Noel ætlar ekki að leigja bílaleigubíl að þessu sinni Jakob Bjarnar skrifar 22. júní 2017 13:19 Íslandsvinurinn Noel Santillan kominn til landsins og er það án efa mörgum fagnaðarefni en hann vann hug og hjörtu þjóðarinnar í fyrra, þegar hann var hér á ferð. Hann er nú staddur í Hörpu. „Nei, nú ferðast ég með rútu,“ segir Noel Santillan í samtali við Vísi. Íslandsvinurinn Noel Santillan er kominn til landsins og er það eflaust mörgum fagnaðarefni. Þessi geðþekki 29 ára New Jersey-búi vann hug og hjörtu þjóðarinnar þegar hann komst í fréttirnar í fyrra. Það var reyndar ekki af góðu, því hann villtist alla leið til Siglufjarðar en áfangastaðurinn var Reykjavík. Laugavegur nánar tiltekið en ekki Laugarvegur eins og Noel sló inn á GPS-tæki bílaleigubílsins sem hann hafði leigt sér. Noel var í Hörpu þegar Vísir ræddi við hann. Hann sagðist ekki ætla að dvelja lengi á Íslandi, aðeins í fimm daga en hann kom snemma í morgun. „Ég er hér til að komast í netsamband,“ sagði Noel. Honum þótti vænt um þegar blaðamaður sagði honum að hann hefði svikalaust unnið sér inn virðingartitilinn Íslandsvinur meðal þjóðarinnar, eftir ævintýri síðasta sumars. Ferðatilhögun Íslandsvinarins er ekki niður negld. Hann ætlar að gera vart við sig á Facebooksíðu sinni og fá tillögur um hvað hann geti gert á Íslandi á þeim fimm dögum sem hann hefur úr að spila. Noel mun komast að því að heldur hefur verið þrengt að ferðamönnum frá í fyrra, en eins og Vísir greindi frá hefur verið gripið til þess ráðs að takmarka ferðir gesta um húsið auk þess sem rukkað verður fyrir klósettferðirnar sérstaklega, eða um þrjú hundruð krónur. Ævintýri Noel Santillan á Íslandi Tengdar fréttir Noel eins og blóm í eggi á Siglufirði Ævintýramaðurinn Noel fékk sér kjötsúpu í hádeginu og í gær smakkaði hann hákarl og harðfisk. 2. febrúar 2016 14:18 Fannst skrítið að skiltin til Reykjavíkur bentu í ranga átt Noel Santillan frá New Jersey lenti heldur betur í ævintýrum strax á fyrsta degi á Íslandi, gisti á Siglufirði en ekki í Reykjavík eins og til stóð. 2. febrúar 2016 11:19 Noel snýr aftur til Íslands í sumar: „Ég er ekki hræddur við að villast“ Bandaríski ferðalangurinn Noel Santillan, sem vakti mikla athygli fyrir GPS-vandræði sín á síðasta ári, kemur aftur til landsins í júní. 3. febrúar 2017 23:40 Noel villtist enn og aftur Heimspressan á hælum hins unga bandaríska ferðalangs sem hefur vart haft undan að veita viðtöl. 5. febrúar 2016 11:05 Ævintýri Noels komin í heimsfréttirnar BBC greinir frá hremmingum bandaríska ferðalangsins. 3. febrúar 2016 11:54 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Sjá meira
„Nei, nú ferðast ég með rútu,“ segir Noel Santillan í samtali við Vísi. Íslandsvinurinn Noel Santillan er kominn til landsins og er það eflaust mörgum fagnaðarefni. Þessi geðþekki 29 ára New Jersey-búi vann hug og hjörtu þjóðarinnar þegar hann komst í fréttirnar í fyrra. Það var reyndar ekki af góðu, því hann villtist alla leið til Siglufjarðar en áfangastaðurinn var Reykjavík. Laugavegur nánar tiltekið en ekki Laugarvegur eins og Noel sló inn á GPS-tæki bílaleigubílsins sem hann hafði leigt sér. Noel var í Hörpu þegar Vísir ræddi við hann. Hann sagðist ekki ætla að dvelja lengi á Íslandi, aðeins í fimm daga en hann kom snemma í morgun. „Ég er hér til að komast í netsamband,“ sagði Noel. Honum þótti vænt um þegar blaðamaður sagði honum að hann hefði svikalaust unnið sér inn virðingartitilinn Íslandsvinur meðal þjóðarinnar, eftir ævintýri síðasta sumars. Ferðatilhögun Íslandsvinarins er ekki niður negld. Hann ætlar að gera vart við sig á Facebooksíðu sinni og fá tillögur um hvað hann geti gert á Íslandi á þeim fimm dögum sem hann hefur úr að spila. Noel mun komast að því að heldur hefur verið þrengt að ferðamönnum frá í fyrra, en eins og Vísir greindi frá hefur verið gripið til þess ráðs að takmarka ferðir gesta um húsið auk þess sem rukkað verður fyrir klósettferðirnar sérstaklega, eða um þrjú hundruð krónur.
Ævintýri Noel Santillan á Íslandi Tengdar fréttir Noel eins og blóm í eggi á Siglufirði Ævintýramaðurinn Noel fékk sér kjötsúpu í hádeginu og í gær smakkaði hann hákarl og harðfisk. 2. febrúar 2016 14:18 Fannst skrítið að skiltin til Reykjavíkur bentu í ranga átt Noel Santillan frá New Jersey lenti heldur betur í ævintýrum strax á fyrsta degi á Íslandi, gisti á Siglufirði en ekki í Reykjavík eins og til stóð. 2. febrúar 2016 11:19 Noel snýr aftur til Íslands í sumar: „Ég er ekki hræddur við að villast“ Bandaríski ferðalangurinn Noel Santillan, sem vakti mikla athygli fyrir GPS-vandræði sín á síðasta ári, kemur aftur til landsins í júní. 3. febrúar 2017 23:40 Noel villtist enn og aftur Heimspressan á hælum hins unga bandaríska ferðalangs sem hefur vart haft undan að veita viðtöl. 5. febrúar 2016 11:05 Ævintýri Noels komin í heimsfréttirnar BBC greinir frá hremmingum bandaríska ferðalangsins. 3. febrúar 2016 11:54 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Sjá meira
Noel eins og blóm í eggi á Siglufirði Ævintýramaðurinn Noel fékk sér kjötsúpu í hádeginu og í gær smakkaði hann hákarl og harðfisk. 2. febrúar 2016 14:18
Fannst skrítið að skiltin til Reykjavíkur bentu í ranga átt Noel Santillan frá New Jersey lenti heldur betur í ævintýrum strax á fyrsta degi á Íslandi, gisti á Siglufirði en ekki í Reykjavík eins og til stóð. 2. febrúar 2016 11:19
Noel snýr aftur til Íslands í sumar: „Ég er ekki hræddur við að villast“ Bandaríski ferðalangurinn Noel Santillan, sem vakti mikla athygli fyrir GPS-vandræði sín á síðasta ári, kemur aftur til landsins í júní. 3. febrúar 2017 23:40
Noel villtist enn og aftur Heimspressan á hælum hins unga bandaríska ferðalangs sem hefur vart haft undan að veita viðtöl. 5. febrúar 2016 11:05
Ævintýri Noels komin í heimsfréttirnar BBC greinir frá hremmingum bandaríska ferðalangsins. 3. febrúar 2016 11:54