Farsæll forseti Óttar Guðmundsson skrifar 8. júlí 2017 07:00 Um árabil fylgdist þjóðin af áfergju með fréttum af danska konungsfólkinu. Familje Journal og Hjemmet voru vinsælustu blöð á landinu. Þjóðhöfðingjar og annað frammáfólk hafa alltaf blómstrað í skini frægðarinnar. Íslensku forsetarnir reyndu líka að vekja athygli fyrir að vera sem þjóðlegastir. Ásgeir synti í gömlu sundlaugunum, Kristján talaði við bændur, Vigdís gróðursetti tré og Ólafur Ragnar reið út og féll af baki að alþýðusið. Sturla Sighvatsson frændi minn reyndi mikið til að verða íslenskur smákóngur á 13. öld. Hann lét leiða sig beran að ofan milli allra höfuðkirkna í Rómaborg þar sem hann var hýddur fyrir syndir sínar. Sturla hafði ekki aðgang að fjölmiðlum svo að þessi atburður varð honum ekki til framdráttar í kosningabaráttu Sturlungaaldar. Hann keppti við alla hina smákóngana á Örlygsstöðum og tapaði stórt. Núverandi forseti er sérlega fjölmiðlavænn. Hann syngur barnalög í veislum og tekur á móti flóttamönnum í litskrúðugum sokkum. Hann spjallar við Rammstein og fyrirfólk af lítillæti og hæversku. Nýlega birtust af honum myndir uppi á Hvannadalshnúk í hópi vaskra og fáklæddra fjallamanna. Þrátt fyrir einstaka lýðhylli hefur forsetinn þurft að sæta gagnrýni vegna einstaka umæla og embættisfærslna. Hann hefði getað farið að dæmi Sturlu frænda á jöklinum, klætt sig úr að ofan og látið félaga sína húðstrýkja sig varfærnislega í yfirbótarskyni fyrir stóra „ananas á pizzur“ málið og stóra „landsdómaramálið“. Með þessu hefði hann slegið margar flugur í einu höggi. Hann hefði hlotið alþjóðlega frægð, hann hefði einokað Facebook í eina viku og fengið fyrirgefningu synda sinna. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun
Um árabil fylgdist þjóðin af áfergju með fréttum af danska konungsfólkinu. Familje Journal og Hjemmet voru vinsælustu blöð á landinu. Þjóðhöfðingjar og annað frammáfólk hafa alltaf blómstrað í skini frægðarinnar. Íslensku forsetarnir reyndu líka að vekja athygli fyrir að vera sem þjóðlegastir. Ásgeir synti í gömlu sundlaugunum, Kristján talaði við bændur, Vigdís gróðursetti tré og Ólafur Ragnar reið út og féll af baki að alþýðusið. Sturla Sighvatsson frændi minn reyndi mikið til að verða íslenskur smákóngur á 13. öld. Hann lét leiða sig beran að ofan milli allra höfuðkirkna í Rómaborg þar sem hann var hýddur fyrir syndir sínar. Sturla hafði ekki aðgang að fjölmiðlum svo að þessi atburður varð honum ekki til framdráttar í kosningabaráttu Sturlungaaldar. Hann keppti við alla hina smákóngana á Örlygsstöðum og tapaði stórt. Núverandi forseti er sérlega fjölmiðlavænn. Hann syngur barnalög í veislum og tekur á móti flóttamönnum í litskrúðugum sokkum. Hann spjallar við Rammstein og fyrirfólk af lítillæti og hæversku. Nýlega birtust af honum myndir uppi á Hvannadalshnúk í hópi vaskra og fáklæddra fjallamanna. Þrátt fyrir einstaka lýðhylli hefur forsetinn þurft að sæta gagnrýni vegna einstaka umæla og embættisfærslna. Hann hefði getað farið að dæmi Sturlu frænda á jöklinum, klætt sig úr að ofan og látið félaga sína húðstrýkja sig varfærnislega í yfirbótarskyni fyrir stóra „ananas á pizzur“ málið og stóra „landsdómaramálið“. Með þessu hefði hann slegið margar flugur í einu höggi. Hann hefði hlotið alþjóðlega frægð, hann hefði einokað Facebook í eina viku og fengið fyrirgefningu synda sinna. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun