Björgunarsveitarmenn á Vesturlandi eru komnir í Kirkjufell á norðanverðu Snæfellsnesi þar sem kona féll úr mikilli hæð í fjallinu síðdegis í dag. Sérhæfðir björgunarsveitarmenn af höfuðborgarsvæðinu eru sömuleiðis á leiðinni.
Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg er óvíst um ástand konunnar en mikill bratti var á þeim stað þar sem hún féll rétt utan gönguleiðar. Björgunarsveitarfólk er að leið að hinni slösuðu.
Uppfært 17:42 Búið er að hífa konuna upp í þyrlu Landhelgisgæslunnar og er hún á leiðinni til Reykjavíkur, að því er segir í tilkynningu frá Landsbjörgu. Aðgerðir við Kirkjufell eru enn í gangi, en verið er að aðstoða samferðarfólk konunnar og þá sem komu að slysinu niður.
Uppfært 18:22 Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörgu féll konan úr mikilli hæð, um fimmtíu metra. Slysstaðurinn hafi verið í sunnanverðum hlíðum Kirkjufells. Björgunarsveitarfólk sé nú farið af staðnum.
Slysið í Kirkjufelli: Konan féll úr allt að fimmtíu metra hæð
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar