1500 krónur fyrir skoðunarferð um Hörpu: Húsið farið að minna á umferðarmiðstöð Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 27. júní 2017 17:00 Fyrstu skoðunarferðirnar um húsið eru klukkan tíu á morgnanna og eru á klukutíma fresti til klukkan fimm á daginn. Vísir/Eyþór Fólki býðst nú að fara í skipulagðar skoðunarferðir gegn gjaldi upp á efri hæðir tónlistar- og menningarhússins Hörpu. Efri hæðirnar eru nú ekki aðgengilegar öðrum en þeim sem borga fyrir slíkar ferðir eða eiga erindi á einhverskonar viðburð. Um er að ræða tilraunaverkefni og verður ákvörðun tekin í haust um hvort áfram verði boðið upp á slíkar ferðir. „Ég held að þetta tíðkist nú í flestum húsum sem teljast áhugaverð, þá er ég að tala um menningarhús og tónlistarhús, sem hafa eitthvað áhugavert að sýna og það sannarlega á við um Hörpu,“ segir Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, í samtali við Vísi. „Þetta er liður í því að taka hóflegt gjald fyrir góða þjónustu og það að fólk fari úr húsinu með meiri upplýsingar og meiri þekkingu á því fyrir hvað það stendur.“ Fólki býðst að fara í skipulagðar skoðunarferðir upp á hæðir hússins og skoða salina, þá sérstaklega Eldborg. Leiðsögn er innifalin í ferðunum þar sem sagt er frá tilurð hússins og hönnun, sögu þess og starfsemi. Ferðirnar kosta 1.500 krónur og eru á klukkutíma fresti. Hver ferð er um þrjátíu mínútur og gestum gefst svo svigrúm til að skoða sig um og taka myndir. Fyrstu ferðir hefjast klukkan tíu á morgnanna og sú síðasta er klukkan fimm á daginn.Umkvartanir vegna fjölda ferðamanna Svanhildur segir að ferðirnar séu liður í því að koma til móts við þann fjölda erlendra ferðamanna sem heimsækja húsið á hverjum degi en þær muni ekki hafa nein áhrif á gesti sem sækja viðburði eða veitingastaði hússins. „Hér koma kannski 3000 manns á dag og oft koma heilu holskeflurnar af fólki. Eins og ég segi þá tökum við öllum gestum fagnandi en á tilteknum dögum var húsið farið að minna á umferðarmiðstöð. Það var farið að hafa áhrif á gæðin og upplifun gesta og við fengum fjölmargar umkvartanir vegna þess.“Efri hæðir Hörpu eru ekki aðgengilegar fólki nema það eigi þangað sérstakt erindi eða hafi borgað fyrir skoðunarferð.Vísir/EyþórTaprekstur Hörpu frá árinu 2011 til 2015 nam rúmum 2,6 milljörðum króna. Aðspurð segir Svanhildur að gjaldtakan sé einn liður til að auka tekjur hússins. „Í samhengi við rekstrarstöðu hússins þá er það alveg klárt að við erum að horfa á allar góðar hugmyndir til að auka tekjur hússins og draga úr kostnaði. Þetta er einn liður, þetta er sannarlega ekki stór liður í því en þetta telur allt. Það væri ábyrgðarleysi af okkar hálfu, af hálfu stjórnenda hússins, að líta ekki til þess að taka eðlilegt endurgjald fyrir þá þjónustu sem er veitt í húsinu.“ Um er að ræða tilraunaverkefni sem verður í allt sumar og hófst þann 19. júní síðastliðinn. Í haust mun svo verða tekin ákvörðun um hvort þessu verður haldið áfram. „Það fer mjög vel af stað. Við erum að vanda okkur mjög mikið við þetta og viljum gera þetta mjög vel. Við áttum okkur alveg á því að einhverjir kunna að hafa aðrar skoðanir á þessu en við eða telja einhverja annmarka á þessu en það er bara eins og það er. Við höfum ekki rekist á neitt á þessum tíma sem er neikvætt. Það eru bara mismunandi sjónarmið en mjög lítið um það að fólk hafi gert við þetta athugasemdir í okkar eyru.“ Tengdar fréttir Harpa þarf hundruð milljóna til viðbótar Að óbreyttu mun Harpa áfram þurfa hundruð milljóna í rekstrarframlög frá ríki og borg. Hefur fengið 700 milljónir frá árinu 2013. Stjórnendur hússins hafa að undanförnu rætt við eigendurna um framtíðina. 17. maí 2017 05:00 Harpa rukkar fyrir klósettferðir gesta Brögð að því að ferðamenn fari í Hörpu gagngert til að nota klósettið. 16. júní 2017 17:04 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Fleiri fréttir Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Sjá meira
Fólki býðst nú að fara í skipulagðar skoðunarferðir gegn gjaldi upp á efri hæðir tónlistar- og menningarhússins Hörpu. Efri hæðirnar eru nú ekki aðgengilegar öðrum en þeim sem borga fyrir slíkar ferðir eða eiga erindi á einhverskonar viðburð. Um er að ræða tilraunaverkefni og verður ákvörðun tekin í haust um hvort áfram verði boðið upp á slíkar ferðir. „Ég held að þetta tíðkist nú í flestum húsum sem teljast áhugaverð, þá er ég að tala um menningarhús og tónlistarhús, sem hafa eitthvað áhugavert að sýna og það sannarlega á við um Hörpu,“ segir Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, í samtali við Vísi. „Þetta er liður í því að taka hóflegt gjald fyrir góða þjónustu og það að fólk fari úr húsinu með meiri upplýsingar og meiri þekkingu á því fyrir hvað það stendur.“ Fólki býðst að fara í skipulagðar skoðunarferðir upp á hæðir hússins og skoða salina, þá sérstaklega Eldborg. Leiðsögn er innifalin í ferðunum þar sem sagt er frá tilurð hússins og hönnun, sögu þess og starfsemi. Ferðirnar kosta 1.500 krónur og eru á klukkutíma fresti. Hver ferð er um þrjátíu mínútur og gestum gefst svo svigrúm til að skoða sig um og taka myndir. Fyrstu ferðir hefjast klukkan tíu á morgnanna og sú síðasta er klukkan fimm á daginn.Umkvartanir vegna fjölda ferðamanna Svanhildur segir að ferðirnar séu liður í því að koma til móts við þann fjölda erlendra ferðamanna sem heimsækja húsið á hverjum degi en þær muni ekki hafa nein áhrif á gesti sem sækja viðburði eða veitingastaði hússins. „Hér koma kannski 3000 manns á dag og oft koma heilu holskeflurnar af fólki. Eins og ég segi þá tökum við öllum gestum fagnandi en á tilteknum dögum var húsið farið að minna á umferðarmiðstöð. Það var farið að hafa áhrif á gæðin og upplifun gesta og við fengum fjölmargar umkvartanir vegna þess.“Efri hæðir Hörpu eru ekki aðgengilegar fólki nema það eigi þangað sérstakt erindi eða hafi borgað fyrir skoðunarferð.Vísir/EyþórTaprekstur Hörpu frá árinu 2011 til 2015 nam rúmum 2,6 milljörðum króna. Aðspurð segir Svanhildur að gjaldtakan sé einn liður til að auka tekjur hússins. „Í samhengi við rekstrarstöðu hússins þá er það alveg klárt að við erum að horfa á allar góðar hugmyndir til að auka tekjur hússins og draga úr kostnaði. Þetta er einn liður, þetta er sannarlega ekki stór liður í því en þetta telur allt. Það væri ábyrgðarleysi af okkar hálfu, af hálfu stjórnenda hússins, að líta ekki til þess að taka eðlilegt endurgjald fyrir þá þjónustu sem er veitt í húsinu.“ Um er að ræða tilraunaverkefni sem verður í allt sumar og hófst þann 19. júní síðastliðinn. Í haust mun svo verða tekin ákvörðun um hvort þessu verður haldið áfram. „Það fer mjög vel af stað. Við erum að vanda okkur mjög mikið við þetta og viljum gera þetta mjög vel. Við áttum okkur alveg á því að einhverjir kunna að hafa aðrar skoðanir á þessu en við eða telja einhverja annmarka á þessu en það er bara eins og það er. Við höfum ekki rekist á neitt á þessum tíma sem er neikvætt. Það eru bara mismunandi sjónarmið en mjög lítið um það að fólk hafi gert við þetta athugasemdir í okkar eyru.“
Tengdar fréttir Harpa þarf hundruð milljóna til viðbótar Að óbreyttu mun Harpa áfram þurfa hundruð milljóna í rekstrarframlög frá ríki og borg. Hefur fengið 700 milljónir frá árinu 2013. Stjórnendur hússins hafa að undanförnu rætt við eigendurna um framtíðina. 17. maí 2017 05:00 Harpa rukkar fyrir klósettferðir gesta Brögð að því að ferðamenn fari í Hörpu gagngert til að nota klósettið. 16. júní 2017 17:04 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Fleiri fréttir Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Sjá meira
Harpa þarf hundruð milljóna til viðbótar Að óbreyttu mun Harpa áfram þurfa hundruð milljóna í rekstrarframlög frá ríki og borg. Hefur fengið 700 milljónir frá árinu 2013. Stjórnendur hússins hafa að undanförnu rætt við eigendurna um framtíðina. 17. maí 2017 05:00
Harpa rukkar fyrir klósettferðir gesta Brögð að því að ferðamenn fari í Hörpu gagngert til að nota klósettið. 16. júní 2017 17:04