Félagsmálaráðherra vill einfalda bótakerfið Heimir Már Pétursson skrifar 5. júlí 2017 14:01 Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra. Vísir/Vilhelm Nefnd sem félagsmála- og jafnréttisráðherra hefur skipað á að endurskoða kerfi barnabóta, vaxtabóta, barnalífeyris og húsnæðisbóta. Ráðherra segir nefndinni meðal annars ætlað að greina hvar svo kallaðar fátæktargildrur leynist í kerfinu og koma. Að lokinni greiningu nefndarinnar verði haft samráð við hagsmunahópa um breytingar. Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, skipaði nefndina í gær og segir að henni sé ætlað að skila tillögum sínum fyrir byrjun desember á þessu ári. Við endurskoðun á kerfi barnabóta, vaxtabóta, barnalífeyris og húsnæðisbóta á nefndin meðal annars að horft er til þess að fjárhagslegum stuðningi verði beint í ríkara mæli að lægri tekjuhópum.Á að reyna að minnka útgjöld ríkissjóðs eða bæta hag þeirra sem fá bætur frá ríkinu?„Það er nú alls enginn útgangspunktur að minnka útgjöld ríkissjóðs. Þvert á móti geri ég nú ráð fyrir að þessar breytingar gætu falið í sér einhvern kostnað. Það sem við erum fyrst og fremst að hugsa um er eftirfarandi. Við höfum verið gagnrýnd í úttektum í gegnum tíðina að á okkar bótakerfum fyrir það að tilgangur þeirra geti oft á tíðum verið mjög óskýr,“ segir Þorsteinn. Barnabætur og vaxtabætur nái til dæmis töluvert upp tekjustigann. En í skipunarbréfi nefndarinnar er vísað til þess markmiðs ríkisstjórnarinnar sé að fjárhagslegum stuðningi verði beint í ríkara mæli að lægri tekjuhópum. „Það sé óljóst til dæmis í tilfelli barnabóta hvort verið sé að hvetja til barneigna eða verið að styðja við tekjulága foreldra. Þess vegna er eitt meginmarkmiðið í þessari vinnu að skoða leiðir til að láta þessi bótakerfi styðja betur við tekjulægstu einstaklingana. Sem raunverulega þurfa þá á mestum stuðningi að halda,“ segir félagsmálaráðherra. Og þá óháð uppruna tekna og eigi það jafnt við um barnabætur og barnalífeyri rétt eins og húsnæðisstuðning og annan stuðning. Sérstaklega skuli horft til þess hvernig áðurnefnd kerfi styðja við einstæða foreldra. Í þessu skyni þurfi að einfalda kerfin og eftir atvikum sameina þau, þannig stuðningurinn verði raunverulegur liður í því að bæta kjör þessa hóps. Þeir sem fá bætur frá hinu opinbera hafa vakið athygli á að þau geti falið í sér alls kyns jaðaráhrif tekjulega séð. „Það er auðvitað alltaf þannig þegar við erum að styðja við tekjulægstu einstaklingana fylgja því jaðaráhrif með hækkandi tekjum. En það er þá mikilvægt að það sé samt sem áður alltaf fyrir hendi hvati til aukinna tekna. Það er að segja að fólk sé ekki að lenda í þeirri stöðu að vera nánast verr statt með hækkandi tekjum. Eins og getur gerst í einstaka tilvikum. Þannig að við munum horfa til jaðaráhrifa þessa kerfis,“ segir Þorsteinn. Hann tekur einnig fram að þegar þessi nefnd hafi lokið störfum undir lok ársins verði hagsmunaaðilar kallaðir að borðinu til að móta endanlegar tillögur til úrbóta á bótakerfinu. Þá muni nefnd á vegum fjármálaráðherra endurskoða tekjuskattskerfið og gera það með hliðsjón af breytingum á bótakerfinu. Tengdar fréttir Skipar nefnd um endurskoðun bótakerfa Horft skal til að fjárhagslegum stuðningi verði beint í ríkara mæli að lægri tekjuhópum. 4. júlí 2017 14:36 Mest lesið Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af frá hörðum árekstri Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Fleiri fréttir „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af frá hörðum árekstri Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Sjá meira
Nefnd sem félagsmála- og jafnréttisráðherra hefur skipað á að endurskoða kerfi barnabóta, vaxtabóta, barnalífeyris og húsnæðisbóta. Ráðherra segir nefndinni meðal annars ætlað að greina hvar svo kallaðar fátæktargildrur leynist í kerfinu og koma. Að lokinni greiningu nefndarinnar verði haft samráð við hagsmunahópa um breytingar. Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, skipaði nefndina í gær og segir að henni sé ætlað að skila tillögum sínum fyrir byrjun desember á þessu ári. Við endurskoðun á kerfi barnabóta, vaxtabóta, barnalífeyris og húsnæðisbóta á nefndin meðal annars að horft er til þess að fjárhagslegum stuðningi verði beint í ríkara mæli að lægri tekjuhópum.Á að reyna að minnka útgjöld ríkissjóðs eða bæta hag þeirra sem fá bætur frá ríkinu?„Það er nú alls enginn útgangspunktur að minnka útgjöld ríkissjóðs. Þvert á móti geri ég nú ráð fyrir að þessar breytingar gætu falið í sér einhvern kostnað. Það sem við erum fyrst og fremst að hugsa um er eftirfarandi. Við höfum verið gagnrýnd í úttektum í gegnum tíðina að á okkar bótakerfum fyrir það að tilgangur þeirra geti oft á tíðum verið mjög óskýr,“ segir Þorsteinn. Barnabætur og vaxtabætur nái til dæmis töluvert upp tekjustigann. En í skipunarbréfi nefndarinnar er vísað til þess markmiðs ríkisstjórnarinnar sé að fjárhagslegum stuðningi verði beint í ríkara mæli að lægri tekjuhópum. „Það sé óljóst til dæmis í tilfelli barnabóta hvort verið sé að hvetja til barneigna eða verið að styðja við tekjulága foreldra. Þess vegna er eitt meginmarkmiðið í þessari vinnu að skoða leiðir til að láta þessi bótakerfi styðja betur við tekjulægstu einstaklingana. Sem raunverulega þurfa þá á mestum stuðningi að halda,“ segir félagsmálaráðherra. Og þá óháð uppruna tekna og eigi það jafnt við um barnabætur og barnalífeyri rétt eins og húsnæðisstuðning og annan stuðning. Sérstaklega skuli horft til þess hvernig áðurnefnd kerfi styðja við einstæða foreldra. Í þessu skyni þurfi að einfalda kerfin og eftir atvikum sameina þau, þannig stuðningurinn verði raunverulegur liður í því að bæta kjör þessa hóps. Þeir sem fá bætur frá hinu opinbera hafa vakið athygli á að þau geti falið í sér alls kyns jaðaráhrif tekjulega séð. „Það er auðvitað alltaf þannig þegar við erum að styðja við tekjulægstu einstaklingana fylgja því jaðaráhrif með hækkandi tekjum. En það er þá mikilvægt að það sé samt sem áður alltaf fyrir hendi hvati til aukinna tekna. Það er að segja að fólk sé ekki að lenda í þeirri stöðu að vera nánast verr statt með hækkandi tekjum. Eins og getur gerst í einstaka tilvikum. Þannig að við munum horfa til jaðaráhrifa þessa kerfis,“ segir Þorsteinn. Hann tekur einnig fram að þegar þessi nefnd hafi lokið störfum undir lok ársins verði hagsmunaaðilar kallaðir að borðinu til að móta endanlegar tillögur til úrbóta á bótakerfinu. Þá muni nefnd á vegum fjármálaráðherra endurskoða tekjuskattskerfið og gera það með hliðsjón af breytingum á bótakerfinu.
Tengdar fréttir Skipar nefnd um endurskoðun bótakerfa Horft skal til að fjárhagslegum stuðningi verði beint í ríkara mæli að lægri tekjuhópum. 4. júlí 2017 14:36 Mest lesið Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af frá hörðum árekstri Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Fleiri fréttir „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af frá hörðum árekstri Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Sjá meira
Skipar nefnd um endurskoðun bótakerfa Horft skal til að fjárhagslegum stuðningi verði beint í ríkara mæli að lægri tekjuhópum. 4. júlí 2017 14:36