Ítalir æfir út í Nigellu Lawson vegna carbonara-uppskriftar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. júlí 2017 16:15 Nigella Lawson setur rjóma og hvítvín út carbonarað sitt en Ítalir eru ósáttir við það tvist sjónvarpskokksins geðþekka. Ítalir eru allt annað en sáttir við breska stjörnukokkinn Nigellu Lawson ef marka má athugasemdirnar við færslu á Facebook-síðu hennar þar sem hún deilir uppskrift sinni að hinum klassíska ítalska rétt spaghettí carbonara. Í uppskriftinni, sem finna má á heimasíðu Nigellu, er að finna rjóma og hvítvín en Ítalirnir eru ekki par hrifnir af því og láta kokkinn heyra það í athugasemdakerfinu. Fjallað er um málið á vef The Telegraph en þar kemur fram að í henni klassísku ítölsku uppskrift að spaghettí carbonara er hvorki að finna rjóma né hvítvín heldur aðeins spaghettí, pancetta (ítalskt beikon), ólífuolíu, eggjarauður, parmesan-ostur og svartur pipar. Einn af þeim sem er ósáttur við Nigellu segir í athugasemd til hennar: „Nigella, þú ert frábær kona en uppskriftirnar þínar eru dauði ítalskra uppskrifta, bókstaflega! Engan rjóma í carbonara, aldrei, bara egg.“ Þá er einn aðdáandi kokksins leiður yfir því að Nigella hafi ekki fylgt klassísku ítölsku uppskriftinni: „Þetta er ekki carbonara. Að nota nafn á vel þekktri uppskrift, aðlaga upprunalegu hráefnin að sínum smekk og bæta öðrum við er ruglandi og gefur rangar væntingar um bragð. Já, við tökum matinn okkar alvarlega.“ Annar sagði Nigellu að þetta væri hennar eigin uppskrift, ekki uppskrift að carbonara, og þá sagði einn að rjómi í carbonara væri „svívirðing við ítalska matargerð.“ Bretland Ítalía Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Ekki meira en bara vinir Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fleiri fréttir Stökkir ostabitar í pistasíuhjúp Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Hryllilega girnilegar hrekkjavökukræsingar Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Bragðgott quesadilla á einni plötu Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Sjá meira
Ítalir eru allt annað en sáttir við breska stjörnukokkinn Nigellu Lawson ef marka má athugasemdirnar við færslu á Facebook-síðu hennar þar sem hún deilir uppskrift sinni að hinum klassíska ítalska rétt spaghettí carbonara. Í uppskriftinni, sem finna má á heimasíðu Nigellu, er að finna rjóma og hvítvín en Ítalirnir eru ekki par hrifnir af því og láta kokkinn heyra það í athugasemdakerfinu. Fjallað er um málið á vef The Telegraph en þar kemur fram að í henni klassísku ítölsku uppskrift að spaghettí carbonara er hvorki að finna rjóma né hvítvín heldur aðeins spaghettí, pancetta (ítalskt beikon), ólífuolíu, eggjarauður, parmesan-ostur og svartur pipar. Einn af þeim sem er ósáttur við Nigellu segir í athugasemd til hennar: „Nigella, þú ert frábær kona en uppskriftirnar þínar eru dauði ítalskra uppskrifta, bókstaflega! Engan rjóma í carbonara, aldrei, bara egg.“ Þá er einn aðdáandi kokksins leiður yfir því að Nigella hafi ekki fylgt klassísku ítölsku uppskriftinni: „Þetta er ekki carbonara. Að nota nafn á vel þekktri uppskrift, aðlaga upprunalegu hráefnin að sínum smekk og bæta öðrum við er ruglandi og gefur rangar væntingar um bragð. Já, við tökum matinn okkar alvarlega.“ Annar sagði Nigellu að þetta væri hennar eigin uppskrift, ekki uppskrift að carbonara, og þá sagði einn að rjómi í carbonara væri „svívirðing við ítalska matargerð.“
Bretland Ítalía Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Ekki meira en bara vinir Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fleiri fréttir Stökkir ostabitar í pistasíuhjúp Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Hryllilega girnilegar hrekkjavökukræsingar Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Bragðgott quesadilla á einni plötu Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Sjá meira