Reyndi að fá freknur með sigti Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 29. júní 2017 10:00 Guðrún Ýr heldur mikið upp á Adidas-merkið og klæðist því við öll möguleg tækifæri. MYND/ERNIR Mosfellska mærin Guðrún Ýr Eyfjörð er töff týpa sem missteig sig þó aðeins á fermingardaginn. Hún kallar sig GDRN að sviðsnafni, menntar sig í djassi og vekur nú athygli fyrir smellinn sinn, Ein.Hvaða mann hefur Guðrún Ýr að geyma? Hún er listræn og yfirveguð og með ágæta kímnigáfu.Hver er fyrsta minning þín um tísku og útlit? Mér fannst ótrúlega flott að vera með freknur þegar ég var yngri en var því miður ekki svo heppin að fá þær. Ég ákvað þá að taka til minna ráða, fann mér sigti og lagðist í sólbað úti í garði í von um að ég gæti nælt mér í nokkrar freknur. Því miður virkaði það ekki sem skyldi, og ég er enn alveg freknulaus.Hvernig er stíllinn þinn? Hann er töff en líka stílhreinn. Svona „Prikið meets París“.Hvað er það fyrsta sem þú tekur eftir í fari annarra kvenna? Ég tek fyrst og fremst eftir viðmóti þeirra og því þegar konur eru ákveðnar í fasi og vita hvað þær vilja. Mér finnst það flottur eiginleiki.Áttu flík eða skart sem þú klæðist úr fataskáp formæðra þinna? Ég fékk lánaða (stal) gullkeðju frá mömmu sem hún fékk í útskriftargjöf þegar hún útskrifaðist úr menntaskóla. Ég held mikið upp á þetta hálsmen og það passar líka við allt. Guðrúnu Ýr finnst hún alltaf vera fín í loðjakkanum úr Urban Outfitters.MYND/ERNIRÍ hverju ertu fínust? Ég er alltaf fín í svarthvíta loðjakkanum mínum.Áttu þér veikleika þegar kemur að tísku? Já, ég er veik fyrir fallegu skarti og flottum skóm.Nýjasta flíkin og fylgihluturinn? Tískuvarningur getur leynst víða. Þannig keypti ég splunkuný, blá sólgleraugu í 10/11 um daginn og skjannahvíta FILA-skó í Lundúnaborg.Stærsta tískuklúðrið? Ég held að ekkert tískuklúður muni toppa mosagræna fermingarkjólinn minn og svörtu ermarnar sem fylgdu með. Ég ákvað líka að fá mér 60’s-greiðslu með týpísku fermingarslöngulokkunum og skil ekki enn af hverju enginn stoppaði mig af og sagði mér að þetta væri ekki málið!Hvað er ómissandi í snyrtibuddunni? Naglaklippur.Röndóttu buxurnar keypti Guðrún Ýr á fatamarkaðinum Loftinu í Bankastræti. Gallajakkinn er vintage-jakki sem hún gróf upp í Kolaportinu.MYND/ERNIRFlottasta kona í heimi? Amma mín og nafna var flottasta kona í heimi. Hún var ótrúlega töff, saumaði öll sín föt sjálf og líka á börnin sín.Besta bjútíráðið?Allavega ekki að notast við sigti til að fá freknur!Hvað er fram undan? Ég er á fullu í tónlist, nýbúin að gefa út lagið mitt „Ein“ og á leið að gefa út meira af eigin efni á næstunni undir nafninu GDRN. Ég læri djasssöng og djasspíanó í tónlistarskóla FÍH, eftir að hafa stundað klassískt fiðlunám í meira en áratug. Mig langaði að prófa eitthvað nýtt og ákvað að söðla yfir í djassinn og sé ekki eftir því.Hvaðan koma lagasmíðarnar til þín? Þær koma úr öllum áttum, þegar ég keyri, horfi á mynd eða jafnvel í ræktinni. Þá kemur oftar en ekki upp setning sem mér finnst sniðug og ég vinn út frá þeirri hugmynd.Um hvað er „Ein“? Lagið er um þrá fyrir staðfestingu og viðurkenningu einhvers en innst inni leynist vitneskja um að það muni ekki gerast.Fylgstu með Guðrúnu Ýr á instagram.com/gdrnmusic og hlustaðu á nýja lagið Ein á Spotify undir GDRN. Tónlist Mest lesið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Fleiri fréttir Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Mosfellska mærin Guðrún Ýr Eyfjörð er töff týpa sem missteig sig þó aðeins á fermingardaginn. Hún kallar sig GDRN að sviðsnafni, menntar sig í djassi og vekur nú athygli fyrir smellinn sinn, Ein.Hvaða mann hefur Guðrún Ýr að geyma? Hún er listræn og yfirveguð og með ágæta kímnigáfu.Hver er fyrsta minning þín um tísku og útlit? Mér fannst ótrúlega flott að vera með freknur þegar ég var yngri en var því miður ekki svo heppin að fá þær. Ég ákvað þá að taka til minna ráða, fann mér sigti og lagðist í sólbað úti í garði í von um að ég gæti nælt mér í nokkrar freknur. Því miður virkaði það ekki sem skyldi, og ég er enn alveg freknulaus.Hvernig er stíllinn þinn? Hann er töff en líka stílhreinn. Svona „Prikið meets París“.Hvað er það fyrsta sem þú tekur eftir í fari annarra kvenna? Ég tek fyrst og fremst eftir viðmóti þeirra og því þegar konur eru ákveðnar í fasi og vita hvað þær vilja. Mér finnst það flottur eiginleiki.Áttu flík eða skart sem þú klæðist úr fataskáp formæðra þinna? Ég fékk lánaða (stal) gullkeðju frá mömmu sem hún fékk í útskriftargjöf þegar hún útskrifaðist úr menntaskóla. Ég held mikið upp á þetta hálsmen og það passar líka við allt. Guðrúnu Ýr finnst hún alltaf vera fín í loðjakkanum úr Urban Outfitters.MYND/ERNIRÍ hverju ertu fínust? Ég er alltaf fín í svarthvíta loðjakkanum mínum.Áttu þér veikleika þegar kemur að tísku? Já, ég er veik fyrir fallegu skarti og flottum skóm.Nýjasta flíkin og fylgihluturinn? Tískuvarningur getur leynst víða. Þannig keypti ég splunkuný, blá sólgleraugu í 10/11 um daginn og skjannahvíta FILA-skó í Lundúnaborg.Stærsta tískuklúðrið? Ég held að ekkert tískuklúður muni toppa mosagræna fermingarkjólinn minn og svörtu ermarnar sem fylgdu með. Ég ákvað líka að fá mér 60’s-greiðslu með týpísku fermingarslöngulokkunum og skil ekki enn af hverju enginn stoppaði mig af og sagði mér að þetta væri ekki málið!Hvað er ómissandi í snyrtibuddunni? Naglaklippur.Röndóttu buxurnar keypti Guðrún Ýr á fatamarkaðinum Loftinu í Bankastræti. Gallajakkinn er vintage-jakki sem hún gróf upp í Kolaportinu.MYND/ERNIRFlottasta kona í heimi? Amma mín og nafna var flottasta kona í heimi. Hún var ótrúlega töff, saumaði öll sín föt sjálf og líka á börnin sín.Besta bjútíráðið?Allavega ekki að notast við sigti til að fá freknur!Hvað er fram undan? Ég er á fullu í tónlist, nýbúin að gefa út lagið mitt „Ein“ og á leið að gefa út meira af eigin efni á næstunni undir nafninu GDRN. Ég læri djasssöng og djasspíanó í tónlistarskóla FÍH, eftir að hafa stundað klassískt fiðlunám í meira en áratug. Mig langaði að prófa eitthvað nýtt og ákvað að söðla yfir í djassinn og sé ekki eftir því.Hvaðan koma lagasmíðarnar til þín? Þær koma úr öllum áttum, þegar ég keyri, horfi á mynd eða jafnvel í ræktinni. Þá kemur oftar en ekki upp setning sem mér finnst sniðug og ég vinn út frá þeirri hugmynd.Um hvað er „Ein“? Lagið er um þrá fyrir staðfestingu og viðurkenningu einhvers en innst inni leynist vitneskja um að það muni ekki gerast.Fylgstu með Guðrúnu Ýr á instagram.com/gdrnmusic og hlustaðu á nýja lagið Ein á Spotify undir GDRN.
Tónlist Mest lesið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Fleiri fréttir Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira