Gunnar Páll er stoltur eigandi Costco-gíraffans: „Ég hugsaði þetta kannski ekki alveg til enda“ Atli Ísleifsson skrifar 4. júní 2017 14:09 Gunnar Páll og gíraffinn í garðinum. „Ég hugsaði þetta kannski ekki alveg til enda,“ segir Gunnar Páll Tryggvason, íbúi í Hlíðunum í Reykjavík, sem er stoltur eigandi Costco-gíraffans landsfræga. Gíraffinn var frumsýndur á heimili Gunnars Páls í garðveislu í gærkvöldi þar sem verið var að halda upp á fertugsafmæli Gunnars Páls og fimmtán ára brúðkaupsafmæli hans og eiginkonu hans. „Þetta var „impulse“ ákvörðun að kaupa gíraffann. Maður hafði séð þessa tignarlegu skepnu í þessari köldu vöruskemmu í Garðabæ og ég var að halda garðpartý þar sem mikið stóð til. Ég hugsaði bara að græni garðurinn okkar gæti orðið gott og náttúrulegt heimili fyrir þessa veru. Þetta myndi svo líka gleðja gestina, okkar nánustu fjölskyldu og vinum, og tryggja að þetta yrði gott partý.“Ekki viss um viðbrögð eiginkonunnar Gunnar Páll segir að hann hafði ekki verið alveg viss um hver viðbrögð eiginkonunnar yrðu. „Þetta er auðvitað nokkur fjárfesting. Kostaði þrjú hundruð og eitthvað þúsund. Hún var hins vegar hrikalega ánægð með hann og okkur finnst hann taka sig svakalega vel út þarna í garðinum. Við ætlum bara að halda honum hér. Ég er reyndar þegar búinn að fá einhver fimm tilboð í að leigja eða kaupa hann. Ég gæti því mögulega komið út í plús,“ segir Gunnar og hlær. Hann segist reyndar ekki vera búinn að hugsa málið alveg í gegn og þurfi að búa til eitthvað gott plan áður en haustlægðirnar koma. Ekki þurfi bara að huga að trampólínum þegar haustar. „Það eru reyndar einhver göt í löppunum sem ég gæti notað til að festa hann niður með sterkum tjaldhælum. En þetta er gríðarlega skemmtilegt.“Fékk heimsendingu Gunnar Páll segir að hann hafi samið við Costco um heimsendingu á gíraffanum, en gíraffinn kom þegar garðpartýið var hafið og var þá komið fyrir í garðinum. „Ég ætlaði að vera búinn að koma honum fyrir áður en partýið byrjaði en það tókst nú ekki. Það varð því smá „entrance“ þegar gíraffinn kom í miðri veislu. Það kom bros á alla og gekk vonum framar.“Hvað hvað er gíraffinn þungur?„Hann er nefnilega ekki svo þungur. Þetta er einhver léttmálmur. En það er annað sem ég á eftir að kanna, hvort þetta sé ryðfrír málmur. Þarf aðeins að huga að því líka. Ég stríddi nú aðeins tengdapabba fyrir veisluna þar sem ég sýndi honum frétt á netinu þar sem sagði að Costco-gíraffinn hafi verið seldur. Hann var hneykslaðist mikið og sagði „Þetta fólk er ekki í lagi“. Svo sá hann tengdasoninn nokkru síðar haldandi undir gíraffanum,“ segir Grunnar Páll og hlær. En hvernig er að vera maðurinn sem keypti Costco-gíraffann?„Ég var nú ekkert að hugsa um að fá einhverja athygli út á þetta fyrir utan þá í veislunni sjálfri. Eins og þú heyrir þá er ég ekki búinn að hugsa þetta allt út í gegn, en maður verður bara að taka því.“ Costco Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Fleiri fréttir Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Sjá meira
„Ég hugsaði þetta kannski ekki alveg til enda,“ segir Gunnar Páll Tryggvason, íbúi í Hlíðunum í Reykjavík, sem er stoltur eigandi Costco-gíraffans landsfræga. Gíraffinn var frumsýndur á heimili Gunnars Páls í garðveislu í gærkvöldi þar sem verið var að halda upp á fertugsafmæli Gunnars Páls og fimmtán ára brúðkaupsafmæli hans og eiginkonu hans. „Þetta var „impulse“ ákvörðun að kaupa gíraffann. Maður hafði séð þessa tignarlegu skepnu í þessari köldu vöruskemmu í Garðabæ og ég var að halda garðpartý þar sem mikið stóð til. Ég hugsaði bara að græni garðurinn okkar gæti orðið gott og náttúrulegt heimili fyrir þessa veru. Þetta myndi svo líka gleðja gestina, okkar nánustu fjölskyldu og vinum, og tryggja að þetta yrði gott partý.“Ekki viss um viðbrögð eiginkonunnar Gunnar Páll segir að hann hafði ekki verið alveg viss um hver viðbrögð eiginkonunnar yrðu. „Þetta er auðvitað nokkur fjárfesting. Kostaði þrjú hundruð og eitthvað þúsund. Hún var hins vegar hrikalega ánægð með hann og okkur finnst hann taka sig svakalega vel út þarna í garðinum. Við ætlum bara að halda honum hér. Ég er reyndar þegar búinn að fá einhver fimm tilboð í að leigja eða kaupa hann. Ég gæti því mögulega komið út í plús,“ segir Gunnar og hlær. Hann segist reyndar ekki vera búinn að hugsa málið alveg í gegn og þurfi að búa til eitthvað gott plan áður en haustlægðirnar koma. Ekki þurfi bara að huga að trampólínum þegar haustar. „Það eru reyndar einhver göt í löppunum sem ég gæti notað til að festa hann niður með sterkum tjaldhælum. En þetta er gríðarlega skemmtilegt.“Fékk heimsendingu Gunnar Páll segir að hann hafi samið við Costco um heimsendingu á gíraffanum, en gíraffinn kom þegar garðpartýið var hafið og var þá komið fyrir í garðinum. „Ég ætlaði að vera búinn að koma honum fyrir áður en partýið byrjaði en það tókst nú ekki. Það varð því smá „entrance“ þegar gíraffinn kom í miðri veislu. Það kom bros á alla og gekk vonum framar.“Hvað hvað er gíraffinn þungur?„Hann er nefnilega ekki svo þungur. Þetta er einhver léttmálmur. En það er annað sem ég á eftir að kanna, hvort þetta sé ryðfrír málmur. Þarf aðeins að huga að því líka. Ég stríddi nú aðeins tengdapabba fyrir veisluna þar sem ég sýndi honum frétt á netinu þar sem sagði að Costco-gíraffinn hafi verið seldur. Hann var hneykslaðist mikið og sagði „Þetta fólk er ekki í lagi“. Svo sá hann tengdasoninn nokkru síðar haldandi undir gíraffanum,“ segir Grunnar Páll og hlær. En hvernig er að vera maðurinn sem keypti Costco-gíraffann?„Ég var nú ekkert að hugsa um að fá einhverja athygli út á þetta fyrir utan þá í veislunni sjálfri. Eins og þú heyrir þá er ég ekki búinn að hugsa þetta allt út í gegn, en maður verður bara að taka því.“
Costco Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Fleiri fréttir Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Sjá meira