3532 fiskar komnir á land úr Veiðivötnum Karl Lúðvíksson skrifar 30. júní 2017 14:15 Veiðin í Veiðivötnum í sumar er sú næstmesta síðan 2011 Vikutölur úr Veiðvötnum voru birtar á heimasíðu vatnanna í fyrradag og það kemur svolítið á óvart að sjá þessar tölur. Snjóölduvatn er að stinga af í aflatölum með 1814 fiska á land og þar af 1730 bleikjur en 84 urriða. Litli Sjór er með 441 og Hraunvötn 215. Önnur vötn eru með minna. Heildarveiðin skiptist þannig að 1083 urriðar hafa veiðst og 2449 bleikjur. Stærsti fiskurinn ennþá er 11.5 pund úr Grænavatni sem kemur lílega ekki á óvart og meðalþyngdin í Veiðivötnum er en sem komið er 1,26 pund og það sem togar þessa tölu niður er bleikjan sem er mest eins punda í Snjóölduvatni en auðvitað veiðast þær margar stærri. Heildarveiðin er sú næst mesta á sama tímabili frá 2011. Það hefur verið ansi mikið í Litla Sjó og ófært á svæðinu við Hermannsvík upp í Hraunvötn. Það slær út nokkrum vinsælum veiðistöðum en það kemur varla að sök því nóg er plássið á þessu fallega vatnasvæði. Veiðin er síðan auðvitað þannig að ekki eru allir jafn fengsælir og þeir sem þekkja vötnin vel veiða vel. Dæmi eru um vana veiðimenn með 15-20 fiska á dag en sumar daga taka þessir veiðimenn jafnvel meira en það. Eitthvað er af lausum leyfum í vötnin svo það er ekki of seint að skella sér í hálendisveiði og umhverfið skemmir ekkert fyrir. Heildarlistinn yfir veiðina í vötnunum má finna á www.veidivotn.is Mest lesið Hnúðlaxar veiðast í Soginu Veiði Innsend frétt frá veiðihóp sem var koma úr Veiðivötnum Veiði Laxá í Aðaldal draumaá veiðimanna Veiði Síðustu dagarnir í vatnaveiðinni framundan Veiði Fyrsti laxinn er mættur í Kjósina Veiði Góð opnun í Þverá og Kjarrá Veiði Ríflega 50 punda lax veiddist í Syltefjarðará Veiði Veiðidagbók Strengja komin í gagnið Veiði Heimildarmynd um afleiðingar sjókvíaeldis Veiði Eftirminnilegasti fiskurinn var nánast kringlóttur Veiði
Vikutölur úr Veiðvötnum voru birtar á heimasíðu vatnanna í fyrradag og það kemur svolítið á óvart að sjá þessar tölur. Snjóölduvatn er að stinga af í aflatölum með 1814 fiska á land og þar af 1730 bleikjur en 84 urriða. Litli Sjór er með 441 og Hraunvötn 215. Önnur vötn eru með minna. Heildarveiðin skiptist þannig að 1083 urriðar hafa veiðst og 2449 bleikjur. Stærsti fiskurinn ennþá er 11.5 pund úr Grænavatni sem kemur lílega ekki á óvart og meðalþyngdin í Veiðivötnum er en sem komið er 1,26 pund og það sem togar þessa tölu niður er bleikjan sem er mest eins punda í Snjóölduvatni en auðvitað veiðast þær margar stærri. Heildarveiðin er sú næst mesta á sama tímabili frá 2011. Það hefur verið ansi mikið í Litla Sjó og ófært á svæðinu við Hermannsvík upp í Hraunvötn. Það slær út nokkrum vinsælum veiðistöðum en það kemur varla að sök því nóg er plássið á þessu fallega vatnasvæði. Veiðin er síðan auðvitað þannig að ekki eru allir jafn fengsælir og þeir sem þekkja vötnin vel veiða vel. Dæmi eru um vana veiðimenn með 15-20 fiska á dag en sumar daga taka þessir veiðimenn jafnvel meira en það. Eitthvað er af lausum leyfum í vötnin svo það er ekki of seint að skella sér í hálendisveiði og umhverfið skemmir ekkert fyrir. Heildarlistinn yfir veiðina í vötnunum má finna á www.veidivotn.is
Mest lesið Hnúðlaxar veiðast í Soginu Veiði Innsend frétt frá veiðihóp sem var koma úr Veiðivötnum Veiði Laxá í Aðaldal draumaá veiðimanna Veiði Síðustu dagarnir í vatnaveiðinni framundan Veiði Fyrsti laxinn er mættur í Kjósina Veiði Góð opnun í Þverá og Kjarrá Veiði Ríflega 50 punda lax veiddist í Syltefjarðará Veiði Veiðidagbók Strengja komin í gagnið Veiði Heimildarmynd um afleiðingar sjókvíaeldis Veiði Eftirminnilegasti fiskurinn var nánast kringlóttur Veiði