekin voru í gærkvöldi í tengslum við manndráp í Mosfellsdal hafa staðið yfir í nótt. Um er að ræða fimm karlmenn og eina konu. Þar á meðal eru Jón Trausti Lúthersson og bræðurnir Marcin Wieslaw Nabakowski og Rafal Marek Nabakowski sem hlutu dóm fyrir skotárás í Breiðholtinu í febrúar. Lögreglu barst tilkynning um líkamsárás við Æsustaði í Mosfellsdal klukkan 18:24 í gærkvöldi og fór fjölmennt lið lögreglumanna, þar á meðal sérsveitarmenn, á staðinn. Fyrrnefnd sex voru handtekin en maðurinn sem lést var úrskurðaður látinn síðar um kvöldið. Hann var um fertugt. Rannsókn málsins er umfangsmikil að sögn Gríms Grímssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir einhverjum hinna handteknu en hve mörgum liggur ekki ljóst fyrir. Árásin var hrottaleg eins og fjallað var um á Vísi í morgun. Árásarmennirnir notuðust við járnkylfur auk þess sem ekið var yfir fætur mannsins á amerískum pallbíl.Lögregla á vettvangi í gær.Vísir/Höskuldur KáriForsprakki í mótorhjólaklúbbi Meðal handteknu er Jón Trausti Lúthersson sem var endurtekið í kastljósi fjölmiðlanna síðasta áratug þegar mótorhjólagengi voru að ryðja sér til rúms á Íslandi. Hann hefur hlotið dóma fyrir líkamsárás en hann réðst meðal annars inn á ritstjórnarskrifstofur DV haustið 2004 og beitti Reyni Traustason, þáverandi ritstjóra blaðsins, ofbeldi. Hlaut hann tveggja mánaða dóm fyrir. Jón Trausti stofnaði mótorhjólaklúbbinn Fáfni sem síðar varð hluti af Vítisenglum. Hann hætti um svipað leyti, stofnaði Black Pistons MC sem var stuðningsklúbbur Outlaws. Lítið hefur spurst til Jóns Trausta undanfarin ár.Bræðurnir á leið fyrir dóm í byrjun árs.Vísir/Anton BrinkNýdæmdir bræður Þá eru einnig meðal handteknu bræðurnir Marcin Wieslaw Nabakowski og Rafal Marek Nabakowski. Þeir hafa ítrekað komið við sögu lögreglu fyrir minniháttar brot undanfarin áratug. Allt þar til í ágúst síðastliðnum þegar þeir voru handteknir í tengslum við skotárás við Leifasjoppu í Iðufelli í Breiðholti.Hlutu þeir rúmlega tveggja og hálfs árs dóm fyrir árásina í héraðsdómi í febrúar síðastliðnum en Marcin var sýknaður af ákæru um tilraun til manndráps. Hafði hann setið í gæsluvarðhaldi í rúmt hálft ár á meðan málið var til rannsóknar og þar til dómur féll. Dómunum var áfrýjað og hafa þeir gengið lausir á meðan þess er beðið að málið verði tekið fyrir í Hæstarétti. Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Yfirheyrslur yfir sexmenningum sem handtekin voru í gærkvöldi í tengslum við manndráp í Mosfellsdal hafa staðið yfir í nótt. Um er að ræða fimm karlmenn og eina konu. Þar á meðal eru Jón Trausti Lúthersson og bræðurnir Marcin Wieslaw Nabakowski og Rafal Marek Nabakowski sem hlutu dóm fyrir skotárás í Breiðholtinu í febrúar. Lögreglu barst tilkynning um líkamsárás við Æsustaði í Mosfellsdal klukkan 18:24 í gærkvöldi og fór fjölmennt lið lögreglumanna, þar á meðal sérsveitarmenn, á staðinn. Fyrrnefnd sex voru handtekin en maðurinn sem lést var úrskurðaður látinn síðar um kvöldið. Hann var um fertugt. Rannsókn málsins er umfangsmikil að sögn Gríms Grímssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir einhverjum hinna handteknu en hve mörgum liggur ekki ljóst fyrir. Árásin var hrottaleg eins og fjallað var um á Vísi í morgun. Árásarmennirnir notuðust við járnkylfur auk þess sem ekið var yfir fætur mannsins á amerískum pallbíl.Lögregla á vettvangi í gær.Vísir/Höskuldur KáriForsprakki í mótorhjólaklúbbi Meðal handteknu er Jón Trausti Lúthersson sem var endurtekið í kastljósi fjölmiðlanna síðasta áratug þegar mótorhjólagengi voru að ryðja sér til rúms á Íslandi. Hann hefur hlotið dóma fyrir líkamsárás en hann réðst meðal annars inn á ritstjórnarskrifstofur DV haustið 2004 og beitti Reyni Traustason, þáverandi ritstjóra blaðsins, ofbeldi. Hlaut hann tveggja mánaða dóm fyrir. Jón Trausti stofnaði mótorhjólaklúbbinn Fáfni sem síðar varð hluti af Vítisenglum. Hann hætti um svipað leyti, stofnaði Black Pistons MC sem var stuðningsklúbbur Outlaws. Lítið hefur spurst til Jóns Trausta undanfarin ár.Bræðurnir á leið fyrir dóm í byrjun árs.Vísir/Anton BrinkNýdæmdir bræður Þá eru einnig meðal handteknu bræðurnir Marcin Wieslaw Nabakowski og Rafal Marek Nabakowski. Þeir hafa ítrekað komið við sögu lögreglu fyrir minniháttar brot undanfarin áratug. Allt þar til í ágúst síðastliðnum þegar þeir voru handteknir í tengslum við skotárás við Leifasjoppu í Iðufelli í Breiðholti.Hlutu þeir rúmlega tveggja og hálfs árs dóm fyrir árásina í héraðsdómi í febrúar síðastliðnum en Marcin var sýknaður af ákæru um tilraun til manndráps. Hafði hann setið í gæsluvarðhaldi í rúmt hálft ár á meðan málið var til rannsóknar og þar til dómur féll. Dómunum var áfrýjað og hafa þeir gengið lausir á meðan þess er beðið að málið verði tekið fyrir í Hæstarétti.
Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira