Fjármálaráðherra segir mikilvægt að sameinast gegn skattsvikum Heimir Már Pétursson skrifar 23. júní 2017 18:31 Fjármálaráðherra telur að hægt sé að ná árangri í baráttunni við kennitöluflakk enda samstaða um þau mál milli aðila vinnumarkaðrins og almennings. Opna þurfi aðgang almennings að hlutfélagaskrá og bæta skráningu eigenda og einfalda virðisaukaskattskerfið með það að markmiði að takmarka undanskot. Þess eru fá dæmi að hugmynd fái eins hörð viðbrögð og skjótan endi og hugmynd starfshóps á vegum fjármálaráðherra að leggja af tíu þúsund króna og jafnvel fimm þúsund króna seðilinn í baráttunni gegn skattsvikum. Tæpum sólarhring eftir að hugmyndin var sett fram hefur henni verið ýtt út af borðinu. „Það er greinilegt að þetta féll ekki í kramið. Ég hugsaði það nú, að þetta var ekkert meginefni í tillögum nefndanna. Þannig að ég hugsaði með mér að við skulum frekar sameinast um markmiðið sem við erum öll sammála um. Berjast gegn skattsvikunum og tökum þetta út af dagskrá,“ segir Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra.Virðisaukaskattskerfið einfaldað Í tillögunum sem tveir starfshópar fjármáláráðherra kynntu í gær er meðal annars lagt til að virðisaukaskattskerfið verði einfaldað, bæði í framkvæmd og álagningu. Lagt er til að bilið milli efra og neðra þreps verði minnkað eða tekið upp eitt þrep sem gæti þá verið 20 prósent í stað 24 prósenta nú í evra þrepi.Már Guðmundsson seðlabankastjóri kynnti tíu þúsund króna seðilinn til sögunnar í október árið 2013.Vísir/GVA„En við verðum líka að gera okkur grein fyrir að við erum t.d. með mat í 11 prósenta virðisaukaskattsþrepi og það hefur verið viðkvæmara en aðrar vörutegundir. Þannig að við verðum líka að gera okkur grein fyrir því hvort pólitísk samstaða er um þetta. Er líklegt að fólk sé ánægt með að borga aðeins meira fyrir amt gegn því að það borgi almennt minni virðisaukaskatt. Þetta þarf að vega og meta og það eru ekki bara skattverndarsjónarmið, við verðum að hafa önnur sjónarmið í huga líka,“ segir fjármálaráðherra. Þá leggur starfshópur til að aðgengi almennings að hlutafélagaskrá verði opnari til hægt sé að fletta eigendum fyrirtækja upp og strangari skilyrði verði sett fyrir því að stofna hlutafélög og einkahlutafélög. Einnig verði skylt að greiða öll laun inn á reikning launafólks til að koma í veg fyrir undanskot og svindl á starfsfólki. Þá verði tekist á við kennitöluflakk með markvissum aðgerðum. „Menn fara í atvinnurekstur, stofna til skulda, haupa frá þeim, meðal annars skuldum við ríkið en auðvitað við fleiri. Þetta verðum við að stoppa og þetta er stóratriði. Þarna heyri ég að er mjög mikill samhljómur milli aðila vinnumarkaðrins og alls almennings. Þannig að ég er mjög bjartsýnn á að við náum að hrinda því í framkvæmd fljótlega,“ segir Benedikt Jóhannesson. Skattar og tollar Tengdar fréttir Þingmaður segir forræðishyggju að taka seðlana úr umferð Seðlabankinn átti ekki fulltrúa í nefnd um að setja skorður við notkun reiðufjár. Samkvæmt lögum hefur bankinn það hlutverk að ákveða hvaða seðlar eru í umferð. Þingmaður gagnrýnir skort á samráði. 23. júní 2017 09:00 PR-katastrófa Benedikts Jóhannessonar Jóhannes Þór Skúlason segir kynningarmál fjármálaráðherra í molum. 23. júní 2017 13:45 Benedikt dregur í land með afnám seðlanna Fjármálaráðherra segir þjóðina ekki tilbúna í slíkar aðgerðir. 23. júní 2017 11:02 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir Dæmigerðar aðstæður „fyrir það þegar fólk verður úti“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Sjá meira
Fjármálaráðherra telur að hægt sé að ná árangri í baráttunni við kennitöluflakk enda samstaða um þau mál milli aðila vinnumarkaðrins og almennings. Opna þurfi aðgang almennings að hlutfélagaskrá og bæta skráningu eigenda og einfalda virðisaukaskattskerfið með það að markmiði að takmarka undanskot. Þess eru fá dæmi að hugmynd fái eins hörð viðbrögð og skjótan endi og hugmynd starfshóps á vegum fjármálaráðherra að leggja af tíu þúsund króna og jafnvel fimm þúsund króna seðilinn í baráttunni gegn skattsvikum. Tæpum sólarhring eftir að hugmyndin var sett fram hefur henni verið ýtt út af borðinu. „Það er greinilegt að þetta féll ekki í kramið. Ég hugsaði það nú, að þetta var ekkert meginefni í tillögum nefndanna. Þannig að ég hugsaði með mér að við skulum frekar sameinast um markmiðið sem við erum öll sammála um. Berjast gegn skattsvikunum og tökum þetta út af dagskrá,“ segir Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra.Virðisaukaskattskerfið einfaldað Í tillögunum sem tveir starfshópar fjármáláráðherra kynntu í gær er meðal annars lagt til að virðisaukaskattskerfið verði einfaldað, bæði í framkvæmd og álagningu. Lagt er til að bilið milli efra og neðra þreps verði minnkað eða tekið upp eitt þrep sem gæti þá verið 20 prósent í stað 24 prósenta nú í evra þrepi.Már Guðmundsson seðlabankastjóri kynnti tíu þúsund króna seðilinn til sögunnar í október árið 2013.Vísir/GVA„En við verðum líka að gera okkur grein fyrir að við erum t.d. með mat í 11 prósenta virðisaukaskattsþrepi og það hefur verið viðkvæmara en aðrar vörutegundir. Þannig að við verðum líka að gera okkur grein fyrir því hvort pólitísk samstaða er um þetta. Er líklegt að fólk sé ánægt með að borga aðeins meira fyrir amt gegn því að það borgi almennt minni virðisaukaskatt. Þetta þarf að vega og meta og það eru ekki bara skattverndarsjónarmið, við verðum að hafa önnur sjónarmið í huga líka,“ segir fjármálaráðherra. Þá leggur starfshópur til að aðgengi almennings að hlutafélagaskrá verði opnari til hægt sé að fletta eigendum fyrirtækja upp og strangari skilyrði verði sett fyrir því að stofna hlutafélög og einkahlutafélög. Einnig verði skylt að greiða öll laun inn á reikning launafólks til að koma í veg fyrir undanskot og svindl á starfsfólki. Þá verði tekist á við kennitöluflakk með markvissum aðgerðum. „Menn fara í atvinnurekstur, stofna til skulda, haupa frá þeim, meðal annars skuldum við ríkið en auðvitað við fleiri. Þetta verðum við að stoppa og þetta er stóratriði. Þarna heyri ég að er mjög mikill samhljómur milli aðila vinnumarkaðrins og alls almennings. Þannig að ég er mjög bjartsýnn á að við náum að hrinda því í framkvæmd fljótlega,“ segir Benedikt Jóhannesson.
Skattar og tollar Tengdar fréttir Þingmaður segir forræðishyggju að taka seðlana úr umferð Seðlabankinn átti ekki fulltrúa í nefnd um að setja skorður við notkun reiðufjár. Samkvæmt lögum hefur bankinn það hlutverk að ákveða hvaða seðlar eru í umferð. Þingmaður gagnrýnir skort á samráði. 23. júní 2017 09:00 PR-katastrófa Benedikts Jóhannessonar Jóhannes Þór Skúlason segir kynningarmál fjármálaráðherra í molum. 23. júní 2017 13:45 Benedikt dregur í land með afnám seðlanna Fjármálaráðherra segir þjóðina ekki tilbúna í slíkar aðgerðir. 23. júní 2017 11:02 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir Dæmigerðar aðstæður „fyrir það þegar fólk verður úti“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Sjá meira
Þingmaður segir forræðishyggju að taka seðlana úr umferð Seðlabankinn átti ekki fulltrúa í nefnd um að setja skorður við notkun reiðufjár. Samkvæmt lögum hefur bankinn það hlutverk að ákveða hvaða seðlar eru í umferð. Þingmaður gagnrýnir skort á samráði. 23. júní 2017 09:00
PR-katastrófa Benedikts Jóhannessonar Jóhannes Þór Skúlason segir kynningarmál fjármálaráðherra í molum. 23. júní 2017 13:45
Benedikt dregur í land með afnám seðlanna Fjármálaráðherra segir þjóðina ekki tilbúna í slíkar aðgerðir. 23. júní 2017 11:02