Tvímenningarnir verða ekki lengur í einangrun en þeir voru fyrst úrskurðaðir í fimmtán daga gæsluvarðhald þann 8. júní síðastliðinn og sættu einangrun á meðan.
Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Jóns Trausta, segir í samtali við Vísi að því hafi verið strax lýst yfir að úrskurðurinn verði kærður til Hæstaréttar, en ekki liggur fyrir hvort að Sveinn Gestur muni kæra úrskurðinn.

Arnar Jónsson Aspar lést í kjölfar þess að hafa orðið fyrir hrottalegri líkamsárás þann 7. júní síðastliðinn.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu liggur ekki fyrir játning í málinu.
Hér fyrir neðan má sjá myndband af því þegar hinir grunuðu voru leiddir fyrir dómara í dag í fylgd lögreglu.