Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu stefna á að byrja lagningu borgarlínu eftir tvö ár Heimir Már Pétursson skrifar 7. júní 2017 19:00 Forráðamenn sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu vonast til að hægt verði að hefja framkvæmdir við borgarlínu árið 2019. Reiknað er með að borgarlína verði allt að 57 kílómetrar með stoppistöðum á sexhundruð metra til eins kílómetra millibili. Í dag ferðast um fjögur prósent íbúa á höfuðborgarsvæðinu með strætisvögnum. En markmiðið er að með tilkomu borgarlínu ferðist tólf prósent íbúanna með strætisvögnum og borgarlínu. Í dag var kynnt vinnslutillaga að lagningu borgarlínu sem ætlað er að greiða fyrir almenningssamgöngum í sveitarfélögunum sex á höfuðborgarsvæðinu. Fullkláruð mun hún kosta allt að 65 milljarða króna. Hagsmunaaðilar og almenningur hafa fram til 20. júní að skila inn athugasemdum en fólk getur kynnt sér áætlanirnar á www.borgarlina.is . Allri áætlanagerð á að vera lokið fyrir lok þessa árs. Eyjólfur Árni Rafnsson verkefnisstjóri borgarlínu fyrir sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu segir að markmiðið sé að koma fólki á milli ystu marka og helstu kjarna sveitarfélaganna sex á skömmum tíma. „En þetta gengur út á að geta komið almenningssamgöngum í sérrými. Óháð því hvaða farartæki síðan keyra þar inni. Léttlestir eða strætisvagnar eða tveggja liða vagnar. Reyndar erum við að horfa á vagna ekki lestir,“ segir Eyjólfur Árni. Borgarlínan mun styðja við strætisvagnakerfið og ganga á fimm til sjö mínútuna fresti á annatímum. Reiknað er með að íbúum á höfuðborgarsvæðinu fjölgi um 40 prósent eða sjötíu þúsund til ársins 2040 og miðar allt byggða- og samgönguskipulag bæjarfélaganna við það. Borgarlína verður byggð upp í mörgum áföngum en sveitarfélögin vilja byrja sem fyrst.Hvenær eru bjartsýnustu menn að vona að framkvæmdir geti byrjað? „Við höfum sett fram árið 2019 og ég ætla ekki að nefna neina aðra tölu þar að lútandi.“Liggur kostnaðarmat fyrir? „Já það liggur fyrir. Við erum með varfærið kostnaðarmat. Við viljum vera öruggum megin og vonandi er hægt að lækka þá upphæð. En þetta er um 1,1 milljarður og rúmlega það á hvern kílómetra að jafnaði. Þá er öll fjárfesting í innviðnum sjálfum innifalin,“ segir verkefnisstjórinn. Viðræður eru þegar hafnar við ríkið um aðkomu þess að framkvæmdinni og er Eyjólfur bjartsýnn á að þær verði leiddar til lykta á næstu mánuðum. Borgarlína Samgöngur Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Forráðamenn sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu vonast til að hægt verði að hefja framkvæmdir við borgarlínu árið 2019. Reiknað er með að borgarlína verði allt að 57 kílómetrar með stoppistöðum á sexhundruð metra til eins kílómetra millibili. Í dag ferðast um fjögur prósent íbúa á höfuðborgarsvæðinu með strætisvögnum. En markmiðið er að með tilkomu borgarlínu ferðist tólf prósent íbúanna með strætisvögnum og borgarlínu. Í dag var kynnt vinnslutillaga að lagningu borgarlínu sem ætlað er að greiða fyrir almenningssamgöngum í sveitarfélögunum sex á höfuðborgarsvæðinu. Fullkláruð mun hún kosta allt að 65 milljarða króna. Hagsmunaaðilar og almenningur hafa fram til 20. júní að skila inn athugasemdum en fólk getur kynnt sér áætlanirnar á www.borgarlina.is . Allri áætlanagerð á að vera lokið fyrir lok þessa árs. Eyjólfur Árni Rafnsson verkefnisstjóri borgarlínu fyrir sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu segir að markmiðið sé að koma fólki á milli ystu marka og helstu kjarna sveitarfélaganna sex á skömmum tíma. „En þetta gengur út á að geta komið almenningssamgöngum í sérrými. Óháð því hvaða farartæki síðan keyra þar inni. Léttlestir eða strætisvagnar eða tveggja liða vagnar. Reyndar erum við að horfa á vagna ekki lestir,“ segir Eyjólfur Árni. Borgarlínan mun styðja við strætisvagnakerfið og ganga á fimm til sjö mínútuna fresti á annatímum. Reiknað er með að íbúum á höfuðborgarsvæðinu fjölgi um 40 prósent eða sjötíu þúsund til ársins 2040 og miðar allt byggða- og samgönguskipulag bæjarfélaganna við það. Borgarlína verður byggð upp í mörgum áföngum en sveitarfélögin vilja byrja sem fyrst.Hvenær eru bjartsýnustu menn að vona að framkvæmdir geti byrjað? „Við höfum sett fram árið 2019 og ég ætla ekki að nefna neina aðra tölu þar að lútandi.“Liggur kostnaðarmat fyrir? „Já það liggur fyrir. Við erum með varfærið kostnaðarmat. Við viljum vera öruggum megin og vonandi er hægt að lækka þá upphæð. En þetta er um 1,1 milljarður og rúmlega það á hvern kílómetra að jafnaði. Þá er öll fjárfesting í innviðnum sjálfum innifalin,“ segir verkefnisstjórinn. Viðræður eru þegar hafnar við ríkið um aðkomu þess að framkvæmdinni og er Eyjólfur bjartsýnn á að þær verði leiddar til lykta á næstu mánuðum.
Borgarlína Samgöngur Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira