Innlent

„Ökumaðurinn var nærri því búinn að drepa okkur báða“

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Bílarnir þurftu báðir að sveigja út í kant.
Bílarnir þurftu báðir að sveigja út í kant. Skjáskot
Litlu mátti muna að stórslys yrði við Hjörleifshöfða í dag vegna framúraksturs. Myndband sem Ólafur Ísleifsson birtir á Facebooksíðu sinni í kvöld sýnir hvernig rúta á vegum Kynnisferða tekur fram úr bifreið hans á miklum hraða.

Rútan neyðir Ólaf til hemla harkalega og sveigja út í kant. Í þann mund sem rútan kemst aftur inn á akreinina kemur bíll úr gagnstæðri átt.

Sá bíll þurfti að sama skapi að nauðhemla og keyra út á vegöxlina.

Ólafur segist hafa verið með fellihýsi aftan í bíl sínum og á um 90 kílómetra hraða þegar rútan tekur fram úr honum. Því hafi það ekki verið neinn hægðarleikur að draga úr hraðanum.

„Ökumaðurinn var nærri því búinn að drepa okkur báða,“ segir Ólafur í samtali við Vísi. „Þú sérð að þegar rútan fer fram hjá hinum bílnum þá er hún ennþá hálf inn á akreininni hans.“

Kristján Daníelsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, hefur fordæmt aksturinn. Nánar má fræðast um það hér.

Myndband Ólafs má sjá hér að neðan. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×