Regnbogasilungur að veiðast víða á vestfjörðum Karl Lúðvíksson skrifar 19. júlí 2017 14:23 Regnbogasilungur sem veiddist nýlega. Mynd: www.angling.is Það hefur borið nokkuð á því að regnbogasilungur sé að veiðast í ám og lækjum á vestfjörðum og þess vegna útilokað að halda fram að fiskurinn sé ekki að sleppa úr kvíum. Regnbogasilung er ekki að finna villtan við Ísland svo allur sá fiskur sem er að veiðast er án undantekninga fiskur sem er að sleppa úr eldi. Fyrirtækin sem standa að eldinu hafa illa sinnt þeirri skyldu að tilkynna um slysasleppingar og stangveiðimenn og eigendur veiðiréttar eru þess vegna ansi ósáttir við að stefnst sé að stóraukni kvíaledi við landið. Engin kví er 100% örugg og miðað við það magn sem stefnt er að í eldi á laxi stefnir í umhverfisslys verði ekki komið í veg fyrir þetta. Á vef Landssambands Veiðifélaga má finna þessa frétt um regnbogasilung sem er að veiðast á þessu sumri. "Regnbogasilungur veiddist í Selá í Ísafjarðadjúpi 7. júlí 2017. Fiskurinn var sendur til greiningar hjá sérfræðingum Hafrannsóknarstofnunar, Haf og vatn, og þar var staðfest að um væri að ræða regnbogasilung. Regnbogasilungurinn var í góðum holdum, eins og myndin sýnir, og hefur væntanlega lifað af veturinn í vellystingum. Enn er regnbogasilungur, sem slapp úr eldi, að koma fram í veiði. Þess má geta að Landssamband veiðifélaga fékk fyrst upplýsingar um að verulegt magn af regnbogasilungi væri á sveimi í sjó á Vestfjörðum 13. júní árið 2016. Ábendingu um það var komið á framfæri við eftirlitsaðila. Ekkert fyrirtæki kannaðist þá við að hafa misst fisk. Síðan þá hefur regnbogi veiðst í fjölda vatnsfalla á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðvesturlandi. LV hefur margoft haft samband við eftirlitsstofnanir, óskað eftir opinberri rannsókn og kært málið til lögreglu. Átta mánuðum seinna er viðurkennt að það sé gat á kví." Mest lesið Lokatölur komnar úr Norðurá Veiði Fín veiði í Ytri Rangá Veiði Öflugar haustflugur í laxinn Veiði 18 punda risalax úr Ölfusá Veiði Laxagöngur víða nokkuð góðar Veiði Urriðafoss á toppnum yfir veiðisvæðin Veiði Norðurá og Hofsá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Veiðikortið í verðlaun hjá Veiðivísi á Facebook Veiði Ennþá ágæt veiði í Veiðivötnum Veiði Hafralónsá komin til Hreggnasa Veiði
Það hefur borið nokkuð á því að regnbogasilungur sé að veiðast í ám og lækjum á vestfjörðum og þess vegna útilokað að halda fram að fiskurinn sé ekki að sleppa úr kvíum. Regnbogasilung er ekki að finna villtan við Ísland svo allur sá fiskur sem er að veiðast er án undantekninga fiskur sem er að sleppa úr eldi. Fyrirtækin sem standa að eldinu hafa illa sinnt þeirri skyldu að tilkynna um slysasleppingar og stangveiðimenn og eigendur veiðiréttar eru þess vegna ansi ósáttir við að stefnst sé að stóraukni kvíaledi við landið. Engin kví er 100% örugg og miðað við það magn sem stefnt er að í eldi á laxi stefnir í umhverfisslys verði ekki komið í veg fyrir þetta. Á vef Landssambands Veiðifélaga má finna þessa frétt um regnbogasilung sem er að veiðast á þessu sumri. "Regnbogasilungur veiddist í Selá í Ísafjarðadjúpi 7. júlí 2017. Fiskurinn var sendur til greiningar hjá sérfræðingum Hafrannsóknarstofnunar, Haf og vatn, og þar var staðfest að um væri að ræða regnbogasilung. Regnbogasilungurinn var í góðum holdum, eins og myndin sýnir, og hefur væntanlega lifað af veturinn í vellystingum. Enn er regnbogasilungur, sem slapp úr eldi, að koma fram í veiði. Þess má geta að Landssamband veiðifélaga fékk fyrst upplýsingar um að verulegt magn af regnbogasilungi væri á sveimi í sjó á Vestfjörðum 13. júní árið 2016. Ábendingu um það var komið á framfæri við eftirlitsaðila. Ekkert fyrirtæki kannaðist þá við að hafa misst fisk. Síðan þá hefur regnbogi veiðst í fjölda vatnsfalla á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðvesturlandi. LV hefur margoft haft samband við eftirlitsstofnanir, óskað eftir opinberri rannsókn og kært málið til lögreglu. Átta mánuðum seinna er viðurkennt að það sé gat á kví."
Mest lesið Lokatölur komnar úr Norðurá Veiði Fín veiði í Ytri Rangá Veiði Öflugar haustflugur í laxinn Veiði 18 punda risalax úr Ölfusá Veiði Laxagöngur víða nokkuð góðar Veiði Urriðafoss á toppnum yfir veiðisvæðin Veiði Norðurá og Hofsá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Veiðikortið í verðlaun hjá Veiðivísi á Facebook Veiði Ennþá ágæt veiði í Veiðivötnum Veiði Hafralónsá komin til Hreggnasa Veiði