Óttarr Proppé, ertu ekki að hlusta? Sif Sigmarsdóttir skrifar 3. júní 2017 07:00 Á Facebook eru öll afkvæmi æðrulaus, öll ferðalög #hamingja og allir vinir bestir. Ég gæfi annan handlegginn fyrir að lesa eftirfarandi á Facebook: Þetta er Máni. Hann er tveggja ára í dag. Hann er skapstór vælukjói. Hann hóf daginn á bræðiskasti því gjafapappírinn utan um afmælisgjöfina hans var grænn en ekki blár. Í stað þess að blása á kertið á afmæliskökunni hrækti hann á hana. Hann gerir suma daga verri #kaltmat. Eða þessa: Kanarí er skítapleis. Ég trúi ekki að ég hafi tekið yfirdráttarlán til að borða vínarsnitsel með sand á milli tánna við hliðina á feitum Þjóðverja #óhamingja. Eða: Er á barnum með minni bestustu. Hvernig kem ég orðum að því að eina ástæðan fyrir því að við erum vinkonur er landafræði; við bjuggum báðar í Hlíðunum þegar við vorum sex. Ef ég þarf að hlusta einu sinni enn á söguna af því þegar hún kyssti Fjölni Þorgeirsson á Kaffibarnum árið 2004 mun ég stinga kokteil regnhlífinni í augað á henni #BFF. Facebook. Við vitum öll að samfélagsmiðlar endurspegla ekki raunveruleikann heldur óskhyggju, skáldaða útgáfu af okkur sjálfum þar sem við erum öll fyndin, flippuð, djúphugul og með mjótt mitti. En það er ekki aðeins á samfélagsmiðlum þar sem ímyndin er á skjön við raunveruleikann.Við dauðans dyr Það var snemma árs 2001 sem Chuck Schuldiner fór aftur að fá skerandi höfuðverki. Stuttu fyrr hafði virst sem allt væri á réttu róli. Chuck, forkólfur tónlistarstefnunnar dauðarokk, var farinn að semja tónlist aftur, spila með nýrri hljómsveit og taka upp plötu – þrekvirki í ljósi þess að ári fyrr hafði Chuck verið við dauðans dyr. Í janúar árið 2000 fjarlægðu læknar í New York æxli úr höfði hans. Chuck hafði ekki verið með heilbrigðistryggingu. Fjölskylda hans seldi aleiguna til að fjármagna læknismeðferðina. En æxlið kom aftur. Þótt Chuck hefði nú fjárfest í heilbrigðistryggingu neitaði vátryggingafélagið að borga fyrir læknismeðferð. Það sagði krabbameinið hafa verið komið þegar hann keypti vátrygginguna. Fjölskylda hans átti ekkert eftir til að selja. Að þessu sinni kom tónlistarsamfélagið Chuck til bjargar. Fjöldi frægra rokkhljómsveita, þar á meðal Red Hot Chili Peppers, gáfu muni sem seldir voru á uppboði til að fjármagna sjúkrahúskostnað Chuck. En í lok árs 2001 fékk Chuck óvænt lungnabólgu. Hann lést aðeins þrjátíu og fjögurra ára að aldri. Við Íslendingar lítum á samfélag okkar sem norrænt velferðarsamfélag með ókeypis mennta- og heilbrigðiskerfi. En rétt eins og á Facebook er ímyndin á skjön við raunveruleikann. Daður íslenskra stjórnvalda við einkarekstur á hinum ýmsu sviðum sem hingað til hafa verið á ábyrgð ríkisins er ekki í neinum takti við óskir almennings. Eitt skýrasta dæmið er ný könnun á viðhorfi fólks til heilbrigðiskerfisins. Íslenskt heilbrigðiskerfi hefur þróast í átt að auknum einkarekstri síðustu ár. Íslendingar virðast þó alls ekki kæra sig um einkarekið heilbrigðiskerfi. „Við erum að sjá þróun íslensks heilbrigðiskerfis sem gengur ekki í sömu átt og viðhorf almennings,“ sagði Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í heilsufélagsfræði við Háskóla Íslands, í viðtali í Fréttablaðinu. Samkvæmt könnun sem Rúnar gerði vilja 86 prósent Íslendinga að hið opinbera sjái um rekstur sjúkrahúsa. Og 92 prósent vilja að ríkið verji auknu fé til heilbrigðismála.Dýrt og lélegt Þrautaganga Chuck Schuldiner sýnir hve ómannúðlegt einkarekið heilbrigðiskerfi er. En kerfið er ekki aðeins ómannúðlegt. Það er líka óhagkvæmt og hættulegt. Samkvæmt rannsóknum er heilbrigðiskerfið í Bandaríkjunum það dýrasta í rekstri í heiminum en það lélegasta þegar kemur að lýðheilsu. Það er gjá milli þings og þjóðar, ímyndar og raunveruleika. Ókeypis heilbrigðiskerfi á ekki að vera óskhyggja, það á ekki að vera eins og öll mjóu mittin á Facebook, partur af brenglaðri sjálfsmynd, falsaðri glansmynd. Ókeypis og vel fjármagnað heilbrigðiskerfi á að vera raunveruleikinn sem við búum við. Það er skýr vilji fólksins. Óttarr Proppé, ertu ekkert að hlusta? Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun
Á Facebook eru öll afkvæmi æðrulaus, öll ferðalög #hamingja og allir vinir bestir. Ég gæfi annan handlegginn fyrir að lesa eftirfarandi á Facebook: Þetta er Máni. Hann er tveggja ára í dag. Hann er skapstór vælukjói. Hann hóf daginn á bræðiskasti því gjafapappírinn utan um afmælisgjöfina hans var grænn en ekki blár. Í stað þess að blása á kertið á afmæliskökunni hrækti hann á hana. Hann gerir suma daga verri #kaltmat. Eða þessa: Kanarí er skítapleis. Ég trúi ekki að ég hafi tekið yfirdráttarlán til að borða vínarsnitsel með sand á milli tánna við hliðina á feitum Þjóðverja #óhamingja. Eða: Er á barnum með minni bestustu. Hvernig kem ég orðum að því að eina ástæðan fyrir því að við erum vinkonur er landafræði; við bjuggum báðar í Hlíðunum þegar við vorum sex. Ef ég þarf að hlusta einu sinni enn á söguna af því þegar hún kyssti Fjölni Þorgeirsson á Kaffibarnum árið 2004 mun ég stinga kokteil regnhlífinni í augað á henni #BFF. Facebook. Við vitum öll að samfélagsmiðlar endurspegla ekki raunveruleikann heldur óskhyggju, skáldaða útgáfu af okkur sjálfum þar sem við erum öll fyndin, flippuð, djúphugul og með mjótt mitti. En það er ekki aðeins á samfélagsmiðlum þar sem ímyndin er á skjön við raunveruleikann.Við dauðans dyr Það var snemma árs 2001 sem Chuck Schuldiner fór aftur að fá skerandi höfuðverki. Stuttu fyrr hafði virst sem allt væri á réttu róli. Chuck, forkólfur tónlistarstefnunnar dauðarokk, var farinn að semja tónlist aftur, spila með nýrri hljómsveit og taka upp plötu – þrekvirki í ljósi þess að ári fyrr hafði Chuck verið við dauðans dyr. Í janúar árið 2000 fjarlægðu læknar í New York æxli úr höfði hans. Chuck hafði ekki verið með heilbrigðistryggingu. Fjölskylda hans seldi aleiguna til að fjármagna læknismeðferðina. En æxlið kom aftur. Þótt Chuck hefði nú fjárfest í heilbrigðistryggingu neitaði vátryggingafélagið að borga fyrir læknismeðferð. Það sagði krabbameinið hafa verið komið þegar hann keypti vátrygginguna. Fjölskylda hans átti ekkert eftir til að selja. Að þessu sinni kom tónlistarsamfélagið Chuck til bjargar. Fjöldi frægra rokkhljómsveita, þar á meðal Red Hot Chili Peppers, gáfu muni sem seldir voru á uppboði til að fjármagna sjúkrahúskostnað Chuck. En í lok árs 2001 fékk Chuck óvænt lungnabólgu. Hann lést aðeins þrjátíu og fjögurra ára að aldri. Við Íslendingar lítum á samfélag okkar sem norrænt velferðarsamfélag með ókeypis mennta- og heilbrigðiskerfi. En rétt eins og á Facebook er ímyndin á skjön við raunveruleikann. Daður íslenskra stjórnvalda við einkarekstur á hinum ýmsu sviðum sem hingað til hafa verið á ábyrgð ríkisins er ekki í neinum takti við óskir almennings. Eitt skýrasta dæmið er ný könnun á viðhorfi fólks til heilbrigðiskerfisins. Íslenskt heilbrigðiskerfi hefur þróast í átt að auknum einkarekstri síðustu ár. Íslendingar virðast þó alls ekki kæra sig um einkarekið heilbrigðiskerfi. „Við erum að sjá þróun íslensks heilbrigðiskerfis sem gengur ekki í sömu átt og viðhorf almennings,“ sagði Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í heilsufélagsfræði við Háskóla Íslands, í viðtali í Fréttablaðinu. Samkvæmt könnun sem Rúnar gerði vilja 86 prósent Íslendinga að hið opinbera sjái um rekstur sjúkrahúsa. Og 92 prósent vilja að ríkið verji auknu fé til heilbrigðismála.Dýrt og lélegt Þrautaganga Chuck Schuldiner sýnir hve ómannúðlegt einkarekið heilbrigðiskerfi er. En kerfið er ekki aðeins ómannúðlegt. Það er líka óhagkvæmt og hættulegt. Samkvæmt rannsóknum er heilbrigðiskerfið í Bandaríkjunum það dýrasta í rekstri í heiminum en það lélegasta þegar kemur að lýðheilsu. Það er gjá milli þings og þjóðar, ímyndar og raunveruleika. Ókeypis heilbrigðiskerfi á ekki að vera óskhyggja, það á ekki að vera eins og öll mjóu mittin á Facebook, partur af brenglaðri sjálfsmynd, falsaðri glansmynd. Ókeypis og vel fjármagnað heilbrigðiskerfi á að vera raunveruleikinn sem við búum við. Það er skýr vilji fólksins. Óttarr Proppé, ertu ekkert að hlusta? Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun