Telur hækkun fasteignagjalda óeðlilega Sæunn Gísladóttir skrifar 4. júlí 2017 06:00 Að öllu óbreyttu mun fasteignagjald í Reykjavík hækka ríflega um áramótin. vísir/anton brink Útlit er fyrir að um næstu áramót muni fasteignagjöld hækka umtalsvert vegna hækkunar fasteignamats sem tekur gildi 1. janúar. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, kallar eftir því að sveitarfélög lækki álagningarprósentuna til mótvægis við hækkanir. Í sama streng tekur Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurborg, hann segir þetta sjálfskapað vandamál sveitarfélaganna. „Þetta eru óeðlilegar hækkanir, það er óeðlilegt að fyrirtæki og heimili þurfi að bera þetta ár eftir ár,“ segir Halldór sem lagði fram tillögu í borgarráði um miðjan júní þess efnis að álagningarprósentan verði lækkuð vegna hækkunar fasteignamats umfram eðlilega verðlagsþróun. Í fundargerð borgarráðs kemur fram að nýtt fasteignamat tekur gildi 1. janúar 2018 þar sem meðalhækkun á höfuðborgarsvæðinu er 14,5 prósent.Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurborg.vísir/daníel„Það hefur ekki verið vilji til lækkunar til þessa. En meirihlutinn felldi allavega ekki þessa tillögu heldur vísaði henni í þessa vinnu þannig að ég ætla bara að vona,“ segir Halldór. „En það má segja að þetta sé heimatilbúinn vandi. Það hefur verið viðvarandi lóðaskortur alveg sama hvað hver segir. Þegar vantar 5.000 íbúðir er það að hluta til vegna lóðaskorts. Lóðaskortur hefur áhrif á hækkunina líka,“ segir Halldór. Gylfi Arnbjörnsson segist algjörlega hvetja til þess að álagningarprósentan verði lækkuð. „Sveitarfélögin hafa áður með plúsum og mínusum breytt hlutfallinu þannig að skatturinn sem slíkur, það sem fólk borgar, sé ekki að taka óeðlilegum breytingum. Ég tel að það séu allir sem krefjist þess og ég minni á að það eru kosningar á næsta vori. Þetta er eitthvað sem sveitarstjórnarmenn þurfa að íhuga.“Samkvæmt upplýsingum frá stærstu sveitarfélögum landsins verða mögulegar lækkanir ræddar í tengslum við gerð fjárhagsáætlana sveitarfélaganna í haust. Það getur þó verið vandasamt vegna mismunandi hækkunar milli hverfa. Akureyri er eitt þeirra sveitarfélaga sem munu skoða málið í haust, en þar er útlit fyrir að fasteignamat hækki um 11,25 prósent, en lóðamat um 12 prósent. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, vildi ekki tjá sig við Fréttablaðið um þróun mála í borginni en benti á S. Björn Blöndal, formann borgarráðs, sem sagði lækkun vera í skoðun. „Við höfum verið að skoða þetta og viðrað skoðanir okkar undanfarin ár. Ég minni á það að við lækkuðum fasteignagjöld árið 2011. Við erum alltaf vakandi fyrir þessu. Við erum með mjög lágt hlutfall af gjöldum miðað við önnur sveitarfélög en fasteignagjöld eru eðlilega hæst hér,“ segir Björn.Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.Mynd/Larus Karl IngasonHjá Hafnarfjarðarbæ er gert ráð fyrir því að láta tekjur af fasteignagjöldum hækka í samræmi við hækkun á neysluverðsvísitölu og þar af leiðandi mun álagningarprósentan lækka þar sem fasteignamatið hefur hækkað umtalsvert meira en vísitalan á milli áranna. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir líkt og aðrir bæjarstjórar að málið verði rætt í haust. Þá verði allir tekjupóstar og álagningarpóstar teknir til umræðu. Reykjanesbær hefur staðið frammi fyrir verulegum skuldum og skuldbindingum sem sveitarfélag en hann segist þó ekki geta rætt það hvort svigrúm sé til lækkunar miðað við þær skuldbindingar. „Það er ein hlið málsins sem hefur ekki verið rædd þannig að ég get ekki sagt um það og vil ekki tjá mig um það.“ Húsnæðismál Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Sjá meira
Útlit er fyrir að um næstu áramót muni fasteignagjöld hækka umtalsvert vegna hækkunar fasteignamats sem tekur gildi 1. janúar. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, kallar eftir því að sveitarfélög lækki álagningarprósentuna til mótvægis við hækkanir. Í sama streng tekur Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurborg, hann segir þetta sjálfskapað vandamál sveitarfélaganna. „Þetta eru óeðlilegar hækkanir, það er óeðlilegt að fyrirtæki og heimili þurfi að bera þetta ár eftir ár,“ segir Halldór sem lagði fram tillögu í borgarráði um miðjan júní þess efnis að álagningarprósentan verði lækkuð vegna hækkunar fasteignamats umfram eðlilega verðlagsþróun. Í fundargerð borgarráðs kemur fram að nýtt fasteignamat tekur gildi 1. janúar 2018 þar sem meðalhækkun á höfuðborgarsvæðinu er 14,5 prósent.Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurborg.vísir/daníel„Það hefur ekki verið vilji til lækkunar til þessa. En meirihlutinn felldi allavega ekki þessa tillögu heldur vísaði henni í þessa vinnu þannig að ég ætla bara að vona,“ segir Halldór. „En það má segja að þetta sé heimatilbúinn vandi. Það hefur verið viðvarandi lóðaskortur alveg sama hvað hver segir. Þegar vantar 5.000 íbúðir er það að hluta til vegna lóðaskorts. Lóðaskortur hefur áhrif á hækkunina líka,“ segir Halldór. Gylfi Arnbjörnsson segist algjörlega hvetja til þess að álagningarprósentan verði lækkuð. „Sveitarfélögin hafa áður með plúsum og mínusum breytt hlutfallinu þannig að skatturinn sem slíkur, það sem fólk borgar, sé ekki að taka óeðlilegum breytingum. Ég tel að það séu allir sem krefjist þess og ég minni á að það eru kosningar á næsta vori. Þetta er eitthvað sem sveitarstjórnarmenn þurfa að íhuga.“Samkvæmt upplýsingum frá stærstu sveitarfélögum landsins verða mögulegar lækkanir ræddar í tengslum við gerð fjárhagsáætlana sveitarfélaganna í haust. Það getur þó verið vandasamt vegna mismunandi hækkunar milli hverfa. Akureyri er eitt þeirra sveitarfélaga sem munu skoða málið í haust, en þar er útlit fyrir að fasteignamat hækki um 11,25 prósent, en lóðamat um 12 prósent. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, vildi ekki tjá sig við Fréttablaðið um þróun mála í borginni en benti á S. Björn Blöndal, formann borgarráðs, sem sagði lækkun vera í skoðun. „Við höfum verið að skoða þetta og viðrað skoðanir okkar undanfarin ár. Ég minni á það að við lækkuðum fasteignagjöld árið 2011. Við erum alltaf vakandi fyrir þessu. Við erum með mjög lágt hlutfall af gjöldum miðað við önnur sveitarfélög en fasteignagjöld eru eðlilega hæst hér,“ segir Björn.Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.Mynd/Larus Karl IngasonHjá Hafnarfjarðarbæ er gert ráð fyrir því að láta tekjur af fasteignagjöldum hækka í samræmi við hækkun á neysluverðsvísitölu og þar af leiðandi mun álagningarprósentan lækka þar sem fasteignamatið hefur hækkað umtalsvert meira en vísitalan á milli áranna. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir líkt og aðrir bæjarstjórar að málið verði rætt í haust. Þá verði allir tekjupóstar og álagningarpóstar teknir til umræðu. Reykjanesbær hefur staðið frammi fyrir verulegum skuldum og skuldbindingum sem sveitarfélag en hann segist þó ekki geta rætt það hvort svigrúm sé til lækkunar miðað við þær skuldbindingar. „Það er ein hlið málsins sem hefur ekki verið rædd þannig að ég get ekki sagt um það og vil ekki tjá mig um það.“
Húsnæðismál Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Sjá meira