Ísland aðili að 100 ríkja samningi um baráttu gegn skattaundanskotum Heimir Már Pétursson skrifar 7. júní 2017 19:45 Fjármálaráðherra undirritaði í París í dag fjölþjóðasamning sem miðar að því að stemma stigu við skattundandrætti og skattsvikum með misnotkun tvísköttunarsamninga. Samningurinn felur í sér fimmtán aðgerðir sem meðal annars eiga að koma í veg fyrir að alþjóðleg fyrirtæki komi sér undan skattgreiðslum. Hundrað ríki verða aðilar að samningnum sem gerður er á vettvangi Efnahags og framfarastofnunarinnar og G20 ríkjanna og undirritaði Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra samnnginn á fundi OECD í dag ásamt fulltrúum 67 annarra ríkja. Hann segir að með þessari aðgerð verði tvísköttunarsamningum ríkja breytt í fjölþjóðasamninga. „Það þýðir að það verða sömu ákvæði sem gilda í öllum þessum tvísköttunarsamningum. Sem þýðir þá enn og aftur að það verður erfiðara fyrir menn að nýta þessa samninga til að fela peninga. Það var náttúrlega alls ekki hugmyndin með því að vera með tvísköttunarsamninga,“ segir Benedikt. Samningurinn muni gera alþjóðlegum fyrirtækjum sem starfa á Íslandi erfiðara að færa álagningu sína til landa þar sem skattbyrði er minni og koma sér þannig undan skatti á Íslandi. „Við getum kannski sagt það þannig að menn geta ekki fært skattbyrðina af starfseminni sinni á Íslandi á eitthvað auðveldara skattasvæði. ef við orðum það þannig. Menn verða að borga skattana þar sem uppruni teknanna er,“ segir fjármálaráðherra sem staddur er á fundi fjármálaráðherra OECD ríkjanna í París. Lágir skattar á Írlandi hafi meðal annars orðið til þess á undanförnum árum að mörg bandarísk fyrirtæki með starfsemi í Evrópu skráðu sig þar. „Það var dæmt ólöglegt í fyrra. Þannig að þau (fyrirtækin) fengu svaka háa bakreikninga,“ segir Benedikt. Þá segir fjármálaráðherra Ísland einnig orðið aðila að samningum sem tryggja skattalegar upplýsingar frá öðrum evrópuríkjum og fleiri ríkjum í framtíðinni. Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Fjármálaráðherra undirritaði í París í dag fjölþjóðasamning sem miðar að því að stemma stigu við skattundandrætti og skattsvikum með misnotkun tvísköttunarsamninga. Samningurinn felur í sér fimmtán aðgerðir sem meðal annars eiga að koma í veg fyrir að alþjóðleg fyrirtæki komi sér undan skattgreiðslum. Hundrað ríki verða aðilar að samningnum sem gerður er á vettvangi Efnahags og framfarastofnunarinnar og G20 ríkjanna og undirritaði Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra samnnginn á fundi OECD í dag ásamt fulltrúum 67 annarra ríkja. Hann segir að með þessari aðgerð verði tvísköttunarsamningum ríkja breytt í fjölþjóðasamninga. „Það þýðir að það verða sömu ákvæði sem gilda í öllum þessum tvísköttunarsamningum. Sem þýðir þá enn og aftur að það verður erfiðara fyrir menn að nýta þessa samninga til að fela peninga. Það var náttúrlega alls ekki hugmyndin með því að vera með tvísköttunarsamninga,“ segir Benedikt. Samningurinn muni gera alþjóðlegum fyrirtækjum sem starfa á Íslandi erfiðara að færa álagningu sína til landa þar sem skattbyrði er minni og koma sér þannig undan skatti á Íslandi. „Við getum kannski sagt það þannig að menn geta ekki fært skattbyrðina af starfseminni sinni á Íslandi á eitthvað auðveldara skattasvæði. ef við orðum það þannig. Menn verða að borga skattana þar sem uppruni teknanna er,“ segir fjármálaráðherra sem staddur er á fundi fjármálaráðherra OECD ríkjanna í París. Lágir skattar á Írlandi hafi meðal annars orðið til þess á undanförnum árum að mörg bandarísk fyrirtæki með starfsemi í Evrópu skráðu sig þar. „Það var dæmt ólöglegt í fyrra. Þannig að þau (fyrirtækin) fengu svaka háa bakreikninga,“ segir Benedikt. Þá segir fjármálaráðherra Ísland einnig orðið aðila að samningum sem tryggja skattalegar upplýsingar frá öðrum evrópuríkjum og fleiri ríkjum í framtíðinni.
Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira