Íbúðalánasjóður vill selja sveitarfélögunum Kristinn Ingi Jónsson skrifar 23. júní 2017 07:00 Íbúðalánasjóður átti 102 fasteignir á höfuðborgarsvæðinu í lok aprílmánaðar. Fréttablaðið/Anton Brink Íbúðalánasjóður bauð í byrjun mánaðarins fjölmörgum sveitarfélögum á landinu til viðræðna um kaup á fasteignum í eigu sjóðsins. Eiga umrædd sveitarfélög kost á því að kaupa eignirnar, áður en þær verða boðnar til sölu á almennum markaði, með það í huga að þær verði til dæmis nýttar sem félagslegt húsnæði. Samtals fengu 27 sveitarstjórnir bréf frá sjóðnum, en í viðkomandi sveitarfélögum á sjóðurinn 509 eignir. Alls á sjóðurinn 539 eignir og eru 319 þeirra í útleigu eða um sextíu prósent. Það er mikill munur frá því sem áður var, á árunum eftir hrun, en alls hefur sjóðurinn selt tæplega 3.500 eignir á síðustu fimm árum. Þar af hafa um 2.900 eignir verið seldar til almennings á frjálsum markaði með milligöngu fasteignasala. Ásgeir Kr. Björnsson, forstöðumaður fullnustueigna hjá Íbúðalánasjóði, segir að þetta sé í annað sinn sem Íbúðalánasjóður bjóði sveitarfélögum til viðræðna um kaup á eignum, en í sambærilegu átaki fyrir um ári seldi sjóðurinn um sextíu eignir til sveitarfélaga. Ásgeir segir að komið hafi reglulega fram í fjölmiðlum að skortur sé á félagslegu húsnæði í mörgum sveitarfélögum og því hafi sjóðurinn viljað kanna á ný hvort áhugi væri hjá sveitarstjórnum á því að kaupa eignir til að nýta í slík úrræði. „Helstu ástæður þess að Íbúðalánasjóður sendi sveitarfélögunum bréf nú er að skortur er á eignum til leigu og sölu víðast hvar um land og verð fasteigna hefur farið hækkandi. Margar af eignum sjóðsins á landsbyggðinni hafa verið í eigu hans um árabil án þess að ásættanleg tilboð hafi borist í þær,“ segir hann. Í bréfi sjóðsins er einmitt rakið að vegna stöðunnar á fasteignamarkaði undanfarið hafi mörgum sveitarfélögum reynst erfitt að kaupa fasteignir til þess að uppfylla skyldu sína til að útvega húsnæði fyrir þá sem þess þurfa. Ásgeir bætir því við að það sé ekki hlutverk Íbúðalánasjóðs að eiga eða leigja eignir til langs tíma. Sú skylda hvíli á sjóðnum að hámarka virði eigna hans og því beri honum að selja fullnustueignir um leið og það telst hagkvæmt. Geti það meðal annars falist í því að selja fleiri eignir í einu til sveitarfélaga. Alls hefur sjóðurinn selt eignir fyrir um sextíu milljarða króna á síðustu árum. Sveitarfélögunum var gefinn frestur til 23. júní til þess að svara erindi sjóðsins. Ásgeir segir mörg þeirra hafa sýnt erindinu áhuga og hefur Snæfellsbær til að mynda þegar ákveðið að ganga til samninga um kaup á nokkrum eignum í bænum. Ljóst er að fjárhagslegt bolmagn sveitarfélaganna til slíkra kaupa er afar mismunandi. Þó bendir Ásgeir á að almennt séð hafi hagur þeirra vænkast að undanförnu í takt við bætta stöðu efnahagslífsins. Húsnæðismál Snæfellsbær Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Sjá meira
Íbúðalánasjóður bauð í byrjun mánaðarins fjölmörgum sveitarfélögum á landinu til viðræðna um kaup á fasteignum í eigu sjóðsins. Eiga umrædd sveitarfélög kost á því að kaupa eignirnar, áður en þær verða boðnar til sölu á almennum markaði, með það í huga að þær verði til dæmis nýttar sem félagslegt húsnæði. Samtals fengu 27 sveitarstjórnir bréf frá sjóðnum, en í viðkomandi sveitarfélögum á sjóðurinn 509 eignir. Alls á sjóðurinn 539 eignir og eru 319 þeirra í útleigu eða um sextíu prósent. Það er mikill munur frá því sem áður var, á árunum eftir hrun, en alls hefur sjóðurinn selt tæplega 3.500 eignir á síðustu fimm árum. Þar af hafa um 2.900 eignir verið seldar til almennings á frjálsum markaði með milligöngu fasteignasala. Ásgeir Kr. Björnsson, forstöðumaður fullnustueigna hjá Íbúðalánasjóði, segir að þetta sé í annað sinn sem Íbúðalánasjóður bjóði sveitarfélögum til viðræðna um kaup á eignum, en í sambærilegu átaki fyrir um ári seldi sjóðurinn um sextíu eignir til sveitarfélaga. Ásgeir segir að komið hafi reglulega fram í fjölmiðlum að skortur sé á félagslegu húsnæði í mörgum sveitarfélögum og því hafi sjóðurinn viljað kanna á ný hvort áhugi væri hjá sveitarstjórnum á því að kaupa eignir til að nýta í slík úrræði. „Helstu ástæður þess að Íbúðalánasjóður sendi sveitarfélögunum bréf nú er að skortur er á eignum til leigu og sölu víðast hvar um land og verð fasteigna hefur farið hækkandi. Margar af eignum sjóðsins á landsbyggðinni hafa verið í eigu hans um árabil án þess að ásættanleg tilboð hafi borist í þær,“ segir hann. Í bréfi sjóðsins er einmitt rakið að vegna stöðunnar á fasteignamarkaði undanfarið hafi mörgum sveitarfélögum reynst erfitt að kaupa fasteignir til þess að uppfylla skyldu sína til að útvega húsnæði fyrir þá sem þess þurfa. Ásgeir bætir því við að það sé ekki hlutverk Íbúðalánasjóðs að eiga eða leigja eignir til langs tíma. Sú skylda hvíli á sjóðnum að hámarka virði eigna hans og því beri honum að selja fullnustueignir um leið og það telst hagkvæmt. Geti það meðal annars falist í því að selja fleiri eignir í einu til sveitarfélaga. Alls hefur sjóðurinn selt eignir fyrir um sextíu milljarða króna á síðustu árum. Sveitarfélögunum var gefinn frestur til 23. júní til þess að svara erindi sjóðsins. Ásgeir segir mörg þeirra hafa sýnt erindinu áhuga og hefur Snæfellsbær til að mynda þegar ákveðið að ganga til samninga um kaup á nokkrum eignum í bænum. Ljóst er að fjárhagslegt bolmagn sveitarfélaganna til slíkra kaupa er afar mismunandi. Þó bendir Ásgeir á að almennt séð hafi hagur þeirra vænkast að undanförnu í takt við bætta stöðu efnahagslífsins.
Húsnæðismál Snæfellsbær Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Sjá meira