Byggðir landsins ólíkar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 8. júlí 2017 09:45 „Það er vinsælt hjá okkur að segja: Gerðu þetta í leiðinni,“ segir Hilda Jana. Mynd/Guðrún Hrönn Ég stunda almennt kæruleysi,“ segir Hilda Jana Gísladóttir, framkvæmda- og sjónvarpsstjóri á N4, hlæjandi þegar ég hneykslast á því að hún sé í sumarfríi þó nýtt blað, Landsbyggðir, sé nýrunnið af stokkunum. „Við erum svo mörg á N4 og Herdís Helgadóttir er ritstjóri blaðsins,“ útskýrir hún þar sem hún er skokkandi á milli fótboltavalla á Akureyri að fylgjast með tilþrifum eiginmanns og dóttur. Fæst þó til að segja mér lítillega frá markmiðum útgáfunnar enda vinni þær Herdís náið saman.Fyrst er það nafnið, Landsbyggðir. Er það ekki nýyrði? „Jú, hann Þóroddur Bjarnason, sem var formaður Byggðastofnunar, byrjaði að tala um landsbyggðir í fleirtölu. Það stakk mig svolítið fyrst. Svo fór ég á fyrirlestur hjá honum þar sem hann fjallaði um mikilvægi þess að tvískipta ekki landinu með því að tala annars vegar um höfuðborgarsvæðið og hins vegar landsbyggð í eintölu. Því öfugt við höfuðborgarsvæðið væru byggðir landsins dreifðar og ólíkar í eðli sínu og með mismunandi þarfir, styrkleika og tækifæri. Til að undirstrika áherslu á að þær væru ekki eitt svæði ætti að tala um þær í fleirtölu. Ég heillaðist af því. Við á N4 ræddum þetta í aðdraganda útgáfu blaðsins því það sem við viljum gera snýst um að auka skilning og samstöðu milli svæða um leið og við drögum fram sérkenni hvers fyrir sig. Því varð nafnið Landsbyggðir ofan á.“ Hilda Jana segir blaðið valkost fyrir auglýsendur sem vilji snerta við öllum landsbyggðunum enda sé ekkert annað rit borið inn á öll heimili utan höfuðborgarsvæðisins. Er sú dreifing ekki svakalega dýr eða fengu þau á N4 alveg sérstakan díl hjá póstinum? „Nei, bara hefðbundinn díl. Blaðinu er dreift á þriðjudögum og miðvikudögum og það kemur út hálfsmánaðarlega til að byrja með. En þar með er ekki sagt að þannig verði það að eilífu. Við ákváðum að gefa út fjögur blöð, setjast svo niður og meta stöðuna.“ Svo er það efnið. „Sumar greinarnar tengjast viðtölunum sem við tökum fyrir sjónvarp N4, aðrar eru skrifaðar sérstaklega fyrir blaðið,“ segir Hilda Jana. „Þegar við förum í sjónvarpsviðtöl tökum við ljósmyndir í leiðinni. Það er vinsælt hjá okkur að segja: Gerðu þetta í leiðinni.“ Fjölmiðlar Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Ég stunda almennt kæruleysi,“ segir Hilda Jana Gísladóttir, framkvæmda- og sjónvarpsstjóri á N4, hlæjandi þegar ég hneykslast á því að hún sé í sumarfríi þó nýtt blað, Landsbyggðir, sé nýrunnið af stokkunum. „Við erum svo mörg á N4 og Herdís Helgadóttir er ritstjóri blaðsins,“ útskýrir hún þar sem hún er skokkandi á milli fótboltavalla á Akureyri að fylgjast með tilþrifum eiginmanns og dóttur. Fæst þó til að segja mér lítillega frá markmiðum útgáfunnar enda vinni þær Herdís náið saman.Fyrst er það nafnið, Landsbyggðir. Er það ekki nýyrði? „Jú, hann Þóroddur Bjarnason, sem var formaður Byggðastofnunar, byrjaði að tala um landsbyggðir í fleirtölu. Það stakk mig svolítið fyrst. Svo fór ég á fyrirlestur hjá honum þar sem hann fjallaði um mikilvægi þess að tvískipta ekki landinu með því að tala annars vegar um höfuðborgarsvæðið og hins vegar landsbyggð í eintölu. Því öfugt við höfuðborgarsvæðið væru byggðir landsins dreifðar og ólíkar í eðli sínu og með mismunandi þarfir, styrkleika og tækifæri. Til að undirstrika áherslu á að þær væru ekki eitt svæði ætti að tala um þær í fleirtölu. Ég heillaðist af því. Við á N4 ræddum þetta í aðdraganda útgáfu blaðsins því það sem við viljum gera snýst um að auka skilning og samstöðu milli svæða um leið og við drögum fram sérkenni hvers fyrir sig. Því varð nafnið Landsbyggðir ofan á.“ Hilda Jana segir blaðið valkost fyrir auglýsendur sem vilji snerta við öllum landsbyggðunum enda sé ekkert annað rit borið inn á öll heimili utan höfuðborgarsvæðisins. Er sú dreifing ekki svakalega dýr eða fengu þau á N4 alveg sérstakan díl hjá póstinum? „Nei, bara hefðbundinn díl. Blaðinu er dreift á þriðjudögum og miðvikudögum og það kemur út hálfsmánaðarlega til að byrja með. En þar með er ekki sagt að þannig verði það að eilífu. Við ákváðum að gefa út fjögur blöð, setjast svo niður og meta stöðuna.“ Svo er það efnið. „Sumar greinarnar tengjast viðtölunum sem við tökum fyrir sjónvarp N4, aðrar eru skrifaðar sérstaklega fyrir blaðið,“ segir Hilda Jana. „Þegar við förum í sjónvarpsviðtöl tökum við ljósmyndir í leiðinni. Það er vinsælt hjá okkur að segja: Gerðu þetta í leiðinni.“
Fjölmiðlar Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira