Þrýsta þurfi á Bandaríkjastjórn Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. júní 2017 18:43 Ari Trausti Guðmundsson. vísir/anton brink Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður VG, segir ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta dapra og kallar eftir viðbrögðum frá íslenskum stjórnvöldum. Þrýstingur á Bandaríkjastjórn gæti leitt til endurskoðunar. „Við eigum auðvitað að senda skýr skilaboð. Bæði íslenska ríkisstjórnin, íslenskir stjórnmálaflokkar og önnur samtök – samtök áhugafólks. Þau eiga að senda frá sér skýr skilaboð, það þarf að þrýsta á Bandaríkjastjórn að endurskoða þessar ákvarðanir og þó að menn hafi ákveðinn frest til að segja sig frá samkomulaginu þá eru þessar ákvarðanir Trump þess eðlis að þær fara að hafa áhrif strax á morgun,“ segir Ari Trausti í Reykjavík síðdegis. „Þó það sé í sjálfu sér ekki búið að loka samkomulaginu hvað Bandaríkin snertir þá gætu þau í sjálfu sér mildað þetta ef það kemur mikill þrýstingur innan frá í Bandaríkjunum,“ bætir Ari við. Þjóðarleiðtogar hafa í dag ítrekað stuðning sinn við sáttmálann en jafnframt lýst áhyggjum vegna ákvörðunarinnar. Þá eru umhverfisverndarsamtök sömuleiðis uggandi yfir ákvörðuninni. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, hefur tilkynnt um aukið samstarf Kína og ESB í loftslagsmálum og Narenda Modi, forsætisráðherra Indlands, hefur lýst yfir eindregnum stuðningi við sáttmálann. Slíkt hið sama hafa leiðtogar Frakklands, Bretlands, Þýska. lands og Rússlands gert. Þá hafa Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lýst því yfir að þau harmi ákvörðunina. Þau ákváðu í dag að tónlistarhúsið Harpa yrði böðuð grænum lit til að mótmæla gjörningi forsetans, og á sama tíma undirstrika mikilvægi þess að hér á landi verði ekki slegið slöku við að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Byggingar víða um heim hafa verið lýstar upp í grænum lit í mótmælaskyni. Tengdar fréttir Halda ótrauð áfram án Donalds Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að landið segi sig frá Parísarsamkomulaginu. Ber fyrir sig efnahagslegar byrðar. Evrópa og Kína undirbúa sameiginlega yfirlýsingu. 2. júní 2017 07:00 Svona bregðast bandarísku stórfyrirtækin við ákvörðun Trump Fjölmörg bandarísk stórfyrirtæki hafa lýst yfir andstöðu við ákvörðun Donald Trump að draga Bandaríkin út úr Parísarsamningnum um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum. 2. júní 2017 12:12 Tusk: ESB og Kínverjar efla samstarf sitt á sviði loftslagsmála frá deginum í dag Donald Tusk segir að Bandaríkjastjórn hafi gert "mikil mistök“ með því að draga sig úr Parísarsamningnum. 2. júní 2017 14:09 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Fleiri fréttir Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka Sjá meira
Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður VG, segir ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta dapra og kallar eftir viðbrögðum frá íslenskum stjórnvöldum. Þrýstingur á Bandaríkjastjórn gæti leitt til endurskoðunar. „Við eigum auðvitað að senda skýr skilaboð. Bæði íslenska ríkisstjórnin, íslenskir stjórnmálaflokkar og önnur samtök – samtök áhugafólks. Þau eiga að senda frá sér skýr skilaboð, það þarf að þrýsta á Bandaríkjastjórn að endurskoða þessar ákvarðanir og þó að menn hafi ákveðinn frest til að segja sig frá samkomulaginu þá eru þessar ákvarðanir Trump þess eðlis að þær fara að hafa áhrif strax á morgun,“ segir Ari Trausti í Reykjavík síðdegis. „Þó það sé í sjálfu sér ekki búið að loka samkomulaginu hvað Bandaríkin snertir þá gætu þau í sjálfu sér mildað þetta ef það kemur mikill þrýstingur innan frá í Bandaríkjunum,“ bætir Ari við. Þjóðarleiðtogar hafa í dag ítrekað stuðning sinn við sáttmálann en jafnframt lýst áhyggjum vegna ákvörðunarinnar. Þá eru umhverfisverndarsamtök sömuleiðis uggandi yfir ákvörðuninni. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, hefur tilkynnt um aukið samstarf Kína og ESB í loftslagsmálum og Narenda Modi, forsætisráðherra Indlands, hefur lýst yfir eindregnum stuðningi við sáttmálann. Slíkt hið sama hafa leiðtogar Frakklands, Bretlands, Þýska. lands og Rússlands gert. Þá hafa Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lýst því yfir að þau harmi ákvörðunina. Þau ákváðu í dag að tónlistarhúsið Harpa yrði böðuð grænum lit til að mótmæla gjörningi forsetans, og á sama tíma undirstrika mikilvægi þess að hér á landi verði ekki slegið slöku við að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Byggingar víða um heim hafa verið lýstar upp í grænum lit í mótmælaskyni.
Tengdar fréttir Halda ótrauð áfram án Donalds Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að landið segi sig frá Parísarsamkomulaginu. Ber fyrir sig efnahagslegar byrðar. Evrópa og Kína undirbúa sameiginlega yfirlýsingu. 2. júní 2017 07:00 Svona bregðast bandarísku stórfyrirtækin við ákvörðun Trump Fjölmörg bandarísk stórfyrirtæki hafa lýst yfir andstöðu við ákvörðun Donald Trump að draga Bandaríkin út úr Parísarsamningnum um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum. 2. júní 2017 12:12 Tusk: ESB og Kínverjar efla samstarf sitt á sviði loftslagsmála frá deginum í dag Donald Tusk segir að Bandaríkjastjórn hafi gert "mikil mistök“ með því að draga sig úr Parísarsamningnum. 2. júní 2017 14:09 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Fleiri fréttir Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka Sjá meira
Halda ótrauð áfram án Donalds Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að landið segi sig frá Parísarsamkomulaginu. Ber fyrir sig efnahagslegar byrðar. Evrópa og Kína undirbúa sameiginlega yfirlýsingu. 2. júní 2017 07:00
Svona bregðast bandarísku stórfyrirtækin við ákvörðun Trump Fjölmörg bandarísk stórfyrirtæki hafa lýst yfir andstöðu við ákvörðun Donald Trump að draga Bandaríkin út úr Parísarsamningnum um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum. 2. júní 2017 12:12
Tusk: ESB og Kínverjar efla samstarf sitt á sviði loftslagsmála frá deginum í dag Donald Tusk segir að Bandaríkjastjórn hafi gert "mikil mistök“ með því að draga sig úr Parísarsamningnum. 2. júní 2017 14:09