104 sm stórlax á land í Stóru Laxá Karl Lúðvíksson skrifar 6. júlí 2017 10:00 Arnar Tómas með 104 sm laxinn Stóra Laxá í Hreppum átti glæsilega opnun eins og við höfum greint frá en að því viðbættu var stærsti laxinn semn hefur veiðst í sumar vieddur í henni í fyrradag. Arnar Tómas var við veiðar í Stóru Laxá en hann er í forsvari fyrir veiðiþjónustuna Tomas Flytours, og það er víst engu logið um það þegar því er kastað fram að svona fiska verður erfitt að toppa. "Fiskurinn tók í öðru kasti með sunray shaddow orginal útgáfunni í Neðri Nálarhyl, ég þverkastaði yfir að bakkanum hinum meginn og strippaði ákaft inn. Fyrir miðri á í djúpu rennunni kemur þessi svaka bolti hálfur uppúr og neglir fluguna. Ég sa strax að hann væri i stærri kantinum ég ákvað þar sem ég var aleinn að taka varlega en ákaft á honum" sagði Arnar Tómas í samtali við Veiðivísi. "Til að gera langa sögu stutta þá dró hann mig upp í Efri Nálarhyl og þaðan i einni bunu niður í Efri Heimahyl með mig tipplandi á stórgrýti a eftir honum. Ég náði að koma honum inn á mill tveggja grjóta þar sem ég sporðtók flykkið og vá! Eftir rúmar 50 minútur í baráttu lá fyrir framan mig ekta Stóru Laxár lax. Vígalegur hængur, eftir snögga myndatöku og sexfalda mælingu til að vera alveg viss reyndist hann vera 104cm og svo var honum sleppt aftur út í á. Gjörsamlega frábær minning sem heldur manni heitum i gegnum næsta vetur. Ég vill taka fram að Lax-á á stórt lof fyrir að taka ánna undir hendurnar og vernda þessa perlu" bætir hann við sannarlega sæll með fenginn. Við óskum Arnari Tómas til lukku með þennan glæsilega lax. Mest lesið Fluga dagsins: Skæð laxafluga Veiði 30 laxa opnun Þverár og Kjarrár í gær Veiði Rjúpnahelgi framundan Veiði Nóg af laxi en aðstæður krefjandi Veiði Er sumarflugan 2014 fundin? Veiði 48 laxa holl í Kjarrá Veiði Upptaka af erindi um lax og virkjanir Veiði Nokkrir risar úr Affallinu Veiði Lygilegur veiðidagur feðga í Hofsá Veiði Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Veiði
Stóra Laxá í Hreppum átti glæsilega opnun eins og við höfum greint frá en að því viðbættu var stærsti laxinn semn hefur veiðst í sumar vieddur í henni í fyrradag. Arnar Tómas var við veiðar í Stóru Laxá en hann er í forsvari fyrir veiðiþjónustuna Tomas Flytours, og það er víst engu logið um það þegar því er kastað fram að svona fiska verður erfitt að toppa. "Fiskurinn tók í öðru kasti með sunray shaddow orginal útgáfunni í Neðri Nálarhyl, ég þverkastaði yfir að bakkanum hinum meginn og strippaði ákaft inn. Fyrir miðri á í djúpu rennunni kemur þessi svaka bolti hálfur uppúr og neglir fluguna. Ég sa strax að hann væri i stærri kantinum ég ákvað þar sem ég var aleinn að taka varlega en ákaft á honum" sagði Arnar Tómas í samtali við Veiðivísi. "Til að gera langa sögu stutta þá dró hann mig upp í Efri Nálarhyl og þaðan i einni bunu niður í Efri Heimahyl með mig tipplandi á stórgrýti a eftir honum. Ég náði að koma honum inn á mill tveggja grjóta þar sem ég sporðtók flykkið og vá! Eftir rúmar 50 minútur í baráttu lá fyrir framan mig ekta Stóru Laxár lax. Vígalegur hængur, eftir snögga myndatöku og sexfalda mælingu til að vera alveg viss reyndist hann vera 104cm og svo var honum sleppt aftur út í á. Gjörsamlega frábær minning sem heldur manni heitum i gegnum næsta vetur. Ég vill taka fram að Lax-á á stórt lof fyrir að taka ánna undir hendurnar og vernda þessa perlu" bætir hann við sannarlega sæll með fenginn. Við óskum Arnari Tómas til lukku með þennan glæsilega lax.
Mest lesið Fluga dagsins: Skæð laxafluga Veiði 30 laxa opnun Þverár og Kjarrár í gær Veiði Rjúpnahelgi framundan Veiði Nóg af laxi en aðstæður krefjandi Veiði Er sumarflugan 2014 fundin? Veiði 48 laxa holl í Kjarrá Veiði Upptaka af erindi um lax og virkjanir Veiði Nokkrir risar úr Affallinu Veiði Lygilegur veiðidagur feðga í Hofsá Veiði Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Veiði