Ríkisstjórn Íslands samþykkir 40 milljóna króna framlag til stuðnings Grænlendingum Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 20. júní 2017 12:34 Flóðbylgja sópaði með sér öllu lauslegu þegar hún gekk á land í Nuugaatsiaq. Vísir/EPA Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi sínum í morgun að veita 40 milljóna króna framlag til Grænlendinga vegna tjóns sem varð í kjölfar berghlaups á vesturströnd Grænlands í sveitarfélaginu Qaasuitsup á laugardag sem olli því að flóðbylgja gekk á land í bænum Nuugaatisiaq. Almannavarnir Grænlands hafa leitað til aðalræðisskrifstofu Íslands í Nuuk og óskað eftir aðstoð eða leiðbeiningum íslenskra jarðvísindamanna varðandi það hvernig hægt væri að koma upp sjálfvirkum búnaði sem nota mætti til viðvörunar ef frekari berghlaup yrðu á svæðinu. Í framhaldi af þessari beiðni var haft samband við Veðurstofu Íslands og komið á sambandi á milli vísindamanna Veðurstofunnar og almannavarna. Á þessari stundu liggur ekki fyrir hvort grænlensk stjórnvöld muni óska eftir frekari aðstoð vegna þessa. 40 milljóna kr. framlagi Íslands verður varið í uppbyggingarstarf fyrir þá íbúa í Qaasuitsup sveitarfélaginu sem orðið hafa fyrir tjóni vegna hamfaranna. Auk þess verður Veðurstofu Íslands, eða annarri þar til bærri stofnun, gert kleift að veita nauðsynlega aðstoð varðandi uppsetningu viðvörunarbúnaðar, sé þess óskað. „Þessi atburður hefur snert við okkur Íslendingum og það er mikilvægt að við veitum Grænlendingum stuðning við þessar erfiðu aðstæður og sérstaklega ánægjulegt ef stofnanir okkar geta komið að uppbyggingarstarfi og úrbótum sem unnið verður að í framhaldinu,“ er haft eftir Bjarna Benediktssyni forsætiráðherra í tilkynningu. Flóðbylgja á Grænlandi Tengdar fréttir Íslensk stjórnvöld hafa boðið Grænlendingum aðstoð Ekki liggur fyrir hvort að grænlensk stjórnvöld ætli að þekkjast boð íslenskra stjórnvalda um aðstoð eftir flóðbylgjuna sem gekk yfir þorp í fjörðum á Vestur-Grænlandi í dag. 18. júní 2017 15:17 Fjögurra saknað eftir flóðbylgjuna á Grænlandi Lögreglan á Grænlandi segir að fjögurra sé saknað eftir flóðbylgjuna sem gekk á land í þorpum á Vestur-Grænlandi eftir jarðskjálfta sem reið yfir í gærkvöldi. 18. júní 2017 12:08 Jarðskjálfti og flóðbylgja á Vestur-Grænlandi Íbúum í þorpum á Vestur-Grænlandi var skipað að yfirgefa þau vegna flóðbylgna eftir jarðskjálfta af stærðinni fjórir í gær. Slíkir skjálftar eru ekki algengir á Grænlandi. 18. júní 2017 09:21 Önnur flóðbylgjuviðvörun gefin út á Grænlandi Hætta er á flóðbylgju í kringum Ummannaq á vesturströndinni og er fólk hvatt til að yfirgefa ströndina og leita hærra, inn til landsins. 18. júní 2017 22:32 Rýma fleiri bæi vegna ótta um annan skjálfta Eftirlitsskipið Vædderen heldur aftur til Niaqornat til að hafa umsjón með aðstæðum eftir að mikill jarðskjálfti skall á Nuugaatsiaq sem staðsett er stutt frá. 19. júní 2017 10:33 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi sínum í morgun að veita 40 milljóna króna framlag til Grænlendinga vegna tjóns sem varð í kjölfar berghlaups á vesturströnd Grænlands í sveitarfélaginu Qaasuitsup á laugardag sem olli því að flóðbylgja gekk á land í bænum Nuugaatisiaq. Almannavarnir Grænlands hafa leitað til aðalræðisskrifstofu Íslands í Nuuk og óskað eftir aðstoð eða leiðbeiningum íslenskra jarðvísindamanna varðandi það hvernig hægt væri að koma upp sjálfvirkum búnaði sem nota mætti til viðvörunar ef frekari berghlaup yrðu á svæðinu. Í framhaldi af þessari beiðni var haft samband við Veðurstofu Íslands og komið á sambandi á milli vísindamanna Veðurstofunnar og almannavarna. Á þessari stundu liggur ekki fyrir hvort grænlensk stjórnvöld muni óska eftir frekari aðstoð vegna þessa. 40 milljóna kr. framlagi Íslands verður varið í uppbyggingarstarf fyrir þá íbúa í Qaasuitsup sveitarfélaginu sem orðið hafa fyrir tjóni vegna hamfaranna. Auk þess verður Veðurstofu Íslands, eða annarri þar til bærri stofnun, gert kleift að veita nauðsynlega aðstoð varðandi uppsetningu viðvörunarbúnaðar, sé þess óskað. „Þessi atburður hefur snert við okkur Íslendingum og það er mikilvægt að við veitum Grænlendingum stuðning við þessar erfiðu aðstæður og sérstaklega ánægjulegt ef stofnanir okkar geta komið að uppbyggingarstarfi og úrbótum sem unnið verður að í framhaldinu,“ er haft eftir Bjarna Benediktssyni forsætiráðherra í tilkynningu.
Flóðbylgja á Grænlandi Tengdar fréttir Íslensk stjórnvöld hafa boðið Grænlendingum aðstoð Ekki liggur fyrir hvort að grænlensk stjórnvöld ætli að þekkjast boð íslenskra stjórnvalda um aðstoð eftir flóðbylgjuna sem gekk yfir þorp í fjörðum á Vestur-Grænlandi í dag. 18. júní 2017 15:17 Fjögurra saknað eftir flóðbylgjuna á Grænlandi Lögreglan á Grænlandi segir að fjögurra sé saknað eftir flóðbylgjuna sem gekk á land í þorpum á Vestur-Grænlandi eftir jarðskjálfta sem reið yfir í gærkvöldi. 18. júní 2017 12:08 Jarðskjálfti og flóðbylgja á Vestur-Grænlandi Íbúum í þorpum á Vestur-Grænlandi var skipað að yfirgefa þau vegna flóðbylgna eftir jarðskjálfta af stærðinni fjórir í gær. Slíkir skjálftar eru ekki algengir á Grænlandi. 18. júní 2017 09:21 Önnur flóðbylgjuviðvörun gefin út á Grænlandi Hætta er á flóðbylgju í kringum Ummannaq á vesturströndinni og er fólk hvatt til að yfirgefa ströndina og leita hærra, inn til landsins. 18. júní 2017 22:32 Rýma fleiri bæi vegna ótta um annan skjálfta Eftirlitsskipið Vædderen heldur aftur til Niaqornat til að hafa umsjón með aðstæðum eftir að mikill jarðskjálfti skall á Nuugaatsiaq sem staðsett er stutt frá. 19. júní 2017 10:33 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Íslensk stjórnvöld hafa boðið Grænlendingum aðstoð Ekki liggur fyrir hvort að grænlensk stjórnvöld ætli að þekkjast boð íslenskra stjórnvalda um aðstoð eftir flóðbylgjuna sem gekk yfir þorp í fjörðum á Vestur-Grænlandi í dag. 18. júní 2017 15:17
Fjögurra saknað eftir flóðbylgjuna á Grænlandi Lögreglan á Grænlandi segir að fjögurra sé saknað eftir flóðbylgjuna sem gekk á land í þorpum á Vestur-Grænlandi eftir jarðskjálfta sem reið yfir í gærkvöldi. 18. júní 2017 12:08
Jarðskjálfti og flóðbylgja á Vestur-Grænlandi Íbúum í þorpum á Vestur-Grænlandi var skipað að yfirgefa þau vegna flóðbylgna eftir jarðskjálfta af stærðinni fjórir í gær. Slíkir skjálftar eru ekki algengir á Grænlandi. 18. júní 2017 09:21
Önnur flóðbylgjuviðvörun gefin út á Grænlandi Hætta er á flóðbylgju í kringum Ummannaq á vesturströndinni og er fólk hvatt til að yfirgefa ströndina og leita hærra, inn til landsins. 18. júní 2017 22:32
Rýma fleiri bæi vegna ótta um annan skjálfta Eftirlitsskipið Vædderen heldur aftur til Niaqornat til að hafa umsjón með aðstæðum eftir að mikill jarðskjálfti skall á Nuugaatsiaq sem staðsett er stutt frá. 19. júní 2017 10:33