Seðlabankastjóri segir gengi krónunnar eðlilegt og hún hafi unnið sitt verk Heimir Már Pétursson skrifar 30. júní 2017 19:38 Már Guðmundsson seðlabankastjóri vísir/anton brink Seðlabankastjóri segir að hátt gengi krónunnar sé að öllu leyti réttlætanlegt og erfitt að segja til um hvenær það taki að lækka. Hins vegar bendi margt til að krónan sé búin að vinna sitt verk með því að hægja á miklum og ósjálfbærum vexti í þjóðarbúskapnum þar sem skortur sé á vinnuafli. Forysta Samtaka atvinnulífsins og Samtaka ferðaþjónustunnar er ekki alls kostar ánægð með inngrip Seðlabankans stil að styrkja gengi íslensku krónunnar. Telja að það vanti skýrleika í stefnu bankans. Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir meginstefnu Seðlabankans hafa komið fram á opinberum fundum og á heimasíðu hans. Bankinn grípi aðallega inn í til að koma í veg fyrir óeðlilegar skammtímasveiflur á peningamarkaði. „Og þar af leiðandi að öllu réttlætanlegt og hluti af því að ná almennilegu jafnvægi í þjóðarbúskapinn,“ segir Már. Seðlabankann hafi fjórum sinnum selt gjaldeyri á þessu ári vegna þess að myndast hafði spírall þar sem bankarnir hafi verið að henda á milli sín sömu evrunni sem skapi óeðlilega skammtímasveiflu. „Gengi krónunnar er ekki á alla mælikvarða núna í ósamræmi við undirliggjandi efnahagsaðstæður. Það er erfitt að sjá að land sem er með átta prósenta viðskiptaafgang og kannski 6 prósenta viðskiptaafgang í ár, þetta mikinn hagvöxt og ég get haldið svona áfram; það eru engin ummerki um of hátt gengisstig,“ segir seðlabankastjóri. Það breyti því ekki að frá áramótum fram í maí hafi Seðlabankinn keypt gjaldeyri fyrir um 73 milljarða króna sem hafi dregið verulega úr enn frekari styrkingu krónunnar. Hins vegar sé ný útflutningsgrein, ferðaþjónustan, að vaxa á miklum hraða og afli. „Hún er að vaxa fram í þjóðarbúskap sem er við fulla nýtingu á framleiðslugetu og þar sem er skortur á vinnuafli. Það myndast óhjákvæmilega ruðningsáhrif og það munu einhverjir detta út af. Alveg sama hvað við gerum. Við getum auðvitað seinkað slíku ferli en þá á kostnað þess að verðbólga fari upp,“ segir Már. Stjórnvöld hafi aftur á móti ýmis úrræði varðandi raungengið með ríkisfjármálastefnu, umgjörðinni um ferðaþjónusta og svo framvegis. „Eins og er þá eru ákveðin merki um að krónan sé búin að vinna sitt verk. Að viðhalda jafnvægi í þjóðarbúskapnum þrátt fyrir þennan mikla vöxt sem er nánast ósjálfbær, með því að hægja á honum. En síðan geta þessar undirliggjandi efnahagsaðstæður snúist. Það er alltaf þannig. Þá lækkar jafnvægisraungengið og þá bara lækkar gengið aftur. Hvort það fer að gerast á næstu mánuðum eða hvenær, það er erfitt að segja til um,“ segir Már Guðmundsson. Mest lesið Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Sjá meira
Seðlabankastjóri segir að hátt gengi krónunnar sé að öllu leyti réttlætanlegt og erfitt að segja til um hvenær það taki að lækka. Hins vegar bendi margt til að krónan sé búin að vinna sitt verk með því að hægja á miklum og ósjálfbærum vexti í þjóðarbúskapnum þar sem skortur sé á vinnuafli. Forysta Samtaka atvinnulífsins og Samtaka ferðaþjónustunnar er ekki alls kostar ánægð með inngrip Seðlabankans stil að styrkja gengi íslensku krónunnar. Telja að það vanti skýrleika í stefnu bankans. Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir meginstefnu Seðlabankans hafa komið fram á opinberum fundum og á heimasíðu hans. Bankinn grípi aðallega inn í til að koma í veg fyrir óeðlilegar skammtímasveiflur á peningamarkaði. „Og þar af leiðandi að öllu réttlætanlegt og hluti af því að ná almennilegu jafnvægi í þjóðarbúskapinn,“ segir Már. Seðlabankann hafi fjórum sinnum selt gjaldeyri á þessu ári vegna þess að myndast hafði spírall þar sem bankarnir hafi verið að henda á milli sín sömu evrunni sem skapi óeðlilega skammtímasveiflu. „Gengi krónunnar er ekki á alla mælikvarða núna í ósamræmi við undirliggjandi efnahagsaðstæður. Það er erfitt að sjá að land sem er með átta prósenta viðskiptaafgang og kannski 6 prósenta viðskiptaafgang í ár, þetta mikinn hagvöxt og ég get haldið svona áfram; það eru engin ummerki um of hátt gengisstig,“ segir seðlabankastjóri. Það breyti því ekki að frá áramótum fram í maí hafi Seðlabankinn keypt gjaldeyri fyrir um 73 milljarða króna sem hafi dregið verulega úr enn frekari styrkingu krónunnar. Hins vegar sé ný útflutningsgrein, ferðaþjónustan, að vaxa á miklum hraða og afli. „Hún er að vaxa fram í þjóðarbúskap sem er við fulla nýtingu á framleiðslugetu og þar sem er skortur á vinnuafli. Það myndast óhjákvæmilega ruðningsáhrif og það munu einhverjir detta út af. Alveg sama hvað við gerum. Við getum auðvitað seinkað slíku ferli en þá á kostnað þess að verðbólga fari upp,“ segir Már. Stjórnvöld hafi aftur á móti ýmis úrræði varðandi raungengið með ríkisfjármálastefnu, umgjörðinni um ferðaþjónusta og svo framvegis. „Eins og er þá eru ákveðin merki um að krónan sé búin að vinna sitt verk. Að viðhalda jafnvægi í þjóðarbúskapnum þrátt fyrir þennan mikla vöxt sem er nánast ósjálfbær, með því að hægja á honum. En síðan geta þessar undirliggjandi efnahagsaðstæður snúist. Það er alltaf þannig. Þá lækkar jafnvægisraungengið og þá bara lækkar gengið aftur. Hvort það fer að gerast á næstu mánuðum eða hvenær, það er erfitt að segja til um,“ segir Már Guðmundsson.
Mest lesið Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Sjá meira