Gætu átt von háum dagsektum vegna gjaldtökunnar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 30. júní 2017 19:05 Gjaldtakan við Hraunfossa var ekki heimiluð af Umhverfisstofnun, en um er að ræða friðlýst svæði. vísir/vilhelm Landeigendum við Hraunfossa í Hvítársíðu er ekki heimilt að innheimta gjald að bílastæðinu líkt og fyrirhugað er, að sögn Umhverfisstofnunar. Þeir gætu átt yfir höfði sér sektir upp á allt að 500 þúsund krónur á dag. Landeigendurnir sendu frá sér tilkynningu í gær þar sem þeir tilkynntu að frá og með morgundeginum yrði innheimt aðstöðugjald á bílastæðinu við Hraunfossa. Markmiðið sé að bæta aðstöðu við fossana.Stangast á við lög Ólafur Á. Jónsson, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, segir gjaldtökuna brjóta í bága við lög. Um sé að ræða friðlýst svæði og því megi ekki innheimta gjald nema að fengnu leyfi stofnunarinnar. „Það þarf að liggja fyrir umsjónarsamningur milli Umhverfisstofnunar og umsjónaraðila þar sem meðal annars er fjallað um gjaldtöku. Það er líka ljóst það sem kemur fram í náttúruverndarlögum að fjármunirnir sem eru innheimtir eru nýttir til rekstrar og uppbyggingar á svæðinu,“ segir Ólafur í samtali við Vísi. Aðspurður segir hann ekkert samráð hafa verið haft við stofnunina. „Umhverfisstofnun fékk veður af því í síðustu viku að þeir hygðust hefja gjaldtöku um síðustu helgi. Við höfðum samband við þá og bentum þeim á að þetta kynni að stangast á við lög og þá virtist vera sem þeir hefðu látið af þeim fyrirætlunum. En núna virðast þeir ætla að halda sínu striki.“ Ólafur segir að formlegt bréf hafi verið sent landeigendum þar sem fram komi að Umhverfisstofnun hafi heimild til þess að beita dagsektum vegna málsins. Stofnunin muni nú fylgjast með framvindu mála og bregðast í kjölfarið við með viðeigandi hætti. Fréttastofa hefur ekki náð tali af landeigendum og því óljóst hvort af gjaldtökunni verði. Samkvæmt tilkynningu þeirra í gær verður gjald fyrir 50 manna rútu 6.000 krónur. Tengdar fréttir Hefja gjaldtöku við Hraunfossa Frá og með morgundeginum verður rukkað á bílastæðið við Hraunfossa í Hvítársíðu. Markmiðið með gjaldtökunni er að bæta aðstöðu við fossana. 30. júní 2017 06:00 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Landeigendum við Hraunfossa í Hvítársíðu er ekki heimilt að innheimta gjald að bílastæðinu líkt og fyrirhugað er, að sögn Umhverfisstofnunar. Þeir gætu átt yfir höfði sér sektir upp á allt að 500 þúsund krónur á dag. Landeigendurnir sendu frá sér tilkynningu í gær þar sem þeir tilkynntu að frá og með morgundeginum yrði innheimt aðstöðugjald á bílastæðinu við Hraunfossa. Markmiðið sé að bæta aðstöðu við fossana.Stangast á við lög Ólafur Á. Jónsson, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, segir gjaldtökuna brjóta í bága við lög. Um sé að ræða friðlýst svæði og því megi ekki innheimta gjald nema að fengnu leyfi stofnunarinnar. „Það þarf að liggja fyrir umsjónarsamningur milli Umhverfisstofnunar og umsjónaraðila þar sem meðal annars er fjallað um gjaldtöku. Það er líka ljóst það sem kemur fram í náttúruverndarlögum að fjármunirnir sem eru innheimtir eru nýttir til rekstrar og uppbyggingar á svæðinu,“ segir Ólafur í samtali við Vísi. Aðspurður segir hann ekkert samráð hafa verið haft við stofnunina. „Umhverfisstofnun fékk veður af því í síðustu viku að þeir hygðust hefja gjaldtöku um síðustu helgi. Við höfðum samband við þá og bentum þeim á að þetta kynni að stangast á við lög og þá virtist vera sem þeir hefðu látið af þeim fyrirætlunum. En núna virðast þeir ætla að halda sínu striki.“ Ólafur segir að formlegt bréf hafi verið sent landeigendum þar sem fram komi að Umhverfisstofnun hafi heimild til þess að beita dagsektum vegna málsins. Stofnunin muni nú fylgjast með framvindu mála og bregðast í kjölfarið við með viðeigandi hætti. Fréttastofa hefur ekki náð tali af landeigendum og því óljóst hvort af gjaldtökunni verði. Samkvæmt tilkynningu þeirra í gær verður gjald fyrir 50 manna rútu 6.000 krónur.
Tengdar fréttir Hefja gjaldtöku við Hraunfossa Frá og með morgundeginum verður rukkað á bílastæðið við Hraunfossa í Hvítársíðu. Markmiðið með gjaldtökunni er að bæta aðstöðu við fossana. 30. júní 2017 06:00 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Hefja gjaldtöku við Hraunfossa Frá og með morgundeginum verður rukkað á bílastæðið við Hraunfossa í Hvítársíðu. Markmiðið með gjaldtökunni er að bæta aðstöðu við fossana. 30. júní 2017 06:00