Íslendingar ánægðastir og óánægðastir með Bjarna Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 30. júní 2017 17:50 Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra. vísir/ernir Bjarni Benediktsson er sá ráðherra sem Íslendingar eru ánægðastir með en einnig sá sem flestir eru óánægðir með, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Mikil óánægja var með frammistöðu ráðherranna almennt. Alls sögðust 28 prósent vera ánægð með frammistöðu Bjarna en rúmlega 50 prósent sögðust óánægð með frammistöðu hans. Um tveir þriðju hlutar stuðningsmanna ríkisstjórnarinnar eru ánægð með frammistöðu hans en aðeins um þrjú prósent þeirra sem styðja ekki ríkisstjórnina. Á eftir Bjarna eru Íslendingar ánægðastir með frammistöðu Bjartar Ólafsdóttur umhverfisráðherra, Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra og Þórdísar Kolbrúnar Reykgjörð Gylfadóttur, ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar, en um 23 prósent landsmanna voru ánægð með frammistöðu þeirra. Tveir ráðherrar Viðreisnar; Þorsteinn Víglundsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttur fylgja svo á hæla þeirra en 19-21 prósent voru ánægð með störf þeirra. Fæstir eru ánægðir með störf Jóns Gunnarssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, eða níu prósent. Milli 11 og 13 prósent eru ánægð með frammistöðu Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra, Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra, Óttars Proppé heilbrigðisráðherra og Kristjáns Þórs Júlíussonar menntamálaráðherra. Þá segjast á milli 64 og 65 prósent Íslendinga ekki styðja ríkisstjórnina en á bilinu 35 til 36 prósent styðja hana. Svarendur voru 778 talsins, af báðum kynjum, alls staðar að af landinu og á aldrinum 18-75 ára. Könnunin fór fram í gegnum netið. Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Bjarni Benediktsson er sá ráðherra sem Íslendingar eru ánægðastir með en einnig sá sem flestir eru óánægðir með, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Mikil óánægja var með frammistöðu ráðherranna almennt. Alls sögðust 28 prósent vera ánægð með frammistöðu Bjarna en rúmlega 50 prósent sögðust óánægð með frammistöðu hans. Um tveir þriðju hlutar stuðningsmanna ríkisstjórnarinnar eru ánægð með frammistöðu hans en aðeins um þrjú prósent þeirra sem styðja ekki ríkisstjórnina. Á eftir Bjarna eru Íslendingar ánægðastir með frammistöðu Bjartar Ólafsdóttur umhverfisráðherra, Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra og Þórdísar Kolbrúnar Reykgjörð Gylfadóttur, ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar, en um 23 prósent landsmanna voru ánægð með frammistöðu þeirra. Tveir ráðherrar Viðreisnar; Þorsteinn Víglundsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttur fylgja svo á hæla þeirra en 19-21 prósent voru ánægð með störf þeirra. Fæstir eru ánægðir með störf Jóns Gunnarssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, eða níu prósent. Milli 11 og 13 prósent eru ánægð með frammistöðu Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra, Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra, Óttars Proppé heilbrigðisráðherra og Kristjáns Þórs Júlíussonar menntamálaráðherra. Þá segjast á milli 64 og 65 prósent Íslendinga ekki styðja ríkisstjórnina en á bilinu 35 til 36 prósent styðja hana. Svarendur voru 778 talsins, af báðum kynjum, alls staðar að af landinu og á aldrinum 18-75 ára. Könnunin fór fram í gegnum netið.
Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira