Meirihluti stjórnar Neytendasamtakanna vill losna við formanninn Heimir Már Pétursson skrifar 9. júlí 2017 19:15 Stefán Hrafn Jónsson, varaformaður Neytendasamtakanna. Visir/GVA Meirihluti stjórnar Neytendasamtakanna skorar á formann samtakanna að segja af sér og sakar hann um að hafa komið samtökunum á kaldan klaka með óhóflegum fjárútlátum án samráðs við stjórn samtakanna. Varaformaður samtakanna segir stjórnina ekki telja að formaðurinn hafi gerst sekur um lögbrot í starfi. Ólafur Arnarson hagfræðingur var kjörinn formaður Neytendasamtakanna hinn 22. október í fyrra. Hann tók einnig fljótlega við starfi framkvæmdastjóra samtakanna en var sagt upp störfum í byrjun maí. Skýringin sem var gefin var ráðningarsamningur hans hafi ekki verið borinn undir stjórnina og skuldbindingar varðandi rekstur bifreiðar hafi verið án vitneskju stjórnar. Hinn 30 júní var síðan öllum sjö starfsmönnum Neytendasamtakanna sagt upp störfum og endurskipulagning boðuð. Í dag birtist svo yfirlýsing á heimasíðu Neytendasamtakanna þar sem alvarlegar ásaknir eru settar fram á formanninn og hann hvattur til að segja af sér formennskunni. Stefán Hrafn Jónsson varaformaður segir þetta hafa verið samþykkt á stjórnarfundi samtakanna í vikunni. „Þessi staða er að mestu leyti tilkomin vegna óhóflegra útgjalda sem formaður samtakanna, Ólafur Arnarson, hefur efnt til án aðkomu stjórnar. Þegar stjórn varð ljóst hver staðan var lýsti hún yfir vantrausti á formanninn og skoraði á hann að stíga til hliðar. Þá hefur starfsfólk samtakanna einnig lýst yfir vantrausti á formann og biðlað til hans að segja af sér. Þrátt fyrir að formanni hafi verið gerð grein fyrir alvarleika málsins, sem hann ber að miklu leyti ábyrgð á, situr hann sem fastast,“ segir m.a. í yfirlýsingu meirihluta stjórnarinnar á vef Neytendasamtakanna. Grípa þurfi til aðgerða til að bjarga Neytendasamtökunum sem ekki verði gert með formanninn innanborðs. Stefán Hrafn Jónsson varaformaður Neytendasamtakanna segir stjórnina ekki telja formanninn hafa brotið lög í starfi. „Ég sé það ekki. Nei ég get ekki séð það,“ segir Stefán Hrafn. Ólafur formaður sem og öll stjórn Neytendasamtakanna eru kjörin til tveggja ára og því spurning hvort ekki sé eðlilegt að formaður sitji fram að næsta þingi á næsta ári eða boðað til aukaþings. „Það eru einhver ákvæði um að það megi efna til aukaþings. En það er ekki ljóst hvað sé hægt að gera á því aukaþingi,“ segir varaformaðurinn. Hins vegar hafi verið ákveðið að boða til félagsfundar í ágúst. „Þá ætlum við að heyra í fólki. En það eru mörg þúsund félagsmenn. Það er mjög erfitt að fá einhverja þversniðsmynd af hug allra félagsmanna,“ segir Stefán Hrafn. Ólafur sé ekki grunað um að taka sér fé í eigin þágu. „Nei þetta voru náttúrlega verkefni á vegum samtakanna vissulega. En eins og í öllum rekstri þarf alltaf að gæta að jafnvægi á milli útgjalda og tekna. Það var greinilega alltaf væntingar um auknar tekjur í framtíðinni. En þegar þær væntingar standast ekki og búið er að efna til útgjaldanna þá þarf náttúrlega að grípa einhvern veginn inn i,“ segir Stefán Hrafn Jónsson. Tengdar fréttir Segja uppsagnirnar megi rekja til „óhóflegra útgjalda“ Ólafs Stjórn Neytendasamtakanna skora á formann sinn að segja af sér. 9. júlí 2017 13:39 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Meirihluti stjórnar Neytendasamtakanna skorar á formann samtakanna að segja af sér og sakar hann um að hafa komið samtökunum á kaldan klaka með óhóflegum fjárútlátum án samráðs við stjórn samtakanna. Varaformaður samtakanna segir stjórnina ekki telja að formaðurinn hafi gerst sekur um lögbrot í starfi. Ólafur Arnarson hagfræðingur var kjörinn formaður Neytendasamtakanna hinn 22. október í fyrra. Hann tók einnig fljótlega við starfi framkvæmdastjóra samtakanna en var sagt upp störfum í byrjun maí. Skýringin sem var gefin var ráðningarsamningur hans hafi ekki verið borinn undir stjórnina og skuldbindingar varðandi rekstur bifreiðar hafi verið án vitneskju stjórnar. Hinn 30 júní var síðan öllum sjö starfsmönnum Neytendasamtakanna sagt upp störfum og endurskipulagning boðuð. Í dag birtist svo yfirlýsing á heimasíðu Neytendasamtakanna þar sem alvarlegar ásaknir eru settar fram á formanninn og hann hvattur til að segja af sér formennskunni. Stefán Hrafn Jónsson varaformaður segir þetta hafa verið samþykkt á stjórnarfundi samtakanna í vikunni. „Þessi staða er að mestu leyti tilkomin vegna óhóflegra útgjalda sem formaður samtakanna, Ólafur Arnarson, hefur efnt til án aðkomu stjórnar. Þegar stjórn varð ljóst hver staðan var lýsti hún yfir vantrausti á formanninn og skoraði á hann að stíga til hliðar. Þá hefur starfsfólk samtakanna einnig lýst yfir vantrausti á formann og biðlað til hans að segja af sér. Þrátt fyrir að formanni hafi verið gerð grein fyrir alvarleika málsins, sem hann ber að miklu leyti ábyrgð á, situr hann sem fastast,“ segir m.a. í yfirlýsingu meirihluta stjórnarinnar á vef Neytendasamtakanna. Grípa þurfi til aðgerða til að bjarga Neytendasamtökunum sem ekki verði gert með formanninn innanborðs. Stefán Hrafn Jónsson varaformaður Neytendasamtakanna segir stjórnina ekki telja formanninn hafa brotið lög í starfi. „Ég sé það ekki. Nei ég get ekki séð það,“ segir Stefán Hrafn. Ólafur formaður sem og öll stjórn Neytendasamtakanna eru kjörin til tveggja ára og því spurning hvort ekki sé eðlilegt að formaður sitji fram að næsta þingi á næsta ári eða boðað til aukaþings. „Það eru einhver ákvæði um að það megi efna til aukaþings. En það er ekki ljóst hvað sé hægt að gera á því aukaþingi,“ segir varaformaðurinn. Hins vegar hafi verið ákveðið að boða til félagsfundar í ágúst. „Þá ætlum við að heyra í fólki. En það eru mörg þúsund félagsmenn. Það er mjög erfitt að fá einhverja þversniðsmynd af hug allra félagsmanna,“ segir Stefán Hrafn. Ólafur sé ekki grunað um að taka sér fé í eigin þágu. „Nei þetta voru náttúrlega verkefni á vegum samtakanna vissulega. En eins og í öllum rekstri þarf alltaf að gæta að jafnvægi á milli útgjalda og tekna. Það var greinilega alltaf væntingar um auknar tekjur í framtíðinni. En þegar þær væntingar standast ekki og búið er að efna til útgjaldanna þá þarf náttúrlega að grípa einhvern veginn inn i,“ segir Stefán Hrafn Jónsson.
Tengdar fréttir Segja uppsagnirnar megi rekja til „óhóflegra útgjalda“ Ólafs Stjórn Neytendasamtakanna skora á formann sinn að segja af sér. 9. júlí 2017 13:39 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Segja uppsagnirnar megi rekja til „óhóflegra útgjalda“ Ólafs Stjórn Neytendasamtakanna skora á formann sinn að segja af sér. 9. júlí 2017 13:39