Janet Yellen með nýtt og lægra verðbólgumarkmið Lars Christensen skrifar 14. júní 2017 07:00 Í dag, miðvikudag, mun Seðlabanki Bandaríkjanna tilkynna stýrivaxtaákvörðun sína og fjármálamarkaðir gera ráð fyrir annarri 0,25% vaxtahækkun. Þar sem markaðir hafa þegar tekið þessa hækkun inn í verðlagið er ólíklegt að hækkunin sjálf hafi mikil áhrif á fjármálamarkaði eða á bandarískt efnahagslíf. Þessi áhrif eru þegar komin fram. En það þýðir ekki að stýrivaxtahækkunin sé ekki þýðingarmikil. Raunar felast skýr merki í vaxtahækkuninni um að Janet Yellen seðlabankastjóri hafi í raun lækkað raunverulegt verðbólgumarkmið Seðlabankans niður í um 1,7% í stað hins opinbera 2% verðbólgumarkmiðs. Af hverju er það? Af hverju 1,7%? Af því að það er það sem búist er við að verðbólga í Bandaríkjunum verði næstu tvö til þrjú ár. Staðreyndin er sú að verðbólguvæntingar hafa stöðugt verið undir 2% síðan Janet Yellen varð seðlabankastjóri í febrúar 2014 og við höfum séð verðbólguvæntingar lækka enn frekar eftir stýrivaxtahækkun Seðlabankans í mars. Þannig er Yellen í raun að segja okkur, með því að hækka stýrivextina, að henni sé í raun sama þótt verðbólga í Bandaríkjunum verði áfram undir verðbólgumarkmiðinu. Að sumu leyti má segja að vandamál Seðlabanka Bandaríkjanna sé andstætt vandamáli Seðlabanka Íslands. Seðlabanki Íslands lækkar stýrivexti þegar hann ætti í rauninni að hækka stýrivexti og Seðlabanki Bandaríkjanna gerir hið gagnstæða – hann ætti að lækka vexti í dag í staðinn fyrir að hækka þá. Þessi stefnumistök hafa í för með sér veigamikinn kostnað – þau draga úr trúverðugleika verðbólgumarkmiða bandaríska og íslenska seðlabankans og það hefur alvarlegar afleiðingar til lengri tíma litið þar sem báðir seðlabankarnir verða að bregðast við af meiri hörku til að koma verðbólgunni aftur að verðbólgumarkmiðunum þegar fram í sækir. Þar af leiðandi er líklegra að verðbólguvæntingar byrji að færast neðar í Bandaríkjunum þar sem markaðsaðilar munu með réttu eða röngu álykta að seðlabankanum sé í raun sama um verðbólgumarkmið sitt. Þótt ég telji nú að Seðlabanki Bandaríkjanna muni hækka stýrivexti sína þá tel ég það vera mistök. Þetta eru ekki stór mistök en þetta verður enn ein staðfesting þess að Janet Yellen sé ekki alvara með að ná 2% verðbólgumarkmiðinu og þetta vandamál mun vaxa á meðan Seðlabanki Bandaríkjanna leyfir verðbólguvæntingunum að halda áfram að mjakast niður á við. Þetta þýðir líka að þegar næsti neikvæði skellur verður í bandaríska hagkerfinu verður erfiðara fyrir seðlabankann að sporna gegn honum. Það er þversagnakennt að ákafi Seðlabanka Bandaríkjanna í að hækka stýrivexti mun að öllum líkindum valda því að ávöxtun skuldabréfa verði lægri en annars hefði orðið þar sem ávöxtun skuldabréfa endurspeglar hagvöxt og verðbólguvæntingar. Þannig að ef seðlabankinn vill endilega „færa hlutina í eðlilegt horf“ ætti hann að styðja miklu betur við 2% verðbólgu og gera það sem til þarf til að færa verðbólguvæntingar að 2% í stað þess að hækka stýrivexti of snemma.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun
Í dag, miðvikudag, mun Seðlabanki Bandaríkjanna tilkynna stýrivaxtaákvörðun sína og fjármálamarkaðir gera ráð fyrir annarri 0,25% vaxtahækkun. Þar sem markaðir hafa þegar tekið þessa hækkun inn í verðlagið er ólíklegt að hækkunin sjálf hafi mikil áhrif á fjármálamarkaði eða á bandarískt efnahagslíf. Þessi áhrif eru þegar komin fram. En það þýðir ekki að stýrivaxtahækkunin sé ekki þýðingarmikil. Raunar felast skýr merki í vaxtahækkuninni um að Janet Yellen seðlabankastjóri hafi í raun lækkað raunverulegt verðbólgumarkmið Seðlabankans niður í um 1,7% í stað hins opinbera 2% verðbólgumarkmiðs. Af hverju er það? Af hverju 1,7%? Af því að það er það sem búist er við að verðbólga í Bandaríkjunum verði næstu tvö til þrjú ár. Staðreyndin er sú að verðbólguvæntingar hafa stöðugt verið undir 2% síðan Janet Yellen varð seðlabankastjóri í febrúar 2014 og við höfum séð verðbólguvæntingar lækka enn frekar eftir stýrivaxtahækkun Seðlabankans í mars. Þannig er Yellen í raun að segja okkur, með því að hækka stýrivextina, að henni sé í raun sama þótt verðbólga í Bandaríkjunum verði áfram undir verðbólgumarkmiðinu. Að sumu leyti má segja að vandamál Seðlabanka Bandaríkjanna sé andstætt vandamáli Seðlabanka Íslands. Seðlabanki Íslands lækkar stýrivexti þegar hann ætti í rauninni að hækka stýrivexti og Seðlabanki Bandaríkjanna gerir hið gagnstæða – hann ætti að lækka vexti í dag í staðinn fyrir að hækka þá. Þessi stefnumistök hafa í för með sér veigamikinn kostnað – þau draga úr trúverðugleika verðbólgumarkmiða bandaríska og íslenska seðlabankans og það hefur alvarlegar afleiðingar til lengri tíma litið þar sem báðir seðlabankarnir verða að bregðast við af meiri hörku til að koma verðbólgunni aftur að verðbólgumarkmiðunum þegar fram í sækir. Þar af leiðandi er líklegra að verðbólguvæntingar byrji að færast neðar í Bandaríkjunum þar sem markaðsaðilar munu með réttu eða röngu álykta að seðlabankanum sé í raun sama um verðbólgumarkmið sitt. Þótt ég telji nú að Seðlabanki Bandaríkjanna muni hækka stýrivexti sína þá tel ég það vera mistök. Þetta eru ekki stór mistök en þetta verður enn ein staðfesting þess að Janet Yellen sé ekki alvara með að ná 2% verðbólgumarkmiðinu og þetta vandamál mun vaxa á meðan Seðlabanki Bandaríkjanna leyfir verðbólguvæntingunum að halda áfram að mjakast niður á við. Þetta þýðir líka að þegar næsti neikvæði skellur verður í bandaríska hagkerfinu verður erfiðara fyrir seðlabankann að sporna gegn honum. Það er þversagnakennt að ákafi Seðlabanka Bandaríkjanna í að hækka stýrivexti mun að öllum líkindum valda því að ávöxtun skuldabréfa verði lægri en annars hefði orðið þar sem ávöxtun skuldabréfa endurspeglar hagvöxt og verðbólguvæntingar. Þannig að ef seðlabankinn vill endilega „færa hlutina í eðlilegt horf“ ætti hann að styðja miklu betur við 2% verðbólgu og gera það sem til þarf til að færa verðbólguvæntingar að 2% í stað þess að hækka stýrivexti of snemma.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun