Fasteignamat á Húsavík hækkar um 42,2 prósent Heimir Már Pétursson skrifar 2. júní 2017 12:00 Vísir/pjetur Fasteignamat sem gildir fyrir næsta ár hækkar mest á Húsavík af öllum bæjarfélögum landsins eða um 42,2 prósent. Formaður Byggðaráðs segir vöxt í ferðaþjónustu og uppbygginguna á Bakka skýra þessa miklu hækkun. Meðaltalshækkun í sérbýli á höfuðborgarsvæðinu verður 17,5 prósent en 12,2 prósent utan þess. Fasteignamatið endurspeglar hækkun á markaðsverði húsnæðis á landinu. Fasteignamatið sem Þjóðskrá birti í morgun gildir fyrir árið 2018 og hækkar um 13,8 prósent á landinu öllu. Það segir hins vegar ekki alla söguna þar sem einstök svæði innan höfuðborgarsvæðisins hækka misjafnlega mikið og það sama á við svæði utan þess. Þannig er meðaltalshækkun sérbýlis í Reykjavík 17,5 prósent en 15,4 í fjölbýli. Mesta hækkun fasteignamats á höfuðborgarsvæðinu er í Blesugróf í Reykjavík eða 27,8 prósent og þá vekur athygli að matið í neðra Breiðholti hækkar um 21,5 prósent á meðan hækkunin í miðborginni er um 16 prósent. Af einstökum bæjum landsins á Húsavík, eða Norðurþing, metið þar sem fasteignamatið fyrir næsta ár hækkar um 42,2 prósent. Óli Halldórsson formaður Byggðaráðs Norðurþings segir ástæður þessarar hækkunar fleiri en ein.Farið hægar af stað en vonir stóðu til „Það er að byggjast upp starfsemi á Bakka. Þá hefur ferðaþjónustan verið að eflast mjög hratta á Húsavík og það er alveg ljóst að þessir tveir þættir eru kannski mest afgerandi í þessari hækkun á húsnæðisverði. Þar sem ferðaþjónustan bæði fyrir starfsfólk og kúnna pressar á húsnæðismarkaðinn en einnig auðvitað þessi uppbyggingartími á Bakka,“ segir Óli. Þó nokkur byggingaverkefni væru komin af stað eða í undirbúningi á Húsavík. „En ég neita því ekki að það hefur kannski farið hægar af stað en við vorum að vona. Ef til vill má segja að það hafi verið ákveðin varfærni í húsnæðismarkaðnum hér. Fólk brennt eftir hrun eða eitthvað þess háttar. Þannig að það hefur verið varfærni á húsnæðismarkaðnum og ekki mörg byggingarverkefni sem fóru strax af stað. En það er margt í pípunum og þegar komin af stað nokkur verkefni. Þannig að vonandi mun nú eitthvað létta á pressunni á þessu hjá okkur,“ segir Óli. Íbúum á Húsavík hefur fjölgað nokkuð á undanförnum árum en ferðaþjónustan kallar líka á tímabundið vinnuafl þegar mest er að gera. Óli segir Húsvíkinga bjartsýna nú tæpum áratug eftir hrun. „Já, ég held ég geti alveg sagt að það ríkir svona jákvæð stemming í sveitarfélaginu. Ekki hvað síst hér á Húsavík á meðan þessi uppgangstími, uppbyggingartími hefur verið. Það er bjartsýni hér og margt spennandi framundan hjá okkur,“ segir Óli Halldórsson. Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 13,8% frá yfirstandandi ári og verður 7.288 milljarðar króna, samkvæmt nýju fasteignamati fyrir árið 2018 sem Þjóððskrá Íslands birti í dag. Fasteignamatið hækkar á 98,3% eigna en lækkar á 1,7% eigna frá fyrra ári. Mest lesið „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Sjá meira
Fasteignamat sem gildir fyrir næsta ár hækkar mest á Húsavík af öllum bæjarfélögum landsins eða um 42,2 prósent. Formaður Byggðaráðs segir vöxt í ferðaþjónustu og uppbygginguna á Bakka skýra þessa miklu hækkun. Meðaltalshækkun í sérbýli á höfuðborgarsvæðinu verður 17,5 prósent en 12,2 prósent utan þess. Fasteignamatið endurspeglar hækkun á markaðsverði húsnæðis á landinu. Fasteignamatið sem Þjóðskrá birti í morgun gildir fyrir árið 2018 og hækkar um 13,8 prósent á landinu öllu. Það segir hins vegar ekki alla söguna þar sem einstök svæði innan höfuðborgarsvæðisins hækka misjafnlega mikið og það sama á við svæði utan þess. Þannig er meðaltalshækkun sérbýlis í Reykjavík 17,5 prósent en 15,4 í fjölbýli. Mesta hækkun fasteignamats á höfuðborgarsvæðinu er í Blesugróf í Reykjavík eða 27,8 prósent og þá vekur athygli að matið í neðra Breiðholti hækkar um 21,5 prósent á meðan hækkunin í miðborginni er um 16 prósent. Af einstökum bæjum landsins á Húsavík, eða Norðurþing, metið þar sem fasteignamatið fyrir næsta ár hækkar um 42,2 prósent. Óli Halldórsson formaður Byggðaráðs Norðurþings segir ástæður þessarar hækkunar fleiri en ein.Farið hægar af stað en vonir stóðu til „Það er að byggjast upp starfsemi á Bakka. Þá hefur ferðaþjónustan verið að eflast mjög hratta á Húsavík og það er alveg ljóst að þessir tveir þættir eru kannski mest afgerandi í þessari hækkun á húsnæðisverði. Þar sem ferðaþjónustan bæði fyrir starfsfólk og kúnna pressar á húsnæðismarkaðinn en einnig auðvitað þessi uppbyggingartími á Bakka,“ segir Óli. Þó nokkur byggingaverkefni væru komin af stað eða í undirbúningi á Húsavík. „En ég neita því ekki að það hefur kannski farið hægar af stað en við vorum að vona. Ef til vill má segja að það hafi verið ákveðin varfærni í húsnæðismarkaðnum hér. Fólk brennt eftir hrun eða eitthvað þess háttar. Þannig að það hefur verið varfærni á húsnæðismarkaðnum og ekki mörg byggingarverkefni sem fóru strax af stað. En það er margt í pípunum og þegar komin af stað nokkur verkefni. Þannig að vonandi mun nú eitthvað létta á pressunni á þessu hjá okkur,“ segir Óli. Íbúum á Húsavík hefur fjölgað nokkuð á undanförnum árum en ferðaþjónustan kallar líka á tímabundið vinnuafl þegar mest er að gera. Óli segir Húsvíkinga bjartsýna nú tæpum áratug eftir hrun. „Já, ég held ég geti alveg sagt að það ríkir svona jákvæð stemming í sveitarfélaginu. Ekki hvað síst hér á Húsavík á meðan þessi uppgangstími, uppbyggingartími hefur verið. Það er bjartsýni hér og margt spennandi framundan hjá okkur,“ segir Óli Halldórsson. Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 13,8% frá yfirstandandi ári og verður 7.288 milljarðar króna, samkvæmt nýju fasteignamati fyrir árið 2018 sem Þjóððskrá Íslands birti í dag. Fasteignamatið hækkar á 98,3% eigna en lækkar á 1,7% eigna frá fyrra ári.
Mest lesið „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Sjá meira