Tekjur Íslendinga: Breikkandi bil á milli forstjóra og þeirra lægst launuðu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 1. júlí 2017 11:28 Ritstjóri Frjálsrar verslunar segir ljóst að bilið sé að breikka á milli forstjóra fyrirtækja og þeirra lægst launuðu í fyrirtækjunum landsins en nokkuð launaskrið hefur orðið hjá forstjórum samkvæmt Tekjublaðinu. Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í gær en þar eru birtar tekjur um þrjú þúsund einstaklinga víðs vegar af landinu. Jón G. Hauksson, ritstjóri Frjálsrar verslunar, segir að mest hafi opinberir embættismenn og forstjórar ríkisfyrirtækja hækkað í launum eða að jafnaði um 12 prósent á ári. Þá hafi nokkuð launaskrið orðið hjá forstjórum. „Það voru 200 efstu forstjórarnir sem eru með 2,8 milljónir á mánuði að jafnaði en þeir voru með 2,6 í fyrra. Þetta er aukning um 200 þúsund á mánuði,“ segir Jón. Þannig hafi nú í tvö ár í röð 200 efstu forstjórarnir hækkað í launum um að jafnaði 8 prósent á ári. Meðallaun 200 efstu næstráðenda voru 2,3 milljónir kr. á mánuði á síðasta ári sem er minni hækkun en hjá forstjórum. „Þetta eru auðvitað stjórnendur í stærstu fyrirtækjum landsins og það er ljóst að bilið gæti verið að breikka á milli forstjóra og þeirra allra allra lægst launuðu í þessum fyrirtækjum,“ segir Jón. Af þeim 200 efstu í flokki forstjóra voru 20 konur og voru meðallaun þeirra heldur hærri en meðallaun í úrtakinu. „Það er athyglisvert að þær voru með 3,1 milljón á mánuði að jafnaði á meðan hópurinn var með 2,8. En það eru náttúrulega miklu færri konur og ekki alveg marktækt en sýnir þó það að konur eru með sömu laun fyrir sömu vinnu gæti einhver sagt en það er bara miklu erfiðara fyrir þær að komast í þessi topp störf.“ Jón segir að hann hefði haldið að það væru komnar fleiri konur í efstu þrep könnunarinnar. „Ef við tökum sem dæmi þá erum við með tuttugu og einn flokk og það eru bara örfáar konur í hverjum flokki á meðal tíu efstu. Í sumum flokkum er ekki ein einasta kona,“ segir Jón en engin kona sé til að mynda meðal efstu hjá læknum, flugfólki, verkfræðingum, auglýsingafólki og sjómönnum. Þá segir Jón að það veki athygli að af 44 efstu í flokki lækna séu aðeins tvær konur. „Það eru 2/3 hluti fyrsta árs nema í læknisfræði konur en 1/3 karlar,“ segir Jón. Tekjur Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Sjá meira
Ritstjóri Frjálsrar verslunar segir ljóst að bilið sé að breikka á milli forstjóra fyrirtækja og þeirra lægst launuðu í fyrirtækjunum landsins en nokkuð launaskrið hefur orðið hjá forstjórum samkvæmt Tekjublaðinu. Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í gær en þar eru birtar tekjur um þrjú þúsund einstaklinga víðs vegar af landinu. Jón G. Hauksson, ritstjóri Frjálsrar verslunar, segir að mest hafi opinberir embættismenn og forstjórar ríkisfyrirtækja hækkað í launum eða að jafnaði um 12 prósent á ári. Þá hafi nokkuð launaskrið orðið hjá forstjórum. „Það voru 200 efstu forstjórarnir sem eru með 2,8 milljónir á mánuði að jafnaði en þeir voru með 2,6 í fyrra. Þetta er aukning um 200 þúsund á mánuði,“ segir Jón. Þannig hafi nú í tvö ár í röð 200 efstu forstjórarnir hækkað í launum um að jafnaði 8 prósent á ári. Meðallaun 200 efstu næstráðenda voru 2,3 milljónir kr. á mánuði á síðasta ári sem er minni hækkun en hjá forstjórum. „Þetta eru auðvitað stjórnendur í stærstu fyrirtækjum landsins og það er ljóst að bilið gæti verið að breikka á milli forstjóra og þeirra allra allra lægst launuðu í þessum fyrirtækjum,“ segir Jón. Af þeim 200 efstu í flokki forstjóra voru 20 konur og voru meðallaun þeirra heldur hærri en meðallaun í úrtakinu. „Það er athyglisvert að þær voru með 3,1 milljón á mánuði að jafnaði á meðan hópurinn var með 2,8. En það eru náttúrulega miklu færri konur og ekki alveg marktækt en sýnir þó það að konur eru með sömu laun fyrir sömu vinnu gæti einhver sagt en það er bara miklu erfiðara fyrir þær að komast í þessi topp störf.“ Jón segir að hann hefði haldið að það væru komnar fleiri konur í efstu þrep könnunarinnar. „Ef við tökum sem dæmi þá erum við með tuttugu og einn flokk og það eru bara örfáar konur í hverjum flokki á meðal tíu efstu. Í sumum flokkum er ekki ein einasta kona,“ segir Jón en engin kona sé til að mynda meðal efstu hjá læknum, flugfólki, verkfræðingum, auglýsingafólki og sjómönnum. Þá segir Jón að það veki athygli að af 44 efstu í flokki lækna séu aðeins tvær konur. „Það eru 2/3 hluti fyrsta árs nema í læknisfræði konur en 1/3 karlar,“ segir Jón.
Tekjur Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Sjá meira