Hafa nostrað við hvern fermetra Guðný Hrönn skrifar 10. júní 2017 10:00 María Gomez og eiginmaður hennar, Ragnar Már Reynisson, eiga afar fallegt heimili. VÍSIR/ANTON BRINK Bloggarinn María Gomez býr ásamt eiginmanni sínum og fjórum börnum þeirra í glæsilegu húsi á Álftanesi. Húsið hafa þau verið að taka í gegn frá a til ö síðan þau fluttu inn og útkoman er afar flott. „Fyrir ári þurftum við að stækka við okkur þar sem það bættist mjög ört í barnahópinn en við eignuðumst börn árin 2013, 2014 og 2015. Fyrir áttum við stelpu fædda 1999 og var þessi stóra viðbót hálfgert áfall fyrir hana sem var einbirni í 13 ár,“ segir María. Upphaflegt plan var að flytja í Garðabæinn en hlutirnir þróuðust og fjölskyldan endaði á að kaupa hús á Álftanesi. „Úr varð að við keyptum þetta hús sem við svo gerðum alveg upp frá a til ö á mjög skynsaman og hagkvæman hátt. Allt var selt sem hægt var að selja og það nýtt sem hægt var að nýta og betrumbæta. Í dag gæti ég ekki verið ánægðari með að hafa keypt hér á Álftanesinu og líður okkur mjög vel hérna og í húsinu,“ segir María sem heldur úti blogginu paz.is. Þar bloggar hún m.a. um heimili og hönnun. Bláa hrærivélin setur skemmtilegan svip á eldhúsið.VÍSIR/ANTON BRINKHugmyndin að blogginu kviknaði hjá Maríu þegar hún var sjálf að skoða erlend blogg í leit að hugmyndum fyrir nýja heimilið. „Þá langaði mig að fara að blogga um breytingarnar á húsinu okkar til að miðla til fólks hugmyndum og hvernig fara skal að í framkvæmdum. Ég gekk með blogghugmyndina í maganum í heilt ár áður en ég lét tilleiðast og stofnaði bloggið paz.is í apríl,“ segir María. Þess má geta að heiti bloggsins er vísun í nafn ömmu hennar. „Nafnið Paz er nafnið á spænsku ömmu minni og mér fannst það passa flott fyrir vefinn en ég kem einnig inn á spænska menningu og mat á blogginu.“ Spurð út í stílinn sem einkennir heimilið segir María: „Hann er klárlega skandinavískur með hlýlegu ívafi. Ég er með mikið af ljósum húsgögnum og er mikið fyrir gærur, plaköt, teppi og púða. Svo finnst mér æðislegt að vera með plöntur til að lífga upp á heimilið. En það er alveg á mörkunum að vera orðið of mikið af þeim hér á heimilinu.“Grænar plöntur er að finna víða á heimilinu.VÍSIR/ANTON BRINKMaría á erfitt með að velja uppáhaldsrýmið sitt en það fyrsta sem kemur upp í hugann er hjónaherbergið, það rými er hún búin að nostra mikið við.„Svo er ég líka mjög ánægð með útkomuna á barnaherbergjunum svo það er alveg smá erfitt að velja. Ætli sólstofan sé ekki samt í mestu uppáhaldi.“ María kaupir húsgögn og stofustáss úr öllum áttum. „Ég er alls ekkert föst við einhverja eina verslun. Húsgögnin í borðstofunni eru t.d. úr Pennanum og Ilva en ég hef verslað soldið mikið í Ilva og er mjög ánægð með þjónustuna þar. Svo eru innanstokksmunir héðan og þaðan. Meðal annars úr Pennanum, Epal og Söstrene Grene. Myndir og plaköt hef ég bæði verið að panta af netinu og kaupa hjá Reykjavík Bútik.“ María er handlagin og hefur gaman af því að dunda sér þegar kemur að heimilinu. „Ég gerði borðplöturnar í eldhúsinu sjálf en þær málaði ég eins og marmara. Ég skrifað færslu um það á blogginu hvernig á að gera það frá a til ö. Ég reyni síðan að púkka upp á hluti sem mig langar að gefa nýtt líf. Við notum t.d. sprey mjög mikið til að gefa hlutum nýtt útlit og spreyjuðum t.d. blómapotta, myndaramma, hreindýrahausinn okkar og margt fleira,“ segir María að lokum. Áhugasamir finna Instagram-síðu bloggs Maríu undir notendanafninu Paz.is. Hurðarhúnarnir áttu að fara í ruslið en María og Ragnar ákváðu svo að spreyja þá svarta og þetta er útkoman.VÍSIR/ANTON BRINKGrátt, svart og fölbleikt einkennir svefnherbergi hjónanna.VÍSIR/ANTON BRINKFrönsku hurðarnar í stofunni eru í miklu uppáhaldi hjá fjölskyldunni en Maríu hafði dreymt um svona hurðar í mörg ár.VÍSIR/ANTON BRINKFagurkerum er bent á að skoða Instagram-síðuna sem María heldur úti, notandanafnið er paz.is.VÍSIR/ANTON BRINKEitt af nokkrum barnaherbergjum heimilisins.VÍSIR/ANTON BRINKSkópör, ljósmyndir og grænar plöntur spila skemmtilega saman í þessu horni.VÍSIR/ANTON BRINK Hús og heimili Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Sjá meira
Bloggarinn María Gomez býr ásamt eiginmanni sínum og fjórum börnum þeirra í glæsilegu húsi á Álftanesi. Húsið hafa þau verið að taka í gegn frá a til ö síðan þau fluttu inn og útkoman er afar flott. „Fyrir ári þurftum við að stækka við okkur þar sem það bættist mjög ört í barnahópinn en við eignuðumst börn árin 2013, 2014 og 2015. Fyrir áttum við stelpu fædda 1999 og var þessi stóra viðbót hálfgert áfall fyrir hana sem var einbirni í 13 ár,“ segir María. Upphaflegt plan var að flytja í Garðabæinn en hlutirnir þróuðust og fjölskyldan endaði á að kaupa hús á Álftanesi. „Úr varð að við keyptum þetta hús sem við svo gerðum alveg upp frá a til ö á mjög skynsaman og hagkvæman hátt. Allt var selt sem hægt var að selja og það nýtt sem hægt var að nýta og betrumbæta. Í dag gæti ég ekki verið ánægðari með að hafa keypt hér á Álftanesinu og líður okkur mjög vel hérna og í húsinu,“ segir María sem heldur úti blogginu paz.is. Þar bloggar hún m.a. um heimili og hönnun. Bláa hrærivélin setur skemmtilegan svip á eldhúsið.VÍSIR/ANTON BRINKHugmyndin að blogginu kviknaði hjá Maríu þegar hún var sjálf að skoða erlend blogg í leit að hugmyndum fyrir nýja heimilið. „Þá langaði mig að fara að blogga um breytingarnar á húsinu okkar til að miðla til fólks hugmyndum og hvernig fara skal að í framkvæmdum. Ég gekk með blogghugmyndina í maganum í heilt ár áður en ég lét tilleiðast og stofnaði bloggið paz.is í apríl,“ segir María. Þess má geta að heiti bloggsins er vísun í nafn ömmu hennar. „Nafnið Paz er nafnið á spænsku ömmu minni og mér fannst það passa flott fyrir vefinn en ég kem einnig inn á spænska menningu og mat á blogginu.“ Spurð út í stílinn sem einkennir heimilið segir María: „Hann er klárlega skandinavískur með hlýlegu ívafi. Ég er með mikið af ljósum húsgögnum og er mikið fyrir gærur, plaköt, teppi og púða. Svo finnst mér æðislegt að vera með plöntur til að lífga upp á heimilið. En það er alveg á mörkunum að vera orðið of mikið af þeim hér á heimilinu.“Grænar plöntur er að finna víða á heimilinu.VÍSIR/ANTON BRINKMaría á erfitt með að velja uppáhaldsrýmið sitt en það fyrsta sem kemur upp í hugann er hjónaherbergið, það rými er hún búin að nostra mikið við.„Svo er ég líka mjög ánægð með útkomuna á barnaherbergjunum svo það er alveg smá erfitt að velja. Ætli sólstofan sé ekki samt í mestu uppáhaldi.“ María kaupir húsgögn og stofustáss úr öllum áttum. „Ég er alls ekkert föst við einhverja eina verslun. Húsgögnin í borðstofunni eru t.d. úr Pennanum og Ilva en ég hef verslað soldið mikið í Ilva og er mjög ánægð með þjónustuna þar. Svo eru innanstokksmunir héðan og þaðan. Meðal annars úr Pennanum, Epal og Söstrene Grene. Myndir og plaköt hef ég bæði verið að panta af netinu og kaupa hjá Reykjavík Bútik.“ María er handlagin og hefur gaman af því að dunda sér þegar kemur að heimilinu. „Ég gerði borðplöturnar í eldhúsinu sjálf en þær málaði ég eins og marmara. Ég skrifað færslu um það á blogginu hvernig á að gera það frá a til ö. Ég reyni síðan að púkka upp á hluti sem mig langar að gefa nýtt líf. Við notum t.d. sprey mjög mikið til að gefa hlutum nýtt útlit og spreyjuðum t.d. blómapotta, myndaramma, hreindýrahausinn okkar og margt fleira,“ segir María að lokum. Áhugasamir finna Instagram-síðu bloggs Maríu undir notendanafninu Paz.is. Hurðarhúnarnir áttu að fara í ruslið en María og Ragnar ákváðu svo að spreyja þá svarta og þetta er útkoman.VÍSIR/ANTON BRINKGrátt, svart og fölbleikt einkennir svefnherbergi hjónanna.VÍSIR/ANTON BRINKFrönsku hurðarnar í stofunni eru í miklu uppáhaldi hjá fjölskyldunni en Maríu hafði dreymt um svona hurðar í mörg ár.VÍSIR/ANTON BRINKFagurkerum er bent á að skoða Instagram-síðuna sem María heldur úti, notandanafnið er paz.is.VÍSIR/ANTON BRINKEitt af nokkrum barnaherbergjum heimilisins.VÍSIR/ANTON BRINKSkópör, ljósmyndir og grænar plöntur spila skemmtilega saman í þessu horni.VÍSIR/ANTON BRINK
Hús og heimili Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Sjá meira